Brúin - 02.02.1929, Qupperneq 2
2
BRÚIN
Valdimar Long
bóksali
fllafnarfirdi
selur alls konar barnabækur, námsbækur, íræði-
bækur og skemtirit innlend og útlend, pappírs-
vörur hverskonar, ritföng og skólaáhöld.
Er umboðsmaður Bókmentafjelagsins og Þjóð-
vinafjelagsins. — Hefir útsölu Morguns, Strauma,
Vöku, Iðunnar, Hlínar og Nýrra kvöldvaka.
Enn fremur Prestafjelagsritsins og annara böka
Prestafjelagsins. Selur bækur Ferðafjelags íslands
Er einnig útsölumaður Kvennablaðsins Freyju,
drengjablaðsins Úti og vikublaðsins Reykvík-^j:
ingur. — Tekur að sjer útsölu blaða og bóka"^
fyrir sanngjörn ómakslaun.
Bóka-.og blaöamenn! hvort sem þjer því jmrfið
að kaupa eða selja bækur og blöð í Hafnarfirði
og nágrenni hans, pá talið við eða skriíið
Valdimar Long
Verzlunarsími 13. — Heimasími 138.
W»*»»»W#########WWW»W»WW»######^»W###»WW»»W###»W######»W######W»
« ####»»»###W»###—###»»»#########»*»* |
BRÚIN
:j 5555 Útgefandi og ritstjóri; 5555 <;
Yaldimar Long,
Bröttugötu 7 — Sími 138. •:
Innheimta og afgrciðsla j;
Strandgötu z6. — Sími 13. ;•
• | Prentað •;
;j í H.t. Prentsm. Hafnartjarðar. <;
Óskabörnin.
Fyrir nokkrnm dögum hitti jeg
göðan vin minn á götu, hjer í
Hafnarfirði og af því jeg jjykist
alt af verja þeim frístundum inín-
um allra best, sem jeg fórna til
viðtals við hann, þá varð svo
nú sem oftar, að, við fórum að tala
saman. Jeg varð ekki fyrir nein-
um vonbrigðum fremur en áður,
jjví hann sagði mjer meðal ann-
ars mjög fagra og lærdómsríka
sögu. Vil jeg unna öllum lesend-
um „Brúarinnar“ . að lesa og
hugsa útí hana meö mjer.
vSagan er enginn svokallaður
„eldhúsrömann“ því hún gerðist
hjer á landi. Það var á þeim
tíma þegar fyrst var byrjað á
hlutafjársöfnun til að stofna Eim-
skipafjelag íslands. Svo piátti að
orði kveða að upp væri skorin
herör í öllum hjeruðum landsins.
Áhugasömum og greinagóðum
mönnum var falin forusta og
framkvæmd í hlutafjársöfnun jæss-
ari. Einn af þeim mörgu, sem
beðinn var að leggja fje í iyrir-
tækið var norðlenskur böndi,
sem sjaldan eða aldrei hafði farið
á sjó. Hann sagði að eins þetta:
„Hvernig mundi minn búskapur
hafa gengið, ef jeg hefði ekki átt
neinn hest sjálfur, orðið að fara
til nágranna míns og biðja um
hest, í hvert skifti sem eitthvað
þurfti að draga að heimilinu eða
fiytja frá jrví. vSama máli er að
gegna um það land, sem ekki
hefir farartæki á sjönum. Jeg
skrifa mig fyrir 4000 krónum.“
Til sama bónda var farið seinna,
jjegar ný hlutafjársöfnun var hafin.
Þá ljet hann 5000 krónur. Þannig
var skilningur þessa góða manns
á því, hvert Jjjóðheilla og fram-
faraspor var hjer verið að stíga.
Það eru 10 ár síðan, að lítið
atvik kom fyrir um borð í Gull-
foss, sem jeg minnist nú. vSkipið
var á leið frá Reykjavík tií
Stykkishólms. Það var fremur
hráslagalegt veður og talsverður
sjór. Jeg gekk um gólf mjer til
skemtunar á jíilfarinu. Var að
horfa á Snæfellsjökul, hvernig
hann hafði hliðaskifti eftir j)ví
sem ,Gullfoss‘ klauf öldurnar kröft-
uglegar norður fyrir Svörtuloft.
Mjer varð litið á miðlúu skipsins.
