Heimir - 01.11.1913, Blaðsíða 17

Heimir - 01.11.1913, Blaðsíða 17
HEIMIR 113 Góðu englarnir, vegsama guð, framkvæma linns boð, vernda guðhrædda, fiytja sálir tröaðra í Paradfs. Menn eiga að reyna að líkjast góðu englunum en ekki mega J>eir tilbiðja f>á. Upphaflega voru Adam og Eva heilög, en ISatan kom Evu til að ólilýðnast guði með J>vf aö eta af skilningstrjenu, en hún kom manni sfnum til pess. Var það fyrsta syndin, sem gjörði llkama þeirra dauðlega og setti s&lu þeirra á vald þess illa. Hafa allir menn sfðan fengið spillt eðii frá hinum fyrstu for. eldrum, og er [>að undirrót illra tilhneiginga og spillingar er kem- ur fram í daglegri breytni, eru því allir menn syndarar. Synd er brot móti guðsvilja. Syndirnar eru drjfgðar með hugrenningum, orðum og gjörðum. Þær eru misstórar og verð- skulda misjafna hegningu, þó er engin svo smá að ekki verð- skuldi hón fordæmingu. Sumar eru breyskleika syndir koma þær fram hjá guðhræddum mönnum, aðrar eru ásetnings syndir, korna þær fram hjá óguðlegum. Syndin er orsök dauðans hjer f heimi, og laun liennar eru eilffur dauði, en það er útskúfun frá guði um alla eilífð. Guð sá syndafall mannsins fyrir, en afstýrði því ekki, vegna þess þá liefði hann orðið að taka burtu frjálsræði manna. Hatin fyrirbjó þvf frelsi heimsins með þvf að senda son si^n Oesúm Krist í heiminn til að endurleysa mennina, frelsa þá frá andlegum og eilffum dauða. Vegna hins synduga eðlis mann- anna fyrirbjó liann ekki írelsun frá þessa lffs dauða, en ætlast þar á móti til að böl og þrautir þessa lffs sje skóli til undirbún- ings undir hið næsta. Jesús Kristur sonur guðs kotn f heiminn á þann liátt, að hann var getinn af lieilögum anda. fæddur af mannlegri móður, en átti engan mannlegan föður. Móðir hans hjet María. en Jósep maður hennar var kallaður faðir lians. 8íðan eftir fæðing- una liefir guðsson tvö eðli, guðlegt og mannlegt, er sannur guð og sannur maður, undir eins. Hann fæddist f borginni Betlehem og að guðsboði var nafndur Jesús, sem þýðir frelsari, en liann er líka nefndur Kristur eða Messias, setn þýðir hinn smurði, 8pá- menn, æðstu prestar og konungar voru smurðir hjá Gyðingum, bendir þvf nafnið Kristur á að hann er hinn sanni spámaður, æðsti prestur og konungur. 8pámannseinbættið er í því fólgið að hann spáði og gjörði kraftaverk. Sannaði það Ifka að hann væri af guði sendur.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.