Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1954, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.03.1954, Blaðsíða 2
 Indversk harmsaga. Enda þótt hin framfarasinnaða indverska stjórn leitist við að koma í veg fyrir barnahjónabönd, hafa 6.3% allra indverskra drengja á aldrinum 5—14 ára og 14.5% allra indverskra stúlkubarna á sama aldri þegar verið látinstofna til hjúskapar! Hvers vegna er höggormstungan á sífelldu iði? Hjá flestum dýrategundum hefur eitt eða fleiri skilningarvit þroskazt sérstaklega vel á kostnað hinna — til dæmis sjá fuglarnir býsna vel, en þefskynjunin er á lágu stigi. Slöngurnar sjá og heyra tiltölu- lega ilia, en aftur á móti hafa þær óvenju næma bragðskynjan í löngu, klofnu tungunni, sem stendur í sam- bandi við sérstök skynjunarlíffæri. Þegar slangan teygir út úr sér tung- una og hreyfir hana í sífellu til og frá, verður hún vör við bráð sína, þótt hún sé alllangt í burtu, því að lyktarefnin, sem berast með vindinum, leysast upp í tunguslím- inu og berast þaðan upp í skynjun- arlíffærin, svo að slangan veit, hvað á ferli er, löngu áður en hún heyrir eða sér nokkuð. Vesalings sæfílarnir! Sæfíllinn, sem er risavaxin sela- tegund, allt að fimm metrum að lengd, er alkunnur fyrir hið háværa öskur sitt, sem sumum finnst líkast sársaukaöskri, og hinn súra svip. Fyrri skömmu tóku nokkrir vísinda- menn sér fyrir hendur að rannsaka, hvort sæfíllinn hefði nokkra ástæðu til að vera svona dapur í bragði — og þeir komust að þeirri niðurstöðu, að hann hefði fyllstu ástæðu til þess! Rannsóknin leiddi nefnilega í ljós, að flestallir sæfílar, jafnt karlkyns sem kvenkyns, þjást af magasári, og eins og menn vita, bætir sá sjúk- dómur alls ekki skapsmunina! Lífsháski við krýninguna í London. Westminster Abbey, kirkjan, þar sem Englandsdrottning var krýnd í fyrra, er á hraðri hrörnunarleið, eftir því, sem blaði einu ensku sagð- ist frá fyrir skömmu. — Múrveggir kirkjunnar eru orðnir svo tærðir og lausir í sér af völdum rigninga, þoku, frosts og ekki hvað sízt eiturefna úr púströrum bifreiðanna, að víða er nú hægt að mylja veggina niður með berum höndunum; súlurnar eru orðnar svo hrörlegar, að þær standa tæpast undir sjálfum sér og einfalt tréverk er því til varnar, að þak- svalirnar falli niður í kirkjuna. — Þessar upplýsingar hafa fengið mik- ið á Englendinga, því þeim datt fyrst í hug, hvað hefði getað skeð, er orgeltónarnir glumdu við á krýning- ardaginn . . . Ungur stjórnmálamaður gerir upp reikningana. Einn frambjóðendanna við síðast- liðnar kosningar í Ameríku hefur tekið saman eftirfarandi yfirlit: Ég missti 1.360 klukkustunda svefn, og auk þess missti ég tvær framtennur og nokkra hártoppa, er ég lenti í persónulegum útistöðum við and- stæðing minn. Ég varð að kyssa 150 ungbörn, ég tók þátt í slökkvistarfi við 25 eldsvoða og bar við þau tæki- færi samtals 75 fötur af vatni. Ég tókst í hendur við rúmlega 9.000 manns, sagði hérumbil 500 mismun- andi lygar og talaði svo mörg orð, að nægt hefði til að fylla 10.000 bindi bóka. Ég hringdi 2.000 dyra- bjöllum, og 39 hundar bitu mig. Og svo féll ég við kosningarnar! Fiskikönguló. Eitthvert furðulegasta dýrið í hlU um dæmalausa dýraheimi Astr er „fiskiköngulóin". Þegar kvðl kemur hún sér fyrir á trjági'ein ^ spinnur 4—5 cm. langan þráð, er á enda hans límkenndur hnu Síðan heldur hún á þræðinum út frá fremsta fætinum, réttir hann ^ sér og kippir honum eldsnöggt og niður, og lokkar það nætuif* fiðf' ildin í áttina til hennar. Þegar ildið er komið nógu nærn henn1' sveiflar köngulóin þræðinum °^u lítið lengra frá sér, svo að hnu ^ inn slæst í fiðrildið og það ^eS ' f — og eftir það á það sér en^_ ■ undankomu auðið, en verður köng lónni að bráð. 100 w- í stuttu máli sagt. Nýfæddur fílsungi er rúm að þyngd, en nýfæddur kengnr Á Uofít ungi er minm en mus. — ,s parnasse í París er minnsta kat í heimi. Þar eru aðeins sæt* - fjóra gesti. — Ameríkumaðui Laurens Hammond, sá, sem i„2lau= upp Hammondorgelið, er með öllu og getur ekki lesið no ^ — Sú fæðutegund, sem borðað af í heiminum, er hríSgU — Það tekur nærri því heilt ®r^j smíða, stilla og setja saman þá, sem þarf í vandað armban Og sólin rann upp — pfOV" Austurrískt tónskáld, Heinz ost, tók árið 1935 þátt í sem sænskt kvikmyndatöku efndi til. Semja átti lag í *íVí*tI^rg- ina „Intermezzo", sem Ingrid man varð fyrst kunn fyrir að í. Provost var aðeins stundar J ^ ung að semja lagið, en þrátt Frh. á bls. 6 '

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.