Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.10.1917, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIS 117 hljóði upp. Þó að hann vissi fyrir víst að næsta stunga mundi hitta hjarta hans, hark- aði hann þetta af sór. Abdulla dróg núhníf- inn út, ánægður með rannsókn sína, þurkaði af konum á fótum Mesrours og hvarf svo burt. Skömmu síðar hvarf Mesrour lika i áttina til tjalds soldáns, öskrandi af reiði og sárs- auka og sverjandi hefnd. Hennar var heldur ekki langt að bíða. Sömu nótt var Abdullah gripinn og yfir- heyrður. Með pínslum og kvölum meðgekk hann að hann hefði komiö í tjöld bræðranna, og tekið á móti gimsteininum sem fundist hefði hjá sór, sem launum fyrir að koma prinsessunni í vissan garð fyrir utan herbúð- irnar, En hann nefndi annan garð en þann rétta. Þegar hann var spurður að hvor bræðr- anna það hefði verið sem hefði mútað honum, sagðist hann ekkert vita það, þvi málrómur þeirra væri svo líkur, og myrkur í tjaldinu, og þar að auki hefði hann ekki^orðið var við nema einn mann í tjaldinu. Ennfremur sagði hann að Arabi einn, sem hann ekkert • þekti, hefði sagt sér að fara til tjaldsins, ef hann vildi eignast það sem hann þráði mest, ætti hann þess kost kæmi hann í tjaldið eftir sól- setur. Síðan leið Abdullah í ómegin, og var fluttur aftur i fangelsið til næsta morguns. Legar hans var vitjað um morguninn var hann dauður af eigin völdum. En áður hafði hann skrifað á vegginn með viðarkoli: „Betur að stjarna Hassans, er freistaði nxin, færði öðrum hamingju, en Mesrour hlyti helvíti að launum“. Snemma um morguninn heyrðu bræðurnir, er láu vakandi, hávaða fyrir utan tjald sitt, °g er þeir litu út urðu þeir þess varir að tjald þeirra var umkringt af mamelúkum. „ítáðabrugg okkar er uppgötvað“, sagði G-odvin við Wulf mjög rólega, „en meðgöng- um ekkert, jafnvel þó við verðum pindir, þvi annars munu fleiri deyja með okkur“. Þeir voru siðan færðir burt sem fangar, °g langa bið var farið með þá inn í stórt herbergi í húsi þvi er Saladin bjó í. Því bafði verið breytt í réttarsal, með palli í innri enda. Þeir urðu að standa fyrir framan þennan pall. Saladin kom nú skyndilega inn um aðrar dyr ásamt nokkrum af ráðgjöfum sínum. Eósamunda, sem var mjög föl yfirlits, var einnig leidd inn ásamt Masondu sem var ró- leg að vanda. Bræðurnir hneigðu sig, en Saladin sem var afar reiður, gaf kveðju þeirra engan gaum. Það var þögn eitt augnablik, síðan bað Sala- din einn ráðgjafann að lesa upp kæruna, sem var mjög stuttorð. Hún liljóðaði um það að þeir hefðu reynt að stela prinsessunni af Bal bec. „Hvar eru sannanirnar gegn okkur?“ spurði Godvin djarflega. „Soldán er róttlátur og dæmir eigi án sannana11. Saladín gaf ráðgjaíanum aftur merki og las hann þá orð þau er Abdullah hafði skrif- að, Þeir báðu um að fá að prófa Abdullah en þeim var þá sagt að hann væri dauður. Siðan var Mesróur borinn inn, því hann var ekki göngufær eftir sárið, er Abdullah hafði veitt honum. Hann sagði frá því, hvern- ig hann hefði fyrst grunað Abdullah og leynst á eftir honum, og hlustað á hann og annan bræðranna tala saman í tjaldinu, ogtiigreindi þau orð er íallið hefðu millum þeirra, og sið- an hefði hann sóð Abduliah með gimsteininn í hendinni. Síðan var Eósamundu skipað að bera vitni og sagði hún, sem satt var, að hún hefði enga hugmynd haft um þetta, nó hugsað um að flýja. Masonda sór einnig að hún hefði fyrst nú heyrt þetta nefnt á nafn, Eáðgjaf- inn lýsti því nú yfir að engin fleiri vitni væru, og bað soldán að fella dóm sinn. „Það eru sannanir gegn öðrum ykkar“, sagði Saladín alvarlega, „og þær bornar af tveim vitnum, eins og lögin fyrirskipa; og eins og eg hefi fynr löngu sagt ykkur skal sá maður deyja. „Hvor okkar á þá að deyja? Segið okk- íð okkur það svo hinn dæmdi geti undirbúið sál sína“,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.