Heimir - 01.11.1913, Blaðsíða 12

Heimir - 01.11.1913, Blaðsíða 12
HEIMIR 108 aS skila valdi sínutil þjóSarinnar, greifinn til landsetans, verk- veitandinn til vinnumannsins. I einu orSi sagt, persónufrelsiS er fengiS öllum mönnum háum sem lágum til eignar, og sá eignarrjettur innsiglaSur meS afnámi þrælahalds um allann hinn mentaSa heim. Fyrir og eftir miSbik aldarinnar stendur yfir sem allra hæzt rannsókn og endurskoSun allra kenninga á svæSi vísind- anna, og endar eins og kunnugt er ineS algjörri kollvörpun þeirra á uppruna og aldri jarSarinnar, á aldri og uppruna dýra og jurtaríkisins, á aldri og efni allra sýnilegra hluta. JarSfræS- in rySur sjer til rúins, breytiþróunarkenningin útskýrir hinn sameiginlega uppruna líftegundanna, og hin nýja skoSun um eSlisfrumeining alls þess skapaSa efnis, nær almennri viSurkenning Hratt þetta mönnum áfram til nýrra rannsókna og upp- götvana er ekki var áSur fariS aS hugsa um. Sögu rannsóknir og mannfræöi byrja. Tungumálin eru rannsökuS flokkuS, rakin saman aS einni frumrót, alls hvíta mannflokksins. Fundin er vagga þjóSanna, og grafir horfinna mannflokka eru opnaSar og frá þeim fengin saga frumtnansins áSur en mál og menning urSu til. Og síSast er gengiS í musterin og helgidóminn. Trúar- ritin eru lesin á ný í Ijósi endurborinnar sögu. Kenningar liS- inna alda vegnar á metum vísindalegrar þekkingar, ljettvægar fundnar, og eSlilega fá þær ekki staSist. Þegar menn sömdu þær kenningar vantaSi mikiS á, aS heimsþekking þeirra væri til líka eins fullkomin og nú er orSiS. Þeir bygSu því á sandi og húsiS fjell erveSrin næddu. Má svo aS orSi kveSa aS 19 öldin skildi viS hásætin hrunin og ölturin brotin og íái börnum 20 aldar þaS hlutverk aS vinna aS reisa musterin aS nýju og setja þjóSunum lög og rjett er bygt sje á sannari og traustari grundvelli en hiS fyrra hafSi veriS —er bygt sje á sannleika, rjettlæti og frelsi einstaklingsins í andlegum og veraldlegum efnum, ÞaS er því ekki aS furSa þó byltingar og breytingar í heimi hugans hafi gjört vart viS sig og sjeu aS gjöra vart viS sig.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.