Heimir - 01.11.1913, Page 7
HEIMIR
103
ég vil trygö eöa tál,
svo aö titri mín sál !
ég vil ís eða bál ,
svo aö æsist mitt mál !
Eg vil brenna í sælu og sorganna flaum !
Ég brenn.
Ég brenn.
I endurskins myndum frá æskunnar vori,
í atfi og grunnlitum bernskunni frá,
býr eldur, sem sindrar í sérhverju spori,
sem sæki ég áfram og nútíðin á.
Ilann sameinast ævinnar atvika straumum,
með eldkrafti nýjum í vökum og draumum,
sem frumhvötin insta í eilífri þrá.
Ég brenn.
Fram til fegurra’ og stærra,
fram til dýpra og hærra !
hrópar alheimsins lögboð—hiö eldþrungna mál.
Dýrsta goöanna gjöf
yfir glaumsollin höf,
er frá æsku að gröf
vekur andann frá döf,
er það alfööurs líísmagn í sonanna sál.
Ég brenn.
Ég brenn
A elskunnar báli, með ástmey við hjarta,
ég unaðinn dýpsta í sál minni finn.
Þá sameinast þráin því besta og bjarta
hvert blíðrnæli rennur í taugarnar inn.
I einingu logarnir beggja sig binda,
og birtast í ljóshjúpi dýrölegra mynda,
sem Apollon rétti’ okkur eldbikar sinn.
Ég brenn.
Viö þann fjörgandi funa,