Heimir - 01.11.1913, Síða 13
HEIMIR
109
Enda má svo aö oröi kveöa aö þeirra veröi alstaöar vart þar
sem siöaöar þjóöir búa, og þá auövitað á Islandi eins og ann-
arsstaðar. Þaö má líka fullyrða aö mannfjelag vort nú hugsi
á alt annan hátt, helgi sjer allan annann skilning á hlutunum
en tíökanlegt var fyrir mannsaldri síöan. Hjá því verður ekki
komist menn skoöa tilveruna í allt öðru ljósi en var. Utsýniö
yfir heiminn er allt annaö en þaö var. Má ennfremur fullyröa
að þetta nái ekki eingöngu til sjerstakra hópa heldur til allra
manna, tii þess fáfróöasta sem til þess vitrasta.
Þetta nj'i'ja heimsyfirlit er ekki sprottið upp af því eldra.
Ekki er þaö heldur gróöur hins eldra, en sízt af öllu er það
samrýmanlegt hinu eldra. Þaö á upptök sín í rannsókn og
fræöslu hinna síðari tíma. Gildi og gagnsemi getur það því
ekki tilreiknað sjer frá því hve það sje gamalt að þaö sje arf-
takandi og skyldgetinn afkomandi hinna eldri hugsjóna, er
leitt hafa menn á liðnum öldum slökt óróleik þeirra og fundiö
þeim friö. Sitt eigið gildi verður þaö aö heimta frá þeim sann-
leika sem í því felst,
Spyrji menn, hefir þetta nýja heimsyfirlit nokkurt gildi,
þessi nýja skoðun? Er svarið ekki gefiö, með því að segja,
“já,” Þaö er alveg þaö sama og þetta gamla, það er af því
sprottið. Heldur veröur að svara hinu til, með spurningu
við spurningu, er það ekki í samræmi við þann sannleika til-
verunnar sem vjer þekkjum, er það ekki það sannasta sem vjer
fáum greint? Hefir sannleikurinn ekki gildi? Er nokkurt gildi
til utan við takmörk sannleikans?
Ení mörgum tilfellum eru ekki þessi svör greidd. Iíeldur er
hlaupið til og farið að vernda hinar nýju skoðanir með því að
þær sjeu gamlar. Og þó sjá allir aö þeím er engin vernd ! því,
vegna þess að sannleiksgildið er það eina sem ræður um gildi
alls. “Þetta er skoðun Lúters.”
Því skyldi það ekki. Þessar skoðanir eru svo sem afrakst-
ur þeirra kenninga að maðurinn hafi í upphafi verið alfullkom-
inn og heilagur, að heimurinn hafi verið skapaður á 6 dögum,
að jöröin standi kyr, að niður um grafarbotninn sje stigið niður
til helvítis, að himininn sje fastur staður fyrir ofan jörðina, að