Heimilisblaðið - 01.06.1918, Page 3
HEIMILISBLAÐIÐ
83
skilið, en þeim er líka í mörgu mjög ábóta-
vant. Þeir hafa hugsað meira um það að
fylla höfuð nemendanna með 5Tmsu kjarn-
fóðri, en minna um hitt, að göfga og
fegra sálir þeirra og kenna þeim að beita
áhrifum sínum til góðs í lífinu. Því finst
mér svo sorglega lítið sagt með því, þegar
einn og annar er talinn »mentaður«, og
minnist eg þar orða ritstjóra »Iðunnar« Ág.
H. Bjarnason í einni af greinum hans þar,
fyrir skömmu.
Pið kannist vísl flest við söguna um Hag-
barð og Signýju, og munið þá einnig eflir
því er konungsmenn ætluðu að handsama
Hagbarð, en hann sleit hvern strenginn, sem
á hann var lagður. Þá var lagður á hann
lokkur úr hári Signýjar og stóð þá kappinn
kyr; þann streng vildi hann ekki slíta.
Eg veit, að hjá ýmsum ykkar bærast
strengir, sem ekki stefna eingöngu að því að
gera ykkur sjálf hamingjusöm, beldur einnig
þá, sem með ykkur lifa og eftir ykkur eiga
að lifa. Eg veit, að oft vantar mátlinn, því
slæmar ættarfylgjur sækja að, svo sem sjálfs-
elska, skorlur á viljaþreki og festu.
Pann tel eg hamingjusaman, sem er kær-
leiksrikur, elur hjá sér fagrar hugsjónir, reynir
lifa samkvæmt þeim og sér blessunarrik-
au ávöxt verka sinna, fyrir sjálfan sig og
aðra og sem hefir það á meðvitund sinni,
að hann hefir aldrei vísvitandi »slitið hár-
lokkinn« — misboðið sæmd sinni.
Það er þetla sem eg vildi óska ykkur öll-
Um i uýjársgjöf, að þið gerið hjarta ykkar
að óðali fagurra hugsjóna og sýnið ætíð gott
dagfar í orði sem verki og að þið getið við
æfilokin kvatt heiminn með þeirri ljúfu með-
'’itund. að þið hafið eftirlátið niðjum ykkar
gó ð a r f y 1 gj u r.
Kcnslukonan: Geturðu sagt mér, barnið mitt,
1Vers vegua Guð skapaði Evu ?
Barnið: Já, hann sagði: »Pað er alt of gott að
^aöurinn sé einn«.
örðin og halastjarnan.
Eftir Carl Evald.
(Nl.) »Ja, hvað skal segja«, sagði Jörðin.
»Eg ræð ekki við þá lengur. Þeir eru nú
búnir að rannsaka mig frá heimskauti til
heimskauls, svo að eg hefi nú naumast nokk-
urn blett eftir út af fyrir mig. Þeir hafa mælt
mig, reiknað mig út og lýst mér frá hvirlli
til ilja. Margir þeirra hafa hnattlíkan á borð-
inu hjá sér, og á það að tákna mig, og þar
geta þeir horft á hvern krók og kima á mér.
Þeir reikna fyrirfram hvenær stormur, þrumu-
veður og jarðskjálftar koma og svo framvegis.
Þeir hafa verkfæri á þiiinu, sem segja
þeirn frá því. Hvað get eg þá gert þeim?«
»Það veit eg ekki«, sagði Halastjarnan.
»En hitt veit eg, að eg þyldi það ekki«.
Jörðin hló háðslega.
»Og svei!« sagði hún. »Þú þarft nú ekki
að láta mikinn! Eg get sagt þér það, að
núna, meðan við hér hjölum saman, hafa
mínir menn þegar orðið þín varir. Þeir stara
á þig gegnum sjónauka sína, reikna þig út,
gefa þér nafn og rita heilar bækur um þig.
Það er að segja skynsömu mennirnir. Aula-
bárðarnir óttast þig og halda að þú boðir
enda veraldar«.
»Hverjir eru aulabárðarnir?« spurði Hala-
stjarnan.
Jörðin hnipti svo i jökulhettuna að Atlants-
liafið fyltist af liafis og vetrarblómin blómg-
uðust ekki fyr en i júní.
»Eg vildi að þú hefðir elcki spurt mig um
það«, sagði hún.
»Fyrirgefðu«, sagði Halastjarnan. »Það er
ef til vill ættarleyndarmá!«.
»Nei, alls ekld«, sagði Jörðin. »En sann-
leikurinn er sá, að enn þann dag i dag er
mér ómögulegt að vita hverjir eru aulabárð-
ar í raun og veru. Þeir eru til — það veit
eg, og það margir. En það er annað en
gaman að eiga að segja hverjir það eru.
Enginn skyldi ætla á það, er mennirnir segja
sjálfir, því að hverjum einstökum finst hann
einn vera vitur, en allir aðrir aulabárðar«.