Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 2
HEIMILISBL AÐIÐ JSökum sívaxandi dýrtiðar á öllu því, sem lýlur að b’aðaútgáfu, sérstaklega þó verð- hækkunar á pappír, sé eg mér ekki fært að gefa úl Heimilisblaðið framvegis nema að hækka verð þess. Peningarnir hafa fallið i verði hjá mér eins og öllum öðrum. Argangnr blaðsins kostar þvi framvegis 3 króniir. Ef hækkað væri verð blaðsins hlutfallslega við verðfall peninga frá því í ársbyrjun 1916, ætti það ná að kosta kr. 4,50, að þessu hefi eg látið hallann koma á mitt bak en get það nú ekki lengur, að öllu leyti. En þegar betri tímar koma aftur, þá mun eg reyna að gera blaðið enn betra úr garði, en nú eru föng á- Eg trúi því tæplega, að þeir verði margir, sem hætta að kaupa blaðið í tilefni af ve'ð- hækkuninni. Enda hafa raddir þær, sem mér haía borist utan af landi í tilefni af auglýsingu minni í 4. tbl. þ. á. um breytingu í þessa átt, án efa meiri hluti þeirra gengið i þá átt að æskja þess, að fá 16 síður lesmál. þó að verðið hækki upp í 3 krónur. Og sumir hata borið svo mikla umhyggju fyrir framtíð Heimilisblaðsins, að þeir hafi tekið það fram, að ef eg þyrfli þess með, þá væri sjálfsagt að færa verðíð upp í 3 krónur og halda auglýsingunum á meðan styrjöldin stendur. Svona raddir sýna, að blaðið á góða vini og styrktarmenn, þegar í harð bjkkann slær. Ef einhverjir ætla að slíta fé|agsskap við blaðið sökum áminstrar verðhækkunar, þá verð eg að hafa fengið slíkar uppsagnir shriflega. ekki síðar en með desemberpóstum, svo eg ekki sendi janúarblaðið til annara en réttra kaupenda blaðsins. Eg vil taka það fram, að ef einhverjir skilvísir kaupeudur, sökum veikinda eða atvinnu- skorts, eiga erfitt með að greiða alt blaðverðið, en vilja þó halda blaðið, þá geta þeir samið um tilslökuu eða umlíðun á einhverjum hlula blaðgjaldsins við mig eða útsölumenn mina, og jafníð það svo síðar, er betur árar. Þó að eg þurfi míns með til þess að geta staðist útgáfu blaðsins, þá vil eg þó gera mitt til, að þau heimili, sem örðugleikarnir sækja heim öðrum frernur, geti notið blaðsins, ef það gæti verið þeim til gleði og dægrastyttingar. Nýjir kaupendur að VII. árg. Heimilisblaðsins fá alla þrjá síðustu árg. fyrir kr. 5 (þ. e. V. og VI. árg. fyrir hálfvirði, innhefta báða á kr. 2), og auk þess fá allir kaupendur blaðsins, sem borgað hafa blaðið fyrir 1. júlí 1918, barnasygur Torfli. Þ. Holiu í líaupbæth’. Utsölumenn, sem útvega 10 nýja kaupendur og standa skil á andvirði, fá auk venju- legra sölulauna, söguna „Bræðurnir“ í giltu bandi (um 500 bls.) i kaupbætir. Menn eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til afgreiðslunnar með alt blaðinu viðvíkjandi en ekki til mín i prentsmiðjuna. Afgreiðslan er í Bergstaðarstræti 27, ðpin alla daga, en mig sjálfan er að hitta heima kl. 12-1 og 7—9 á kvöldin. Reykjavík 31. ágúst 1917 «Tón Helgason.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.