Brúin


Brúin - 08.12.1928, Side 2

Brúin - 08.12.1928, Side 2
2 BRÚIN S382 œ Verzlunin Verðandi Austurgötu 3. Með síðustu skipum höfum vér fengið mjög mikið af vörum, er seljast með sérstaklega lágu verði. Fyrir konur: Slæður, mikið úrval. Silkisokkar. Silki-undirföt. Silki í svuntur og slifsi. Kvenpeysur og vesti o. m. m. fl. Fyrir karlmenn: Alfatnaðir, bláir og mislitir, Rykfrakkar, nýjasta snið. Hattar1 húfur, skyrtur, Bindi, flibbar, slaufur, Peysur, sokkar, og treflar. Alls konar fatnaður fyrir börn til Jólagjafa. Margir gagn legir og fallegir munir t. d. Dívanteppi og Veggteppi frá kr. 3,30. AVikið uryal af buddum og veskjum, ylmyötnum og sápum. Myndarammar margar tegundir. Gefum 10% afslátt af öllum ofantöldum vörum til Jóla. Kven- og telpu-Kápur seljast með 15% afslætti Virðingarfylst. Verzlunin Verðandi Steingr. Torfason. IS3 m i «388. ■S3S3 i«383 BRÚIN r p Ba Utgefandi og ritstjóri; ■« •; •: Yaldimar Long, <; !: Bröttugötu 7 -t— Sími 138. j: •; Innheimta og afgreiðsla ;j ;; Strandgötu 16. • • ;; Prentað •; ;• í H.f. Prentsm. Hafnartjarðar. •; Alpýðufræðsla Hafnarfjarðar Undanfarna vetur hefir félagi'ð Magni gengist fyrir því, að haldn- ir væru alþýðufyrirlestrar í Hafnarfirði. Til fyrirlestra þess- ara hefir vcrið vandað svo sem framast mátti vera. Fyrirlesar- arnir hafa verið þjóðkunnir og skemtilegir ræðumenn, sem kunnað hafa að taka áheyrendur þeim tökum er þurfti, til að fvr- irlestrarnir gætu orðið hvort- tveggja í senn, fróðlegir og skemtilegir. Það hefir líka verið mál þeirra flestra, sm á þá hafa hlýtt, að betri skemtun gæti vart fengist, og þeim kvöldum væri vel varið, er þeir hefðu á fyrir- lestrana hlustað. f vetur er fyrirlestrum þessum haldið áfram, með sama fyrir- komulagi. Þeir eru haldnir hvert fimtudagskvöld kl. 9 siðd. í sam- komusal bæjarins í gamla barna- skólanum. Nokkrir fvrirlestrar liafa þegar verið haldnir, og margir ágætir fyrirlesarar liafa lofað að koma síðar. Allir fróðleiksfúsir Hafnfirð^ ingar ættu að fjöhnenna á fyrir- lestra þessa. . E. J. Bæjarbragur. Það, sem ókunnugur tekur einna fyrst eftir, er hann kemur í hús eða bæ, er það, hvernig um- Jiorfs er, livernig þrifnaður og smekkvísi ihúanna er, og metur hann ósjálfrátt menningu og Jiugsunarhátt þeirra eftir því. Mörgum fiskiþorpunum okkar liefir ekki ósjaldan verið borin illa sagan, og oft ekki að ástæðu- lausu, en öll höfum við fundið þá þægilegu kend, sem gripur mann, er komið er inn á hreinlegt og smekklegt heimili eða þorp, þótt fátæklegt sé,og hve göfgandiáhrif það hefir, að dvelja á slikum stað. Það er lika liollur metnað- ur og menningarauki fyrir hvern einn, að skara þar fram úr og gera það, sem liann best getur i þeim efnum, heimili sínu og bæj- arfélagi til sóma. Ef við lítum í okkar eigin barm, Hafnfirðingar, þá verðum við varir við mikla breytingu til bóta á síðustu árum, þó mikið sé ógert enn, og vildi eg drepa á nokkuð af því, sem mér þykir! vera á réttri leið í þessum efnum, og einnig nokkuð af binu, sem bet- ur mætti fara en nú fer. Fyrir nokkru síðan var víða kastað ýmsum úrgangi, sem kem- nr frá heimilunum í gjótur í hrauninu á við og dreif, og þótti það ekki nema sjálfsagt, að nota sér þá guðs gjöf, gjóturnar, þótt nálægt húsum væri. Frárensli frá mörgum húsum var, og er enn, leitt í gjótu eða Iiolu undir gólfi liússins, hins ekki gætt, að sú glufa gæti fylst smátt og smátt af ýmsum óþverra, er flyttist með vatninu og for myndast undir húsinu, cnda hefir ekki óviða bor- ið á megnu ólofti í búsum, af þessum ástæðum, ef ekki hefir verið því betur gengið frá öllum leiðslum. Ennfremur var það ekki óalgengt, að frárenslinu var veitt í göturæsin og jafnvel út á göt- ur, þó nýlagðar væru. Vegna þess- ara staðhátta, hrausins, sem bær- inn er reistur á, átti