Heimilisblaðið - 01.06.1918, Síða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
87
og í þeirri holu lá bók og
við hann
blýantur.
Bókin var gömul biblía og þóttist hann
nu v*ta víst, að einhver mótmælandinn (Hug-
en°tten) hefði setið þarna sakir fastheldni
Slnnar við hinn nýja sið (kenningu Lúthers).
Biblían var öll útskrifuð, bæði að framan
aftan og á spássíunum og jafnvel milli
'nanna. Fyrstu linurnar voru ritaðar með
neki: að bókin væri brúðargjöf, sem prest-
Urinn Jean Claude hefði gefið honum á gift-
lngardegi hans (16. júní 1680) og lagt ríkt á
"ð hann að geyma hana jafnt á góðum dög-
Uni sem vondum lil góðrar minningar um
tt'ttingardaginn og það kveðsl hann Iíka skuli
ge^ með Guðs hjálp.
Pvinæst er ritað, að hann hafi verið vígð-
Ur til prests í Meuse (nálægt París) og heitið
PVl á þeim degi fyrir augliti Drottins að
lækja hreina kenningu og heilagt liferni með
allri trúmensku. meðan honum entist aldur
t’l °8 kraftar. Pá ritar hann, að réttarbótin,
Setn 8erð var í Nantes, er veitti mótmælend-
Uln trúarbragðafrelsi, sé nú úr gildi numin
v 685); allir frakknerkir prestar mótmælenda-
róar eigi því vísar ofsóknir og líflát. »Eg er
151 flúinn«, ritar hann, »og eg vil ekki
Aýja«. — Pað eru síðustu orðin, sem rituð
er« með bleki.
Fpp fr^ þv> rjtar jiann ,jag frá degj meg
5'anti það, sem dreif á dagana. Með aðstoð
eins ^ngavarðarins tókst hopum að ná i
Jartfólgnu, dýrmætu biblíuna sína og upp
ra þvi varð hún fjársjóður hjarta hans. Hann
. a"r 1 bibliunni að einhverju orði frá konu
ainní og börnum og lletti blað fyrir bláð,
1 nSað til hann kom að þessum: »Ekki mun
e8 skilja yður eflir munaðarlausa« (Jóh. 14,
hætti hann leitinni, því að þessi
°rð huggnöu hann.
pað var árið 1687, sem hann var hneptur
fangelsið. Boðin var honum lausn, ef hann
1 afneita trú sinni með eiði; en hann
aus heldur að deyja í fangelsinu. Hann
fe^lr frá, hvernig hann fór að því að fela
bibl
nm
1Una í veggnum fyrir fjandmönnum sín-
°8 svo tilraunum þeim, sem tveir bisk-
upar (Fenelon og Bossuet) gerðu ti! að snúa
honum til afturhvarfs, þó áð til einskis
kæmi. Þá var hann settur í annan verri
klefa og illa með hann farið; fékk hann þar
hvorki að lesa né skrifa í blessaða biblíuna
sína, þvi að hún var fólgin í veggnum í fyrri
klefanum, og ef hann spurði um ástvini. sína,
þá fékk hann altaf sama svarið: »Afneitaðu
fyrst!« Við þetta varð hann að sitja í 11
þung og löng ár. Var hann þá aftur settur í
fyrri klefann og gat þvi aftur náð í bibliuna
sína og ritað í hana,
Árið 1725 ritar hann: »Nú skrifa eg víst í
siðasta sinni, höndin titrar og eg er orðinn
nærri blindur. Pó vildi eg ekki óska þess, að
eg hefði aldrei komið hingað, því að hér er
Guð búinn að varðveita mig í 38 ár fyrir
freistingum og háskasemdum veraldarinnar.
Eg finn, að eg ætti að fyrirgefa þeim en þá
innlegar, sem urðu verkfæri í hendi föður
miskunnsemdanna til að varpa mér hingað
af hatri við hina sönnu boðun fagnaðarer-
indisins. Guð veri með börnunum mínum,
ef þau eru enn á lífi; Guð veri með veslings
konunni minni, ef hún er þá ekki nú þegar
komin heim til hans og bíður mín þar. Guð
fyrirgefi mér allar mínar syndir fyrir »blóð
lambsins bliða« og varðveiti mig af náð sinni
til æfilokaw. í júní sama ár ritar hann enn:
»Enn þá einusinni langar mig að sjá biblí-
una mína, en nú get eg ekkert lesið lengur
né séð það, sem eg skrifa. Skyldi mér nú
takast að fela hana? Eg veit það ekki; en
eg bið, að þeim, sem finnur hana, verði sá
fundur til sáluhjálpar og blessunar af Guði
föður og Drotni Jesú Kristi frelsara vorum.
Hérna — eg kyssi hana — eg kyssi hana
— eg kyssi hana enn einusinni. Vertu sæl
— vertu sæl! Nú les eg ekki orðið framar,
eg heyri það af munni Drottins sjálfs«. Síð-
ustu orðin voru því nær ólæsileg, því hann
hafði auðsjáanlega grátið og skriftin döggv-
ast burtu nærri því að fullu. — Þegar Júlían
prestur las þessi niðurlagsorð, þá gat hann
ekki tára bundist heldur. Honum fanst sem
hann sjálfur ætti eftir að berjast sömu bar-
áttunni í 38 ár, áður en hin eilífa hvíld og