Brúin


Brúin - 02.02.1929, Qupperneq 1

Brúin - 02.02.1929, Qupperneq 1
 1. árg. Laugardaginn 2. febrúar 1929 10. tbl. t Mathias Mathiesen skósmiður andaöist á fimtudaginn var aö heimili sínu, Miðsuudi 3, hjer í bæ. Hafði hann átt við megna vanheilsu að stríða síðustu árin. Æfiatriða þessa látna atorku- og sæmdarmanns, verður minst nánar í næsta blaði. Minningarorð l I AUn I Bjarna Sigurðsson frá Móakoti. Bjarni Sigurðsson frá Möakoti andaðist að heimili sínu, Hverfis- götu 29 hjer í bæ, 2. nóvember síðastliðinn, tæpra 73 ára. Hann -var fæddur að Minna-Knararnesi á Vatnsleysuströnd 4. deéember 1856. Foreldrar hans voru pau Sigurður Gíslason bóndi að Minna- Knararnesi og kona hans Mar- grjet Bjarnadóttir ljósmóðir. er bæði voru orölögð sæmdarhjön, einkum var henni viðbrugðið fyrir góðvild og hjálpfýsi við alla er hún náði til. Bjarni sál ólst upp í foreldra- húsum undir handleiðslu sinnar ágætu móður. Kendi pún honum það er hún kunni, og hygg jeg að sú fræðsla hafi verið honum notadrjúg og raunhæf í baráttu lífsins. Að öðru leyti naut hann lítillar fræðslu á bernskuárum, eins og títt var um börn alþýðu- manna þeirrar aldar. Eftir fermingaraldur fjekk hann um skeið tilsögn í re'ikningi og skriít og aflaði sjer þeirrar ment- unar er kostur var á með lestri góðra bóka, enda var hann fróð- leiksfús og bókhneigður alla æfi. 1 Það var augljóst þegar í æsku hvert hugur hanS stefndi því á 12. ári rjeðst hann í það stórræði að röa á vetrarvertíð 4. maður á bát með föður sínum, enda var sjómenskan upp frá því annar megin þátturinn í lífsstarfi hans. Þessi störhugur 12 ára drengsins er glöggur spegill þeirrar atorku og starfýsi, er síðar voru dyggir förunautar hans til hinstu stundar. Um tvítugt tók hann við for- mennsku á skipi föður síns og kom þá brátt í ljós, að hann var búinn öllum hinum bestu kost- um, sem til þess starfa eru nauð- synlegir, ef.vel á að fara. Hjá honum för saman í formanns- starfinu kapp og forsjá, gætni og djarfsækni, aílasæld og stjórnsnilli, hugdyrfð og prúðmnehska í hverri raun. Eins og að líkindum lætúr var viðureigriin við Kára og Ægir oft tvíræð svo vart mátti á milli sjá o^Tið það kannast allir, sem sjöróðra stunda, eða hafa stund- að á opnum fleytum alla tíma ársins, hve mikið ríður þá oft á öruggri stjórn, gætni og forystu- hæfileikum pess er stjörna á. En Bjarna heitnum fórst það alt svo vel, að það var einröma álit þeirra er til þektu að fáum myndi bet- ur hafa tekist. Árið 1891 kvæntist Bjarni heitínn eftirlifandi ekkju sinni Ivristínu Jónsdóttur, bönda að Móakoti á Vatnsleysuströnd og Bjarni Sigurðsson, frá Móakoti. konu hans Þördísar Sigurðar- döttur. Voru þau hjön um tíma í húsmensku í Möakoti, en töku lítlu síðar við jörðinni og búfor- ráðum. Bú munú þau hjön hafa sett saman af litlum efnum, en fyrir atorku og dugnað þeirra beggja jukust efnin smám saman, enda voru sjálfsbjargarhvötin og sjálfstæðisþráin jafnan sterkir þættir í skapgerð þeirra beggja. Þegar Bjarni heitinn tök við bú- forráðum opnuðust fyrir honum ný starfssvið. Bújörðin var þá mjög lítil. Túnið ])\rft og ræktun ]>ess að öðru leyti ábötavant, en skilyrði til aukinar ræktunar all góð, eftir því sem gera er þar um slóðir. Hjer var því verkefni fyrir starffúsa lund og brátt kom það í Ijós, að honum fór ekki miður úr hendi jarðræktin en sjömenskan. Óöum fækkaði peim þúfunum í Móakotstúninu, uns’pað var orðið að rennisljettri flöt. En hjer var ekki staðar numið. Næst var að taka öræktar móann, sem utan túns lág og breyta honum í sljett og ræktaö tún. Á þenn- an hátt mun hann hafa stækkaíP túnið meir en til helminga og margfaldað pað töðufall er var af þessu litla grasbjdi er hann tók við því. Ivomið