Þar sat miðaldra maður, hafði
afar fölt yfirbragð, og eignaði jeg
]>að fremur sjöveikí en blóðleysi.
jeg vjek mjer að honum og segi:
„Þjer líður illa, maður minn?“
Maðurinn leit til mín brosandi
og sagði: „Það er ólukku sjóveikin,
sem jeg er svo vangæfur í sam-
búðinni við, en allur munur er
þó, að vera að ferðast með sínu
eigin skipi. Jeg á fáeina nagla i
honum „Gullfoss“. Það fór eins
og þægilegur ylur um mig, frá
þessum föla manni, mjer varð á
að hugsa á þessa leið. „Máske að
jeg eigi nú rærnar á nöglunum
sem hann eignar sjer“.
Enginn getur giskaö á, við
hvaða neyðarkjör þjóðiri hefði
orðið að búa, meðan striðið stóð
yfir, ef Eimskipafjelagið hefði ekki
verið stofnað. Þar sást sannleiks-
gildi orðanna „J)egar neyðin er
stærst, j)á er hjálpin næst“. Á
þeim tíma, sem þetta var að kom-
ast í frarnkvæmd, heyrði maður
hvorki nefndan „burgeis" eða
,bolsa‘. Hugsunin var þessi: „Þetta
hlýtur aö verða þjóðinni okkar
til blessunar, ef við tökum allir
höndum saman“. Það eru mörg
dæmi þess, að jafnvel fátækir for-
eldrar gáfu börnum sínum sitt
hlutabrjefið hverju. Börnin eins og
inndrukku með móðurmjólkinni
rækt til fjelagsins, sem foreldr-
arnir höfðu látið þá aura í, sem
þau höfðu þó nóg brúk fyrir á
heimilinu.
Stofnun Eimskipafjelagsins er
stórmerkur atburður í menning-
arsögu þjóðarinnar. Atburður sem
er fyllilega þess .verður að hafð-
ur sje í minni og íhugaður alvar-
lega. Sjest af hoftnm, meöal ann-
ars, gleggra en af flestu öðru,
við hvers við erum megnugir
j)egar við tökum höndum saman,
vinnum eins og bræður, að eins
með hag þjóðarheildarinnai; fyrir
augum.
Jeg get ekki hugsað mjer
hvernig það íslenska hjarta ætti
að vera útbúið, sem finnur sjer
nú ekki í fylsta máta misboðið,
þegar þessi óskabörn þiöðarinnar
„skipin okkar“ eru reyrð með
járnum við hafnaruppfyllingu höf-
uðstaðarins. Með öðrum orðum.
Bjarsvættirnir sem guð gaf þjóð-
inni á tíma neyðarinnar, eru nú
fangelsaðir.
f>að var ekki meinig mín með
þessum örfáu línum, að fara út. í
sjerstök atriði þessa deilumáls,
um j)au á maður kost á að lesa
daglega í Reykjavíkurblöðunum,
skýrð af báðum aðilum, seni við
þetta alvarlega mál eru riönir.
En takist nú svo ógiftusamlega
til, að ekki verði komið fult sam-
komulag á, þegar þing kemur
saman 15. n. m., þá mun J)jóðin
hafa uppkveðið sinn stranga dóm
yfir J)eim, sem hún fól uppfóstur
og eftirlit með vaxtarþroska jiess-
ara óskabarria sinna. Þjóðin mun
kröftulega mótmæla slíkri morð-
tilraun sem ])eirri, er nú á sjer
stað við óskabörnin, sem hún á
helgar minningar tengdar við.
Hvað mun norðlenski bóndinn,
sem að framan getur, segja um
þessa ráðstöfun? Mjer finst það
svo samboðið hans myndarskap
að taka sjer í munn orð forsetans
og segja: „Við mótmælum allir“.