sú hugmynd sér áður örðugt uppdráttar, að lögð væru lokræsi í götur, og frá- rensli húsanna hleypt þar í, en nú á síðustu árum eru augu bæj- arbúa að opnast fyrir þessu sjálfsagða þrifnaðarmáli, og i þær götur, sm lagðar hafa verið í seinni tíð eða rífa hefir orðið upp vegna aukningar á vatns- leiðslunni, hafa lokræsi verið lögð í þær um leið, þrátt fyrir dýrleikann við lagninguna og öll- um þorra bæjarbúa fundist það sjálfsagður lilutur. Sjúkrahúsin bæði, barnaskólinn og mörg fleiri Jiús, hafa nú gott lokræsasam- band, og á næstunni eykst þetta óðum, eftir þvi sem efni leyfa. Samt verður að athuga það, að ekki er nóg að koma frárenslinu einhvern veginn til sjávar, eink- anlega þar sem eins hagar til og hér, að fáar uppfyllingar eru, sem ná að. stórstraumsfjöruborði, og straumurinn ber það, er fer út í sjóinn i botni fjarðarins upp á eýrarnar sunnanvert við lækinn. Á eg þar við frárenslið, er keinur frá Hamrinum. Þann umbúnað þarf endilega að laga sem fyrst, og dettur mér í hug, hvort ekki ! væri heppilegt að gera þar stærð- | ar rotþró, sem svo skilaði frá- renslinu nokkurnveginn hreinu frá sér í fjöruna. Jafnframt fynd- isl mér, að með því fyrirkomu- lagi væri hægt að gera tilraun, lagi væri liægt að gera tilraun um það livort, frá fjárliagslegu sjón- armiði, — þrifnaðifin tala eg ekki um, — væri ekki gerlegt að hafa rotþrær við öll aðallokræsin, áð- ur en þau liggja til sjávar. Það hlýtur að vera mikið verðmæti fólgið í óburði þeim, er þar myndi safnast fyrir, og ekki ómögulegt að það myndi vinnast upp tals- verður hluti kostnaðarins, ineð því að selja áburðinn úr þrónum. Ennfremur verðum við að liafa það hugfast, að vonandi líða ekki mörg ár, þar til við fáum lokaða höfn, og þá dugar ekki að veita skólpinu í höfnina, án þess að einhverskonar lireinsun fari fram áður. Sorphreinsunin liefir ekki ætíð verið i góðu lagi; hefir það oft verið báðum aðilum að kenna. Húseigendur liafa vanrækt að liafa ilátin sterlc og nógu stór, ogi sá, er hreinsa átti, ekki komist yf- ir það eins og skyldi, sumpart af tímaleysi (of fáir menn um starf- ann, einkum á veturna), sumpart máske af hirðuleysi. Þegar mis- brestir verða á þessu, ber hús- eiganda fyrst og fremst að bæta það, sem áfátt kann að vera frá hans hendi, og láta heilbrigðis- fulltrúa eða heilbrigðisnefnd vita um slíkt og treysta þvi, að hún kippi því í lag, þótt það ef til vill hefði dálítil aukin útgjöld í för með sér. Gúmmístígvél Nýkomiö feykna byrgðir af gummí stígvjelum karla, kvenna og barna. Gœðin hvergi meiri. verðið hvergi lægra. F. Hansen Mikill og lofsverður áhugi hef- ir líka vaknað á síðustu árum, fyrir að jirýða í kringuin húsin, og þó jarðvegur sé viða litill til gróðurs, þá er liér veðursæld mik- il. Er ábyggilegt, að gróðurinn i Hellisgerði hefir valdið þar miklu um, því þó einstaka menn hafi áður haft opin augu fyrir feg- urð þeirri, er jurtirnar skapa, þá komst ekki almennur skriður á það mál fyr en tekið var til rækt- unar í þessum skemtireit bæjar- ins, og þó erfitt sé hér til rækt- unar, þá verður hún rikulega end- urgoldin, því óviða eru eins og liér frá náttúrunnar liendi jafn einkennilegir og fallegir klettar, hvammar og gjótur, sem unun er að prýða. Að lokum vildi eg minnast á tvent, sem engum bótum hefir tekið. Fyrst það, að negla upp cða líma misjafnlega skrifaðar og stýlaðar auglýsingar, sem oft hafa ekki verið okkur til sóma. Þetta lagast nú vonandi, þegar við liöf- um fengið bæði blað og prent- smiðju. Hitt er sá ljóti ósiður, sem ekki er svo sjaldgæfur hér, að engin rúða fær að vera lieil í liús- um þeim, sem ekki er ihúð í. Ber slík skemdafýsn ekki vott um gott uppeldi eða menningu. Er uldrei of oft brýnt fyrir börnum

x

Brúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.