upp matjurta- görðum stórum og góðum utan túns og innan. Byggt snoturt íbúðarhús, fiskgeymsluhús, hey- hlöðu og fjenaðarhús. Öll umgengni utan húss og innan þótti bera vott um þrifnað, hyggni og dugnað húsbændanna. Af opinberum málum gaf hann sig lítið, mun hafa fundið sig skorta tíma til að fylgja þeim svo fram, að gagni kæmi, en fylgdist þó vel með öllum framfaramálum og því er hann áleit alþjóð varða. Að málefnum síns sveitafjelags starf- aði hann af alhuga og átti um mörg ár sæti í sveitarstjórn Vatns- leysustrandarhrepps og þótti hann jafnan leysa það, vandasama og vanþakkláta starf af hendi með samviskusemi, gætni og mannúð, sem önnur störf sín. Sem heimilisfaðir var hann mjög skyldurækinn og umhyggju- samur, og segja má að heimilið væri heimur hans. Því helgaði hann að mestu alla sína starfs- krafta. Hann var glaður í lund, skemt- inn og orðheppinn í viöræöum, hreinskilinn og ljet það fara, er hann taldi satt og rjett, án tillits til þess hvort líkaði l)etur eða ver, enda þoldi hann sjálfurmanna best bersögli. Hann var hjálp- fús og bóngóður, skilvís og vand- aður i öllum viðskiftum og vildi ekki vamm sitt vita i neinu. Þau hjón eignuðust 4 börn: Jón vjelstjóra á Gullfoss, kvænt- ur og búsettur í Reykjavík. Mar- grjeti, gift og búsett hjer í bæ, Sigurð, kvæntur og búsettur í Reykjavík, Þórður, ókvæntur bú- settur hjer í bæ. Arið 1923 brugðu þau hjón búi og fluttust hingað til bæjarins. Heilsa hans var þá mjög að prot- um komin og starfsorkan að fjara út, en starfsþráin virtist vera hin sama fram að æfikveldi. Starfssvið hans var á Vatns- leysuströndinni og við það byggð- arlag er lífsstarf hans að mestu leyti bundið. Þar lifa verk hans og minning löngu eftir .að hann er til moldar gengirin. íslenska bændastjettin á hjer að bak að sjá, atorku og eljumanni, sem vann sitt hlutverk með trúmensku og samviskusemi. Hirti aldrei um að hreykja sjálfum sjer hátt, eða vekja á sjer athygli annara, en var i lííi og starfi trúr sjálfum sjer, þjóð sinni og ættjörð. Þejm fækkar nú óðum gömlu góðu sævíkingunum á Vatnsleysu- ströndinni, sem sóttu gull i greip- ar ægirs á oprium fleytum, knúð- um fram af árum og seglum. Tönn tímans heggur smátt og smátt skörð i fylkingu þeirra, en minn- ingin um dugnað og hetjudug liflr og er ögrandi hvöt nútíð og framtíð, til starfs og dáða. Farðu svo vel aldni sægarpur, úr sjódrifi þessarar tilveru og húmi æíikveldsins, inn á sól- brosandi vonaríönd ókunnrar veraldar, fram til þarfa, fleira að starfa, rneir að gera guðs um geim. Samferðamaður. Bærinn og grendin. Messur á morgun. í fríkirkjunni ld. 2 síðd. (sjó- mannaguðsþjónusta) Ó. Ó. í spítalakirkjunni, Hámessa kl. 9 árd. Guðþjónusta með predikun kl. 6 síðd. í Garðaprestákalli: Á Bessa- stöðum kl. 1 síðd. Á. B. K. F. U. K. Almenn samkoma á sunnudas- kvöldið á venjulegum stað og tíma. sjera Árni Sigurðsson talar. Aðalfuiidur fjelagsins verður haldin á mánudagskvöldið. Óskað aö fjelagsmenn fjölmenni. Fermingarbörn fríkirkjusafnaðarins í Hafnar- firði eiga að mæta í kirkju safn- aðarins á morgun (sunnudaginn 3. febr.) kl. 12 á hádegi. Sjómannafjelagið heldur árshátíð sína í kvöld, eins og sjá má aí augK'singu á öðrum stað í blaðinu. Fimmtugsafmœli- þann 7. febrúar, næstkomandi á húsfrú Guðrún Árnadóttir að Ási við Hafnarfjörð fimtugsaf- mæli. \ Árnaöarorö til Brúarinnar. Sundrung allri í samúð snú Semdu friðarríki Vertu okkar besta brú bygð svo aldrei svíki. Smælingjanna sjertu svar sein að varpa steinii Gef pví bestu gætur, hvar, grátið er í leyni. Því er mest á pörfin nú pessu í smáa ríki Hver og einn að byggi þrú, brú, sem guði líki. Eyjólfur Slefánsson

x

Brúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.