Brúin - 17.08.1929, Side 2
2
bRÚIN
BRÚÍN
Vikublað, kemur út á hverj-
um laugardegi.
Útgefendur:
Nokkrir Hafnfirðingar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson.
Sími 120.
Auglýsingar, afgreiðsla
og innheimta:
Helgi Guðmundsson.
Sími 47.
H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar.
Kirkjugarðurinn.
Mig minnir, að með því allra
fyrsta, sem „Brúin“ flutti lesend-
um sínum, væru hugleið.ingar um
endurbætur og viðhald ó kirkju-
garðinum okkar, og þótti mjer
vænt um að heyra það, ásamt
svo mörgu öðru þarflegu, sem
hreyft hefir verið í „Brúnni“.
En það er máske af því, að
jeg er frekar ókunnugur hjer í
bænum nú sem stendur, að jeg
hefi ekki heyrt neitt minst á
kirkjugarðinn síðan, hvorki í ræðu
nje í riti.
Þó að það sje orðið á eftir
tímanum í sumar, vildi jeg drepa
á eitt atriði, sem nefnt var í á-
minstri grein um kirkjugarðinn,
og er það atriði að minni hyggju
mjög þess vert, að það sje gert
að umtalseíni. Það er vatnið, sem
nauðsynlega þarf að komast upp
í kirkjugarðinn.
Ef til vill er það nokkurt álita-
mál hvort að vatnið getur stigið
svo hátt, en elcki get jeg talið
það neinn útgjaldalið fyrir bæinn,
þó að gengið yrði úr skugga um
það, hvort að svo væri eða ekki.
Jeg hygg að vatnið geti stigið
svo hátt. Og sje svo,^þá mun
það fremur vera kostnaðurinn
við að leggja vatnið þangað, sem
veldur því að ekki er hafist handa,
heldur en hitt að vökumaðurinn
hafi sofnað — þó að slíkt hafi
reyndar áður skeð, og það jafn-
vel vökumaður allrar þjóðarinnar.
Jeg veit, að það er gamla sagan
að kenna öðrum um alt, sem illa
gengur eða aflaga fer, en að koma
með góðar tillögur eiga menn
erfiðara með. Jeg vil nú koma
fram með eina tillögu í þessu
máli. Er hún um það, hvernig
hægt sje (til bráðabirgða) með
minstum kostnaði að koma vatni
upp í kirkjugarðinn. Tillagan er
sú, að lögð sjeu %“ rör ofanjarð-
ar fyir utan veginn, frá þeim stað
í Öldugötunni, sem vatnið er, og
alla leið upp eftir. Með því að
vita hve þetta er langur vegur,
er hægt að sjá með vissu hve
mikið lagningin kostar eða öllu
heldur rörin, því að annan kostn-
að tel jeg hverfandi. Jeg vil að
rörin sjeu keypt og skrúfuð sam-
an vorinu til, undireins og menn
telja það óhætt vegna frosta. Svo
sjeu rörin látin liggja yfir sum-
arið — aðal þörfin fyrir vatnið
er vitanlega um mitt sumarið —.
Á haustin sjeu svo rörin tekin
upp, og þá má selja þau til inn-
anhússlagninga. Mundu þau öll
seljast yfir veturinn og það jafn
dýrt og þau voru keypt. Tel
jeg því að eins rentuna af því
fje, sem liggur í rörunum hólft
árið, sem útgjaldalið við lagning-
una, því að til þess að leggja
rörin og taka þau upp, efast jeg
ekki um að fengjust nógir sjálf-
boðaliðar.
Það er öllum kunnugt, að það
fólk hjer í bænum, sem einna
helst vildi vökva leiði ástvina
sinna, á oft og einatt óhægt með
að komast að heiman á sumrin,
þó ekki sje lengra en upp í kirkju-
garð. Þess vegna hefir mjer dottið
í hug, að sú aðferð myndi ekki
óheppileg, að hafðar yrðu tog-
leðurslöngur út frá vatnsrörunum
í garðinum, sem næðu út um
allan garðinn. Svo yrði ráðinn
einn maður til þess að vökva
öll leiðin þegar þess væri mest
þörf t. d. í hita- og þurkatíð.
