Heimir - 01.11.1913, Síða 3
HEIMIR
99
osfrv. 2. vöntim rjettrar tilfinningar: vöntun elsku hins
rjetta, kærleiksleysi, skeytingarleysi, dofinleiki, tómlæti. 3.
vöntnn híns kröftuga vilja: lauslyndi, óstaöfesti, breyskleiki,
tápleysi. Tveir síöari flokkarnir eru orsakaöir af vöntun rjettrar
hugsunar, svo aö heimskan eöa vöntun vizkunnar, er undirrót
alls ills. Af þessari skiftingu er það fullsannaö að hiö illa er
hvorki meira nje minna en vöntun gæða”.
Og helgunin er fólgin í því að vaxa !að vizku, eða vitkast,
og til þess verða menn aö þekkja mismun góðs og ills. Hið
svo kallaða •*syndafalV' verður því framfaraspor á vegi helgun-
arinnar, að skoöun Björns. Stærra nýtnæli var ekki til þá, og
hefir þaö slegið óþægilégri þögn yfir þaö fáfræðis auðmýktar
ýlfur um “fyrstu foreldra misgjöröir” er allir sálmar og hús-
lestrar voru fullir af þá,
“Holdið er ekki spilt heldur veikt. Eins og oss frá eilífö
vantaði það tilveruform að vera tnenn, þá vantaði oss einnig
frá eilífð vizkuna, sem er hugarins sjón. En vöntun vizkunnar
er heimskan, þessvegria er heimskan vor,—frá eilífð. Þessi
heimska frá eilífð er sama sem upprunasyndin. Það er auðsjeð
á þeirri fráfögn allri (um syndafallið) að hún er rósatnál, yfir
þá almennu freistingu hrösun og synd, fult svo vel eða betur
en um einstakan tilburð, þó auðvitað sje að einhver synd hafi
verið hin fyrsta. Talandi höggormur, lífstrje og skilningstrje,
eiga eklci heima í náttúrusögu vorrar jarðar. En alt þetta
verður þýðingarfult (symboliskt) þegar það er skoðað sem
skáldmálverk, Skilningstrjeð þýðir skilninginn eða vizkuna, og
hefir tvöfalda brúkun, farsæla og ófarsæla. Þá farsælu kendi
oss og sýndi sá síðari Adam, með því að sigra freistinguna meö
vizku og krapti, en hina ófarsælu valdi hinn fyrri Adam með
þvf að láta sigrast af freistingunni, ”
“Náttúruspilling á sjer engan stað, heldur uppruna synd
eða erfðasynd; því eftir trúarjátningunni játum vjer að guð
hafi skapað oss, gefið oss alla limi, þar með skyn og skilningT
arvit, og hann nú öllu þessu enn nú viðhaldi. Er náttúruspill-
ingunni neitað meö því að segja að guð haldi við náttúrunni.”