Borgarinn - 10.11.1923, Blaðsíða 4

Borgarinn - 10.11.1923, Blaðsíða 4
4. B0R6ARINN Rúgmjöl Rúgur Bankabygg Hrísgrjón selur ódýrast Gunnl. S. Stefánsson Corona-ritvjel lítið notuð, til sölu nú þegar með tækifærisverði. Ritstj. vísar á. Skríll. Hvað er skríllf Það er hópur manna, er hvorki virða guð nje föðurlandið, — ,,al- heimsborgarar,“ — sem eru latir öfundssjúkir og slæmir feður. Menn sem látast vera bjartsýnir — en eru þó sífelt að reyna að stofna til vand- ræða, — menn sem brjóta landslög, en látast vera saklausir og tala. meö mikilli mærð um lögbrot og spill- ingu annara, — menn. sem spilla vinnugleði verkamannsins og koma á stað úlfúð og illindum í landinu. Slíkir menn — og engir aðrir ■— eru skríll.------ í 98. tölublaði Alþýðublaðsins skýrir danskur „heimsborgari“ ís- lenskum verkamönnum frá því, — að þeirra fáni sje ekki íslenski fán- inn. Aff skrílnum undanteknum, er ekki einn einasti maffur í landinu ■er afneitar íslenslca fánanum. (Stefnan Nr. 2.). --------x------ Loftorustan. Framh. Og það er einmitt þess vegna að þeir eru sendir á þennan hátt. Þessir al- þjóðaþjófar hafa verið svo áleitnir í seinni tíð að gimsteinasalarnir eru orðnir smeikir að senda nokkuð með járnbrautunum eða skipum; en þeic treysta því að með því að senda þá með flugvjel sjeu þeir öruggir og fjelagið hefir ábyrgst að þjer lentuð ekki fyr en í Amsterdam. Og við treystum yður nú.“ „Jeg vona að ykkur sje það líka óhætt, í það minsta skal jeg gera alt sem í mííiu valdi stendur,“ svaráði flugmaðurinn. Umsjónarmaðurinn benti honum síðan á manninn sem hafði gimstein- ana með sjer og kvaddi flugmann- inn. ( Flugmaðurinn gekk nú til vjela- meistarans, sein beið eftir honum og spurði: „Er alt í góðu lagi, TJiompson?“ „Já alt er í lagi herra,“ svaraði hinn, „það verður gott veður í dag, þetta verður góð ferð.“ „Jeg er á sama máli,“ svaraði flugmaðurinn um leið og hann steig upp í sæti sitt. Flugmaðurinn reyndi fyrst stýrið og setti síðan báðar vjel arnar í gang og beið þess að merki yrði gefið um að halda af stað. Dyrunum var lokað að farþega- rými vjelarinnar. Og nú hóf vjelin sig frá jörðu. Farþegarnir voru alls tíu og allir sátu þeir í strástólum við bina litlu glugga á farþega- rýminu. Maðurinn sem varmeð gim- steinana hafði þá í smá leðurtösku, sem liann hafði látið á hnje sjer og hjelt fast um hana; hann horfði beint fram undan og leit lielst út fyrir, að hann tælri ekki eftir sam- fcrðamönnum sínum. Hinir tveir menn, sem sátu fyrir framan hann töluðu saman í hálf- um hljóðum, og virtúst mjög upp- lagðir til gamans. Samt sem áður leit út fyrir að þeim yrði hverft við, er vjelin hóf sig til ílugs og stímir af farþegunum náhvítnuðu. IJin miklu óhljóð í skrúfunum gerðu þessa hræðslu að verkjum. Þeir fundu að vjelin kiptist dálítið til og nú hóf hún sig á loft. Tíu menn horfðu út um giúggana og sáu jörð- ina smátt og smátt fjarlægjast. An þess að geta talað saman vegna hins mikla skarkala í vjel- inni horfðu ferðamennirnir út um gluggana og störðu á landið, sem lá fyrir neðan þá, og sem þeir áttu bágt með að átta sig á, hvað var. Kirkjuturnarnir teygði sig lítið eitt upp í loftið ti J þeirra og þeir sáu jáínbrautarlínurnar með hinum ó- teljandi teinum teigja sig í allar áttir. Þeir urðu alls eklri varir við hina miklu ferð, sem á, þeim var, en hið fagra æfintýraland, sem þeir Flýir áuratir: Melónur Vínber Epli, 2 teg. Appelsínur fást í Matarversluninni. Lítil borövog með lóðum til sölu ódýrt. • Ritstj. vísar á. Grammofón-fjaðrir allar venjulegar stærðir eru til í Úrsmiðjunni á Strandgötu' 31. sáu fyrir neðan sig, minkaði stöð- ugt. London breiddi sig út fyrir neðan þá og smáþorpin í kringum hana hurfu, en þeir urðu eigi varir við liina miklu ferð fyr en þeir sáu skuggann af vjelinni, sem þaut yf- ir landið hraðar en nokkur bifreið. Ferðamennirnir sátu enn og störðu niður fyrir sig. Vjelarnar voru æ jafnháværar og gleyptu öll önnur hljóð. Einn af ferðamönn- unum tók upp áttavita til að sjá í hvaða átt þeir hjeldu. Það var norð-norð-austur. Hann hnipti í manninn, sem sat við hliðina á ’mn- um og syndi honum áttavitaui; Iíann brosti og benti niður fyrir sig. Ilinir tveir menn beygöu sig livor. til annars og reyndu að láta orðið „Norðursjórinn“ heýrast. Ilinir ferðamennirnir litu nú við og fóru að líta í kringum sig og' nokkrir aðrir reýndu að segja hið sama,íyrst með orðum,en síðan með brosi og hneigingum. Það fór í sann- leika svo vel um þá hjer í hinum skrautlega sal, að þeir gleymdu al- veg hættu þeirri, er þeir voru í. — Litlu dyrnar í afturenda flugvjelar- mnar voru notaðar til að komast mn í og fara út úr farþegarýminu, og á hinum dyrunum andspænis þeim stáð ,Aðgangur bannaðúr!1 sem auðvitað vakti forvitni þeirra.

x

Borgarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarinn
https://timarit.is/publication/444

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.