Heimilisblaðið - 01.10.1937, Side 8
152
HEIMI LISBLAÐIÐ
■
.'>'• ;■ ' ■
Myndin er tekin er
Stórstraumsbrúin í
Danmörku var vígð.
Á myndinni sést
fyrsta jórnbrautar-
lestin fara yfir brúna
ir skömmu er umsiagið fundið, sem hún
lá í.
Þessi siðferðilega erfðaskrá Edisons er
16. síður vélritaðar. Hinn miikli hugvits-
maður játar þar sína, eldheitu t.rú á frain
farirnar í sögu mannkynsins.
Edison er sannfærður um að áður en
þessi öld er undir lok liðin, þá takist. iðn
fræðingum að uppgötva nýja aflgjafa, iem
af gnægð sinni gjörbreyta útliti heimsins.
staklega gjörir hann ráð fyrir að þeim
muni takast, að færa sér jarðhitann í nyt
langtum meira en áður, og með skynsam-
legri notkun á hitamismuninum i efstu og
neðstu lögum hafsins, því að þar sé fólg-
inn eigi alllítill kraftur nothefur til iðn-
reksturs.
Hið fyrnefnda, notkun jarðhitans er
fyrir löngu tekið fram af Englendingnum
Parson, þeim, sem fann upp gufutúrbín-
una. Og frakkneskur maður, Claude að
nafni hefir fengist, við að finna, hvernig
vinna megi rafmagn úr hafinu.
Notkun þessara aflgjafa er þó ekki ann-
að en leiðin að þeim aflgjafa, sem á sínum
tíma mun geta varpað núverandi áhyggj-
um af mannkyninu.
Það er ætlun Edisons að klofning frum-
eindanna, sem hann gjörir ráð fyrir að
fundin verði á næsta áratug, muni veita
slíkt, ógrynni afls, að allar iðnaðarvörur
verði svo ódýrar, að með því verði hægt að
leysa vandræði þjóðfélagsins á einn eða
annan hátt.
Þetta merkilega skjal endar á því, að
hugvitsmenn heimsins, sem iðnaðavfram-
farirnar hafa á höndum, gangi í heilagt
fóstbræðralag um það, að arðurinn af
starfi þeirra verði eigi misnotaður til hern-
aðar.