Jólabókin - 24.12.1909, Page 31

Jólabókin - 24.12.1909, Page 31
31 bjöllunni. Þjónn kom út, og honum sagði hann, aö hann vildi tala við biskupinn. Þjónninn leit á fátæklegu fötin hans, tók skilding upp úr vasa sínum og rétti honum. Svo lokaði hann dyrunum og setti öryggislokuna fyrir að innanverðu. En ókunni maðurinni hringdi aftur, og þegar pjónninn kom, sagði hann enn, að hann óskaði að ná tali af bískupinum. Pá kom biskupsfruin — í hægðum sínum, þvi að hún var ósköp gild og þung á sér — og aum i fótunum. Hún leit á manninn mjög bliðlega og spurði, livort það væri svo áriðandi. Pað væri aðfanga- dagskvöld. Og biskupinn væri svo þreyttur og ætti að messa á morguu i dómkirkjunni. Svo rétii hún honum krónu-pening og óskaði lionum gleðilegra jóla. En ókunni maðurinn hélt sinu fram. Og svo fylgdu þau honum inn í skrifstofu biskupsins. far nam hann staðar lit við dyr, með hatt- inn í hendinni. A borðinu slóð lampi með ljóshlíf lir silki, og dimt var i öllum krókum. Fyrir gluggunum héngu þung tjöld, og í skápum meðfram öllum veggjum glóði á gylta bókakili, liundruðum saman. Biskupinn sat við borðið í mjúkum hæginda- stól, með bók eftir mesta skáld landsins — á knjánum. Hann var í dýrindis stofuslopp; á höfði

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.