Heimir - 01.11.1913, Síða 11
H E I M I R
107
hæft í því, en ervitt er aö skilja þaö, hversu nokkur hlutur
getur gjört sjer ganginn ljettari, meö því aö komast ekki á
fæturnar, eöá skilning samtíöarinnar ljósari, með því aö fela
sig og torkenna sem mest, Og aftur er því svaraö, aö allt
hljóti aö eiga sín vaxtar ár. “Fyrster stöngin svo er axið og
svo er korniö fullkomnaö í axinu.” Og er það rjett, aðeins aö
vaxtarárin líði ekki svo hjá aö tafiö sje fyrir vextinurn, svo
þegar kornskerutíminn er komiun sje enn ekkert vaxið nema
stöngin. Gróður hugsananna fylgir ekki ávalt sömu lögum og
gróður jarös r,
Fylgjandi þessari v'- rúöarstefnu aö fara hægt með nýjar hugs-
anir, og láta sem minst á þeim bera, er íhaldssemi viö áöur
algeng nöfn og siöi er hvorugt getur þó lengur heyrt yfir hinar
nýrri hugmyndir. Er þaö eölilegt, þar sem búningi hinna eldri
skoöana er haldiö fyrir þær nýrri, þó líka sje haldið í nöfn og
siði, En svo lan^t getur þetta gengiö, aö óeölilegt verði meö
öllu og veröi valdandi meiri skilningsruglingi en jafnvel hitt.
Því þegar út í kapp er farið um þessa nafnaeignun, veröur ekki
til annars vísaö en dóma sögunnar. Og, eins og ótal dæmi
sanna, veröur þaö þá til ör^rifsráöa þeim er tilkall gjöra til
nafnseignarinnar, og fylgjandi eru hinum nýrri skoöunum, að
leggja leiötogum horfinna alda í huga, skilning og þekkingu er
ómögulega gátu átt sjer stað á þeim tímum; er öll atvik og
gangur sögunnar mótmælir; er ekki gátu orðiö til fyr en nú að
loknum öllum rannsóknum 19 aldar. Verður úr þessu herfileg
sögufölsun og skilnings ruglingur á liönum og yfirstandandi tíma.
En einnig aö þessu víkjum vjer betur síöar.
Að risið hafa breytingar og byltingar í heimi hugans er ofur
eölilegt, nú þessi síöari ár, er vjer athugum hvað gjörst hefir
á næstliðinni öid. Nítjánda öldin frá byrjun til enda er rann-
sóknar og tilhreinsunaröld, í öllum efnum er snerta mannlega
trúskoöun og skynjun á eðli og högun allrar tilverunnar. í
byrjun aldarinnar er deilt um og rannsakaðar hinar afargömlu
kenningar um sjerrjettindi höföingja og alþýðu, konungsrjett-
indi, þegnrjettindi, fæðingarrjett og fleira. Standa þær deilur
yfir hartnær í hálfa öld og lykta meö því að konungurinn veröur