Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1946, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1946, Síða 3
35. árg. Reykjavík, marz 1946 3. tbl. MYNDIRÍJRLÍFIÞJÓÐARINNAR veizlusiðir og hversdagsstörf veizlur. | MINU UNGDÆMI kynntist ég ekki öðr- Um veizlum en brúðkaupsveizlum og erfi- ^tykkjum. Ég var í fjölmörgum þeirra, því foreldrum mínum, og móður minni eftir a® faðir minn lézt, var boðið í flest samkvæmi j öágrenninu, og okkur systkinunum ásamt Peim. Flest eða öll hjón héldu veizlur, þeg- ar þau giftu sig, þótt efnalítil væru. Þá var Eér um bil óþekkt að kaupa leyfisbréf. Veizl- II r voru einnig haldnar við jarðarfarir, þótt fá- taekir ættu lilut að máli. Mjón voru ætíð gefin saman í kirkju þeirri, þau áttu sókn að. Þegar boðsfólk var komið a Eirkjustaðinn var því vanalega veitt kaffi III brauði, tvíbökum, pönnukökum, vöfl- ug lummum og svo vín, brennivín lianda 'arlmönnum, en kirsuberjavín eða messuvín anda kvenfólki. (Kirsuberjavínið var vana- e8a kallað kirsuberjabrennivín). Þegar búið Var að skauta brúðinni, sem stundum gekk ®emt, því að gömlu faldarnir voru viðamikl- lr’ og burfti að festa þá vel, hófst brúðargang- •inn. Þá var pre6tur kominn skrýddur fyrir mrið. Brúðarganginum var hagað þannig, a fyrst leiddu tvær helztu konur sveitarinn- ar Erúðina á milli sín, en ógiftar stúlkur leidd- Ust þrjár og þrjár á undan út að kirkjudyr- Uin og skipuðu sér báðum megin við þær með- an Erúðhjónin voru leidd í kirkju til sæta jInna fyrir framan grátumar. Tveir helztu °^8ge8tir meðal karlmanna leiddu brúð- Su*nann á eftir brúðarskaranum, en fólk er k þar á eftir, bæði karlar og konur, gekk reglulítið. Þar á eftir gekk söngflokkurinn. egar brúðargangurinn fór af stað frá bæjar- Frásagnir þær, sem liér fara á eftir, eru tekn- ar úr bók Finns Jónssonar á Kjör6eyri, ÞjóS- hœttir og œvisögur jrá 19. öld, sem út kom uin áramólin síðustu á forlagi Pálma H. Jóns- sonar á Akureyri. Rit Finns, scm höfundur nefndi sjálfur MinnisblöS, skiptist í þrjá megin- hluta: sagnaþætti, þjóðháttalýsingar og þjóð- sögur. Er þar um auðugan garð að gresja og merkan fróðleik að finna. — Frásagnirnar, sem hér fara á eftir, eru úr þeim hluta bókarinnar, þar^ sem lýst er daglegu lífi á Suðurlandi um og eftir miðja 19. öld. dyrum til kirkju, hóf söngflokkurinn söng- inn, og meðhjálparinn hringdi þar til fólkið var komið í kirkjuna. Vanalega var sungið við brúðarganginn versið nr. 307 í aldamóta- sálmabókinni „Fyrstu brúður til fyrsta manns“. Þá var vanalega á undan lijónavígslu sunginn sálmurinn nr. 309 í sömu bók „Heim- ili vort og húsin með“. Ur kirkju var brúð- argangurinn með þeirri breytingu, að brúð- hjónin leiddust á undan ltinu fólkinu. Þegar komið var úr kirkju bjó fólk sig af stað þang- að, sem veizlan átti að vera. Þegar boðsfólk var komið á veizlustaðinn var það oft eitt fyrstá verk frammistöðumannsins að safna söðuláklæðum allra boðskvenna og tjalda með þeiin innan veizlusalinn, sem oft var skemma, þar sem ekki var stofa til. Og jafn- vel þótt stofur væru á bæjum, voru þær sjald- an svo rúmgóðar, að þær rúmuðu alla boðs- gesti. Vanalega var búið að setja borð og setubekki, þegar fólk kom á veizlustaðinn. Þá var borinn matur á dúkað borð og gest- ir leiddir til sætis, og var það sannarlega vandasamt verk fyrir frammistöðumenn, því

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.