Heimir - 01.11.1913, Síða 23

Heimir - 01.11.1913, Síða 23
að dæma. að eins vanþekkingin og ófullkomlegleiki mannsins, sem hann liefir tekið að erfðum frá foreldrum og forfeðrum, eins og líka þekkjnguna sem er að smá liefja hann upp úr eymd og ólfini. Um náðarverk Heilags anda er nýja guðlr. orð fá. Talar hún mest um níiðarverk og helgun Jesú og áhrif lians á menn- ina. En það er í alt öðrum skilningi en Lút. kyrkjan, er skiftir hjerverkum milli hinna B. persóna guðdómsins. Iðrun og aftur- livarf talar hún um, en í alt öðrum skilningi en lúterskan. Iðr- unin ekki sprottin af syndatilfinningu yfir gjörspillingu mann- legs eðlis, lieldur vegna sjerstakra inisgjörða mannsins er fram- kallar hjá lionum sekta tilfinningu. Þannig ef hann ekki hefst illt að myndi hún ekki krefja iðrunar, enda væri þá ekki um annað að iðrast en það að hafa orðið til. Rjettlætingu af trú lieldur liún þó frarn á sama hátt og lúterska kyrkjan, en heldur þð verka rjettlætingu fast fram líka. Um köllun, útvalningu, upplýsingu og endurfæðingu liefir liún ekkertlátið í ljósi er hægt sje að segja að talist geti til kenn- ingar. En öll þessi orð notar hún, en yfir livað, og í livaða skiln- ingi er enginn ný-guðfræðingur búinn að skýra enn Um kenninguna um eðli kyrkjunnar er ávalt Jtjóst talað af n.-guðfræð. Hvort hún er skoðuð sem ein meðal margra stofn- ana mannfjelagsins er mennirnir hafa sjálfir komið á fót, eða liún eigi lireinan og beinan uppruna sinn frá guði sjálfum, eða þá þar mitt á milli, sem nokkuð er erfitt að skiija hvað er, er ekki enn komið greinilega í ljós. bó hafa þeir hafnað skilningi lút- erskunnar á kyrkjunni og hinum annarlegu skiftingum liennar, í samfjelag heilagra, riki náðarinnar, st.ríðs og sigur kyrkju og þessa líku. Má óliætt fullyrða að nýja guðfr. telji kyrkjuna þó ekki vera sama og guðsrfki, svo að utan hennar sje um enga vel- ferð manna og sáluhj&lp að ræða. Ekki er heldur kenning n. guðfr. uru skírn og sakramenti liin sama og lút. kyrkjunnar. Altarisakramentið er minningar atliöfn um kærleika Jesú til mannanna og loíslarvættisdauða lians fyrir sannleikann. Þó eru lijer við athöfn þessa viðliöfð sömu útdeilingarorðin og í lút. kyrkjunni og er þá erfitt að vita livað átt er við með þeim. Um skírnina segir nýja guðfr. að hún sje sáluhjálparatriði, ■en ekki er hún þó reiðubúin, eftir því sem oss skilst, að segja að

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.