Þessi maður myndi fást fyrir
mjög litla borgun. Væri horfið
að þessu ráði, mundi síður fara
í órækt eða deyja gróðurinn á
þeim leiðum, sem eigendur hafa
orðið að skilja við sökum burt-
farar um lengri eða skemmri
tíma, eða eiga, af einhverjum
ástæðum, óhægt með að komast
upp í kirkjugarð til þess að
vökva leiðin, þegar þess er mest
þörf. — Það munu flestir finna
til þess, að þegar þeir hafa kveikt
líf — hverskonar líf sem er —,
þá er þeim ant um það að halda
því við, og að því líði sem best.
D.
Andsvar.
í 33. tölublaði „Brúarinnar"
sendir nábúi minn, Gíslijónsson
í Vésturkoti, mjer kveðju sína.
Þegar jeg skrifaði grein ' mína
um dýraverndun í 30. tbl. „Brúar-
innar,“ var það ekki ætlun mín
að koma af stað ritdeilum um
það mál. Því eins og jeg gat um í
greininni, þá var aðalinntak grein-
a minnar skýrsla, er jeg hafði
ætlað mjer gefa á aðalfundi „Dýra-
verndunarfjelags Hafnfirðinga,“
en þar sem sá fundur hafði þá
enn ekki verið haldinn, og útlit
var fyrir að hann mundi ekki
verða haldinn á næstunni — eins
og komið hefir .á daginn — þá
tók jeg þann kostinn að birta
þessa skýrslu mína í blaði, svo
hún kæmist fyrir almennings-
sjónir, því jeg taldi hana þess
virði.
En Gísli nóbúi minn hefir fundið
ástæðu til að- gera athugasemdir
við þessa skýrslu mína, og skal
jeg hjer á eftir fara nokkurum
orðum um athugasemdir hans.
Einkum eru það þrjú atriði í
grein hans, sem jeg vil athuga.
Hann efast um að jeg hafi líknað
íje í girðingunni, svo tugum skifti.
Þetta er þó satt. í marzbyrjun
var fjeð af Hvaleyri rekið upp í
girðingu, og var það þá í sæmi-
legu standi. í. apríl fór jeg upp í
girðingu að líta eftir fjenu, og var
þá hörmung að sjá það. Rak jeg
þá niður úr girðingunni, bæði mitt
fje og annara búenda á Hvaleyri.
Þetta, meðal annars, kalla jeg að
líkna fje svo tugum skiftir.
Þá segir Gísli, að farið hafi
verið með haltan hest af mínu
heimili í smalamensku. Þetta er
ekki rjett. Óhaltur fór hesturinn
af stað að heiman, en heltist í
smalamenskunni, og kemur slíkt
ekki ósjaldan fyrir, jafnvel þó að
um betri veg sje að ræða heldur
en afrjett Hafnfirðinga.
Enn minnist Gísli á lamb, sem
jeg hjúkraði, og telur að það
muni hafa misdregist mjer sjálfri.
Þetta er heldur ekki rjett, og get
jeg fært sönnur á það, hvenær
sem vera skal. —
Annars var það ekki ætlun mín
að meiða Gísla nje neinn annan
með skýrslu þeirri, er jeg birti í
blaðinu. Mun það og rjett hjá
Gísla, að gripir sjeú ekki að
öllum jafni ver útlítandi eða ver
með farnir hjá honum, heldur
en þeim mönnum alment, sem
taldir eru að fara sæmilega með
gripi sína. Og allra síst var það
ætlun mín með birtingu skýrsl-
unnar, að gefa tilefni til þess, að
við nágrannarnir færum að skatt-
yrðast í opinberu blaði. —
Eitt er þó enn ótalið í skrifum
Gísla, sem mjer þótti furðulegast.
Og það var, að hann skyldi verja
forseta »Dýraverndunarfjel. Hafn-
firðinga«, jafn mikla deyfð og
hann hefir sýnt i því starfi. í
þessu sambandi skiftir það litlu
máli, þótt forsetinn hafi margt
sagt og ritað vel um dýr, bæði
fyr og síðar.
Sú var aðalætlua mín með
birtingu skýrslunnar og þeírra
inngangsorða, sem jeg reit fyrir
henni, að reyna að vekja af
deyfðardvalanum foryztumenn
»Dýraverndunarfjelags Hafnfirð-
inga«. — En þeir hafa ekki látið á
sjer bæra.
Hví þegir stjórn »Dýraverndun-
arfjel. Hafnfirðinga* ? Hví aðhefst
hún ekkert? Hví heldur hún ekki
aðalfund?
