Jólabókin - 24.12.1909, Page 28

Jólabókin - 24.12.1909, Page 28
28 það svar, að það væri verið að iara með jóla-þjóf á lögrcglustöðina. Enginn gat gert sér grein fyrir þvi, hvers vegna hann væri að elta þennan jóla- þjóf, þar sem jólamaturinn beið heima og margir þjófar voru handsamaðir daglega þar í borginni. Enginn æpti og enginn talaði upphátt. Ekkert hljóð heyrðist, annað en dunurnar í steingötunni af fótataki mannfjöldans. Allir störðu á manninn, sem enginn þekti, og börnum var lyít upp, til þess að þau gætu séð hann. Og enginn var sá í þessari kynlegu fylking, er ekki hefði eilthvert óljóst hugboð um það, að hann hefði áður verið í slikum leiðangri. Eða hafði hann lesið um það . . . eða heyrt frá því sagt og lagt á það trúnað . . . einhvern- tima fyrir langa-löngu? Pví gat enginn gert sér grcin fyrir. Pegar komið var til lögreglustöðvarinnar, var sægurinn orðinn svo mikill, að lögreglumennirnir gripu lurka sína og þutu út á strætið, þvi að þeir hugðu að annaðhvort væri borgin að brenna, eða lýðurinn að gera upphlaup. Og þeir stóðu högg- dofa yhr því, sem þeir sáu. En maðurinn, sem enginn þekti, gekk óhindr- aður milli þeirra inn í anddyrið. Par sneri hann sér við og leit yflr mannfjöldann. Og ásjóna hans var svo mikilúðleg, að allir teygðu tram höfuðin og lögðu eyrun við, til þess að geta lieyrt orð af vörum hans.

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.