Heimir - 01.11.1913, Síða 18

Heimir - 01.11.1913, Síða 18
HEIMIR 114 Æðstprestsembættið er f því fólgið að hann fórnaði sjálfum sjer guði til offurs fyrir syndir mannanna. Með pví að Jiola kvalir og dauða friðþægði liann mennina við guð. Eftir dauðann stje hann niður til helvftis til þess að auglýsa kraft endurlausnarinnar. Eftir dauðann reis liann upp úr gröfinni á ifja degi og sannaði með þvf girðdóm sinn. að liann er sigurvegari syndarinnar, dauð- ans og djöfulsins. Og lfka svo að allir menn eiga að rfsa upp fir gröfinni. 8tje liann til liimins 40 dögum síðar, byrjar þáhans konungs- embætti, sem er einkum fólgið í þvf að hann stjórnar kyrkju sinni, Hann er konungur yfir þreföldu rfki. Ríki máttarins, það er öllu sköpuðu á himni og jörðu, ríki náðarinnar, söfnuði trúaðra lijer á jörð, og rfki dýrðarinnar, það er englum og útvöldum á himnum. Fyrir burtför sfna lofaði Ivristur lærisveinum sínum |>vf að senda þeim heilagann anda. Nær þetta fyrirheit til allra kristinna manna á öllum tímum. Er því heilagur andi ávalt lijá þeim trúuðu. Til þess menn geti orðið aðnjótandi friðþægingar ‘Krists verða þeir að verða að nýjum og betri mönnum. Heitir |>að afturhvarf, þannig að menn iðrast misgjörðanna, finna til hrygðar yfir [>vf ástandi sem þeir eru f og snúa von og trú til Krists. En vegna [>ess að menn eru syndum spiltir geta þeir livorki rjettilega iðrast eða trúað á Krist án hjálpar heilags anda. En án liins rjetta afturhvarfs fá þeir livorki fyrirgefning syndanna eða eilfft lff. Ileilagur andi veitir mönnum lijálp til sannrar iðrunar og trúar með því hann kallar þá, upplýsir, endurfæðir og lielgar. Köllunin er að H. andi byður mönnum hjálpræði Knsts. Þeir seni hlýða kölluninni og standa st.öðugirí trúnni eru vtvaldir Upplýsinfi H. anda er að veita mfinnum rjettan skilning á sálu- hjálparþörtinni, endur f æðingin er að vekja nýtt lff i sálum manna, von, góðan ásetning. En grundvöllinn undir endurf. leggur H. andi með skfrninni Er hún þvf nauðsynlegt s&luhjálpar- atriði og án hennar útvalningin óvís, ef ekki ómöguleg. H e I g- nnin er H. anda varðveizla liins nýja lffs hjá manninum, svo hann geti tekið stöðugum framförum f öllu því er guði þóknast. Sje maðurinn orðinn þannig sanniðrandi og sannlriiaður, fyrirgefur guð honum syndir hans vegna Krists. Er þetta kölluð rjettlætingin af trúnni, gagstætt rjettlætingu af verkunum sem er ómöguleg [>vf öll mannaverk eru ónóg f guðsaugliti.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.