Vil jeg nú skora á stjórnina,
að hefjast handa og boða þegar
Leyndarmál Suðurhafsins
Er jætta ekki merkilegt? Fyrir 20 árum
varð faðir þinn skipreika við þessa eyju og
eyjarskeggjar fundu hann. Þeir tóku honum
ágætlega og fluttu hann til þorps síns. Síðan
hefir hann verið hjá þeim í miklu yfirlæti og
aldrei yfirgefið eyna nema þá fáu mánuði,
sem hann var fjarverandi, þegar hann fór með
Jessop til Aukland. Og þegar hann kom aft-
ur þaðan, var það óbifanlegur ásetningur
hans að yfirgefa ekki eyna framar“.
„En nú —“ byrjaði Thorne.
„Bíddu, jeg ætla að halda áfram frásögn-
inni. — Straumurinn bar mig í gegnum göngin
sem eru hjerumbil 50 álna löng. Þegar jeg
kom út úr göngunum skolaði mjer á land
rjett við opið og þar fundu þeir mig. Áður
en þ.eir fundu mig, vissu þeir ekkert um það,
að „Naida“ hafði strandað og brotnað í spón
við eyna. .
Hjernamegin við fallgarðinn er djúp gjá
eða skurður, sem vatnið í marga mannsaldra
heíir haft framrás í til sævar. Undir stjórn j
föðpr þíns og með leiðsögn hans, hafa eyjar-
skeggjar rýmkað þennan skurð svo, að nú j
er hann fær eintrjáningum þeirra og jafnvel
stærri bátum. Nú fljóta á skurðinum skips-;
báturinn frá »Juan Fernandez« og annar bát-
ur jafnstór, sem þeir hafa smíðað fyrir skömmu.
Þegar jeg hafði jafnað mig eftir volkið í
göngunum, sagði jeg föður þínum frá óhöpp-
um okkar. Hann vildi ógjarnan fara á bát
hjeðan nema að næturlagi, því að hann vildi
ekki að það yrði á allra vitorði hvernig væri
hægt að komast hingað. — En þegar við
sáum frá fjallinu að faðir minn var særður,
þá fór faðir þinn og sótti hann og flutti hing-
að. Þegar hann sótti hann var enginn í hell-
inum nema hann. Jeg sá einnig fró fjallinu
þegar bardaginn var á milli Atwells og stýri-
mannanna og að þú varðst að flýja inn í
hellinn. Faðir minn hjelt því fram, að vopn-
aður maður gæti varið sig þar inni í heila
viku, og þess vegna fór faðir þinn ekki undir-
eins þjer til hjálpar. Hann óttaðist líka, að
þú álitir að hann væri einn af óvinunum og
myndir ef til vill þess vegna skjóta á hann í
misgripum. Morguninn eftirfórum við og margir
menn með okkur, og við komum einmitt í
tæka tíð til að frelsa þig úr klóm Atwells“.
„Hvað er orðið af honum og hinum fönt-
tunum?“
„Faðir þinn tók af þeim vopnin og einnig
langa bátinn. Því næst ílutti hann þá hinu-
;megin á eyna — en auðvitað eru þeir fyrir
utan fjallahringinn. — Þar Ijet hann reisa kofa
handa þeim, gaf þeim ýmiskonar frætegundir
og mikið af jarðyrkjuverkfærum, sem hafði
verið bjargað frá strandinu. Þar eiga þeir að
geta fleytt fram lífinu, að minsta kosti fyrst
um sinn. — Við feðginin höfum sagt föður
þínum, að þú hafir tekist þessa ferð á hend-
ur, einungis til að leita að honum. Og hann
hefir fallist á það, að fara með okkur heim
og dvelja þar í eitt ár. Þegar hann kemur
hingað aftur, ætlar hann að gefa Atwell og
fjelögum hans tækifæri til að komast hjeðan
frá eynni til heimila sinna. — Nú er hann
að fullgjöra smíði á nýju skipi —- prýðilegri,
lítilli skútu — og með því getum við komist til
Valpariso. Áhöfnin á skipinu verður, stýri-
mennirnir og Jessop og Tom Shields.«
»En — en Monckton?“
„Hann verður með okkur,“ mælti hún
alvarlega. »Hann iðraðist nú gjörða sinna og
hefir fengið sig fullsaddan á því að vera með
Atwell og þorpurum hans. En satt að ségja,
þá er faðir minn svo reiður honum enn, að
hann kaus helst að hann yrði skilinn eftir
hjá Atwell og fjelögum hans. En jeg bað
föður þinn um að lofa honum að fljóta með
okkur til Valpariso. — Ertu pokkuð óánægð-
ur yfir því, að jeg skyldi gjöra það?“