Heimir - 01.11.1913, Blaðsíða 15
HEIMIR
111
prestar og kennimenn mjög pupplýstir og margir vígöir til em-
bættis er alls engar skólauppfræöslu höfðu notið. En eftir
daga Guöbrandar Þorlákssonar Hólabiskups er þessu oröib
breytt. Riblían komin á íslenzka þýöingu og skólar settir.
Eftir aldamótin 1600 má því segja að lúterska kyrkjan sje kom,
in á fastan fót, Kennimenn lútersku kyrkjunnar eru því þeir,
Brynjólfur Sveinsson, Hallgrímur Pétursson og Jón biskup
Vídalín.
Hver er þessi lúterska kyrkja og hvaö kennir hún og hvaö
segir hún um sjálfa sig? Mætti kannske spyrja áöur en lengra
er fariö, svo vjer fáum áttaö oss á hvert skoöanasviö hennar er-
Þaö hjálpar oss til aö skilja betur afstööu hinnar nýju skoðunar.
Það er þá hið fyrsta aö hún kennir það að menn dýrki hinn
sanna guð, þeir sem kristnir eru, og falsguði, þeir sem eru
heiðnir, Upphaflega þektu menn hinn sanna guð af yfirnáttúr-
legri opinberan, en sökum synda viltust út í hjáguðadýrkun
og heiöni,
Þó var þaö ein þjóð sem geymdi þekkinguna á hinum
sanna guöi, en það voru Gyöingar. Hann birti þeim vilja
sinn og fyrirætlanir, með bókum G. T. Þó náöi ekki sá vilji
eða fyrirætlan nema til viss tíma, eöa þangað til sonur guös
kom í heiminn. Þá breytti hann bæði boðum lögmálsins er
guð hafði sett, og fullkomnaði trúarþekkinguna. Sú trú sem
hann kendi er hin sanna og fullkomna trú og nefnist Kristin-
dómur. Fullkomnasta þekking á guði fáum vjer í biblíunni,
sem er opinberun frá guöi sjálfum. Spáinenn Gyöinga hafa
skrifaö G. T. en postular Krists og þeirra lærisveinar það Nýja,
en hvorutveggju 6amkvæmt ráöstöfun guös og meö aöstoð hans
anda. Biblían er því alheilög og alsönn bók og trúarbók
kristninnar.
Guö er alfullkomin vera sem öllu er æðri.öllu stjórnar.
Hann er ósýnilegur og ótakmarkaður, sem hefir líf, vitund og
frjálsræöi, en engan líkama eöa limi. Hann er eilífur óum-
breytanlegur, alstaöar nálægur. almáttugur, alskygn, alvitur,
heilagur, rjettlátur, algóður og alsæll.