Erum við að sýna með jæssari
breytni okkar, hvernig sjálfstætt
ríki á að hegða sjer? Ef svo er
þá sýnum við, „ríki, sem í sjálfu
sjer er sundur])ykt“. Við'höfum
lesið um hvað fyrir slíku ríki
liggur. Það er ábyggilega full
ástæða til þess, þó hver hugsandi
einstaklingur J)essarar J)jóðar
beiddi nú um, að við íslendingar
stæðum eins vel sameinaðir og
við stóðum þegar við vorum að
stofnsetja Eimskipafjelagið. Við
verðum að gæta varhuga við að láta
ekki hinar öfgafullu stjórnmála-
stefnur villa okkur sýn, svo við
þar af leiðandi verðum valdir
að óhappaverkum gagnvart okk-
ar kæru J)jóö. íslendingar hafa
aldrei þolað útlenda kúgun, það
sýnir sagan skýrast, og svo ætt-
um við nú að vera orðnir þrosk-
aðir eftir þann langa reynsluskóla
sem Þjóðin er búin að ganga í
gegnum, að við tökum okkur
veglegra starf fyrirhendur, en að
hafa það á samviskunni að reyn-
ast ótrúir þjóðfjelagsheildinni.
Kæri lesari! hugsaðu út í þetta
alvarlega mál með mjer. Við
skulum dæma okkur htyfðarlaust
sjálfa, gera allar hugsanlegar
tilraunir í þá átt að málstaður
okkar tali sjálfur fyrir sjer. Við
verðum að varast að vinna með
óheiðarlegum meðulum, slíkt hefn-
ir sín jafnan grimmilega. „Skað-
inn gerir mann hygginn, en ekki
ríkann". Látum nú Jiennan skaða
sem við höfum sjálfir á okkur
lagt, gera okkur hyggnari og
varfærnari menn. Þau góðu ár,
sem skaparinn heíir geíið íslensku
þjóðinni nú í samíleytt 8 ár, eru
henni ábyggilega send til að not-
færa sjer þau i framtíðinní, því
óboðnar geta mögru kj^rnar komið
og etið upp þær feitu.
Að endingu. kæri lesari! Ef
J)jer skyldi finnast þetta mál lítið
koma J)jer við og sömuleiðis að
þú lítir á sjálfan |)ig sem al-
gjörlega óhæfann til að eiga hlut-
töku í J)eim vandamálum, sem
öllum hugsandi mönnum liggja
nú þyngst á hjarta, þá er það
stærsli misskilningur. Jeg skal
með gleði benda J)jer á verkefnið,
hver sem staða þín er. Þú ert
mjer jafn kær hvort þú ert ríkur
eða fátækur. Starfið sem jeg vil
leyfa mjer að benda J)jer á, er
að eins þetta. Gaktu jafnt með
sáttarorð miili allra, án minsta
tillits til, J)ó hann eða hún
haíi aðra stjórnmálaskoðun en
þú. Gerðu þetta starf að þínu
hjartans máli og ])jer mun fljótlega
fara að líða betur sjálfum. Hlýjar
hugsanir verða J)jer tamar. Það
mun birta í kringum þig.
28. janúar 1929.
Eyjólfur Slefánsson.
Grafreitur Hafnarfjarðar.
Þar eð jeg heli lesið greinar-
stúf í blaði Hafnfirðinga (Brúnni)
J)ar sem lítillega er minst graf-
reits Hafnarfjaröar, vildi jeg sýna
ánægju mína yfir J)ví að ekki
eru allir hugsunarlausir um það
er honum viðkemur. Er það sýnt
af skrifum A. E. Finst mjer jeg,
sem og aðrir að mínu áliti, vera
skyldugir að styðja mál það að
nokkru, sem ])ar er rætt um, og
þess vegna skrifa jeg eftirfarandi
línur.
Fyrst er talað um vatnsleysi í
grein A. E. og er sem þar segir
mjög svo slæmt að ekki skuli
vera hafist handa, svo fljótt sem
unnt er, málinu til framkvæmda,
þvi trauðla trúi jeg að ekki mætti
ná vatni til grafreitsins með sog-
dælu ef hún væri í sambandi við
aðalæð. Fyndist mjer að slíka til-
raun mætti taka til athugunnar
þótt sjálfrensli J)angað í pípum
hafi verið prófað að mæjingum til,
og reiknast ótækt.
Því næst talar A. E. um lýs-
ing grafreitsins og get jeg ekki
verið margorður þar um, þar eð
jeg veit að margt er bráðnauö-
synlegra, þótt hinsvegar sje
ánægjulegast og best, að alt
væri þar sem ákjósanlegast.
Einnig minnist A. E. nokkrum
orðum á umgengni grafreitsins
utan garðs og innan og er rjetti-