Heimir - 01.11.1913, Qupperneq 10

Heimir - 01.11.1913, Qupperneq 10
io6 HEIMIR veriö síöan um aldamót ýmist hjer í Ameriku eöa einhverjum stórborgum Evrópu. Svo hefir og séra Albert Kristjánsson flutt hjer mjög fræöandi erindi um kenningar forn Egypta um ódauöleika mannsins, Hvorugt þessara erinda gat skoöast móti stefnu fjelags vors, því þótt þau væru trúmálaleg voru þau bæöi uin þau mál er menn í hópatali heyra eitthvaö um daglega, ar blöö og tímarit hafa eitthvaö um að segja, og snerta því óbeinlínis hversdagsskoöanir og íhugunarefni manna. Vona eg aö þetta erindi megi skoöast samskonar, og aö engum blandist hugur um aö þaö eigi erindi inn á fund. Sje tnikiö rætt meðal vor Islendinga um alsherjar trúar- þingin sem haldin eru út um heim, sjeu menn hrifnir af hinum háleitu skoðunum forn Egypta um ódauðleika mannsins, þá eru menn ekki síöur meö hugann við þaö sem er aö gjörast innan þjóðkyrkju vorrar Islendinga, og viö þær kenningar, er hinn þriðji aöal kennimaöur kyrkjunnar er aö flytja um höf- uðiærdóma trúarinnar. Enda hefir mikið verið um þaö rætt, ekki eingöngu í kyrkjuritunum, heldur líka í 4 vikublöðunum íslenzku, sínum tveimur sinnhvorumegin hafsins. Þessi tímamót virðast vera öld varúðarinnar og djörfungar- leysisins, I heimi hugans eru talsveröar byltingar og umbrot, en þaö er fariö lágt með það og ekki sókst eftir að láta mikiö uppi um hvaö þar er að fara fram. Við og viö bryddir á nýjum skoðunum en þær eru sveipaðar fornum umbúöum svo ekki veröi þær þektar frá hinum eldri, fyr en eftir langan tíma. Þær eru settar fram á máli hinna fornu hugsana, látnar ganga undir nafni hinna eldri hugtaka búnar þeim búningi aö sem flestu leyti, Ekki gjöra þær grein fyrir sjer ótilknúöar, og þá ekki netna til hálfs, Og í oröatiltækjum afgamalla kenninga, er venjan hefir fyrir löngu veitt sjerstaka merkingu, er þessi greiu til hálfs, gjörð næstum óskiljanleg. Tekur þetta sjer- staklega til trúfræöis og trúarbragöa kenninga nú á dögum, Til bóta þessari varfærni er talið, að allt hið nýja eigi ervitt fyrsta ganginn í heiminum, Því sje svo hætt viö aö veröa misksilið og menn sjeu svo vanafastir. Nokkuð mun vera

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.