Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1954, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1954, Blaðsíða 16
(Viðgerðamaðurinn vinnur annéCrs staðar). Regnier af- greiðir ekki annað sjálfur en gamla viðskiptavini og þá, sem kaupa fyrir háar upphæðir. Það fyrsta, sem ég geri á morgnana, er að stilla út í gluggann (við tæmum hann alltaf á kvöldin), og þennan morgun vildi svo til, að ég tók eftir stúlku, sem var að virða fyrir sér gluggann hjá líkkistu- smiðnum beint á móti okkur, og þegar frá eru taldar nokkr- ar öskukrúsir og ljósmynd af líkkistu, var ekki margt í þeim glugga, sem dregið gæti að sér athygli stúlku, og ég minnist þess, að ég fór að velta þessu fyrir mér. Astæðan til þess, að ég tók eftir henni (ég er ekki vanur að ,,taka eftir“ stúlkirm, mér er nú orðið sama um þær allar, nema hvað snertir ópersónu- legar athuganir), var kápa hennar. Hún var síð, gul að lit með stórum, brúnum köflum. Hár hennar var líka sítt og gult. Hún var tvímælalaust af því tagi kvenna, sem kallaðar eru ,,listamannslegar“ í útliti — hattlaus, með lága skóhæla og sennilega litlu hærri siðgæðis- þroska, eftir útliti hennar yfir- leitt að dæma. Ég virti hana fyrir mér stundarkorn, en varð að hætta því, þar eð maður kom inn í búðina. Það var einn af þess- um tyggigúmmíjórtrandi Am- eríkönum, en var þó stillilegur vel að sjá, þegar frá er talið hálsbindið, sem líktist frekar slysi en vefnaðarmynztri. Ég hefði gizkað á, að hann væri milli þrjátíu og fimm og fjöru- tiu ára gamall. Andlit hans var sérstaklega slétt og strokið, og hann var mjög sterklega byggður. Hann gekk beint inn og bað um, að sér yrðu sýndir hringir. Ég tók fram nokkur spjöld, til þess eins að geta gengið úr skugga um, hvað það væri hér um bil, sem hann vildi. En ég sá fljótlega, að hann hafði ekki snefil af þekkingu á gömlum skartgripum, frekar en neinu öðru, því sem gamalt var, svo framarlega sem það var ekki geymt í flöskum. Hann spurði um verð á nokkrum hringum og valdi úr tvo eða þrjá — það var þá, sem ég tók eftir því, að hann var örvhentur — og skoðaði þá betur. En það var ekki vandi að sjá, að hann bar ekkert skynbragð á steina eða greyp- ingu. Hið eina, sem hann virt- ist fara eftir, var verðið. Við áttum hring, smíðaðan á átjándu öld — demanta og rúbína, greypta í blómaumgerð — og hann var, að mér heilum og lifandi, snilldarverk. Regn- ier hafði svo mikið dálæti á honum, að hann gat varla til þess hugsað að láta hann frá sér, og því hafði hann sett ótrú- lega hátt verð á hann. Það var að minnsta kosti of ótrúlega hátt fyrir Ameríkanann þann arna. Að lokum stóðu þrjú spjöld á borðinu fyrir framan hann, og enn gat hann ekki tekið neina ákvörðun. En þá kom hann auga á fjórða spjaldið, sem stóð i opnum skápnum, en ég hafði ekki einu sinni lagt það á borðið, þegar ég tók eftir því, að hringurinn með dem- anta og rúbínablóminu var horfinn. Ég varð undrandi — og utan við mig. Aldrei, aldrei fyrrJ hafði það komið fyrir, að nokk' uð hefði horfið af því, sem ég hafði í umsjá í búðinni. Ég settJ frá mér spjaldið og gaf ungfrU Susskind merki með augna' brúnunum. Hún gekk til »®’ og þegar hún var komin þa^ nærri, að hún gæti borið vitm um, hvað skeði, sagði ég v1^ manninn — og það var erfitt að koma í veg fyrir, að röddm titraði: — Þér hafið þá ákveðiði herra minn, að taka blóma hringinn. Ef þér viljið vera sv° góður að fá mér hann, skal ég ná í öskjur undir hann • • Ég rétti fram höndina. Am eríkaninn svaraði (ég man Þa^ orði til orðs): — Ég hef ek^’ ákveðið neitt. Ég ætlaði bara að taka frá tvo eða þrjá, senJ konan mín gæti svo valið UJJ1' Hún kemur hingað á eftu- ^ Ég man nú ekki lengur u9 kvæmlega, hvað ég sagði, nema hvað það var eitthvað til ÞeSS að tefja tímann, svo að ég áttað mig betur. Ég er sjaldaU í fullu jafnvægi, þegar ég ver undrandi. Ungfrú Susskind (hún fse^^ ist nú ekki í fyrradag) lauin aðist strax út og sótti Regmer' Ég gekk fram fyrir búðarboi'é ið og fór að leita fram og aftul ’ og sama gerði viðskiptamaðuJ • flíí inn og sömuléiðis Regnier ungfrú Susskind, þegar ÞaU komu inn. Regnier var auðvitað allur í uppnámi. Hann er frekar fljótur til reiði, en hefur allfa stjórn á sér, þar eð hann le^ ur mikið upp úr því að vera virðulegur í fasi. AmeríkanJirI1 var alls ekki hrifinn, þe&&r heimilisblap,p [52]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.