Brúin


Brúin - 17.08.1929, Side 3

Brúin - 17.08.1929, Side 3
BRÚIN 3 til aðalfundar, svo að þar megi taka ákvörðun um hvort að fjelagið eigi að vera lengur til eða ekki, því að við svo búið er ekki un- andi öllu lengur. — Að síðustu aðeins þetta: Gísli ber brigður á að jeg hafi sjálf fært grein mína í letur. Að vísu er það svo, að jeg hefi öðrum störf- um sint fremur um dagana en rit- störfum og er því að vonum annað hentara, en þó mun jeg ekki víla fyrir mjer að taka pennann, þegar mjer finst þess þörf, dýranna vegna. En meðal annara orða: Ekki vænti jeg að þú sjert undir þá sömu sök seldur, Gísli minn, sem þú hyggur mig vera, hvað rithæfnina snertir? Hjörtskoti við Hafnarfjörð, 1. ágúst 1929. Pálína Þorleifsdóllir. SmáYCgis. Prófessorinn: „Þetta er þriðja spurningin, sem þjer getið ekki svarað.“ Stúdentinn (stamandi): „Lofið mjer að hugsa mig um.“ Prófessorinn: „Sjálf sagt.— Er eitt ár nægilegt?“ Læknirinn: „Þjer eruð miklu hressari í bragði í dag.“ Sjúklingurinn: „Já, það er af því, að jeg hef farið nákvæmlega eftir því, sem stóð á meðalaglasinu frá yður.“ Læknirinn: „Hvað var það?“ Sjúklingurinn: „Gætið þess að tappinn sje vel í glasinu.“ Búðarþjónninn: „Maðurinnspyr hvort að þesSi peysa hlaupi.“ Verzlunarstjórinn: „Er hún of stór honum?“ Búðarþjónninn: Já, heldur stór.“ Verzlunarstjórinn: „þá hleypui; hún auðvitað." Á skattstofunni. „Eigið þjer eígnir?“ „Gáfurnar eru mín eina eign.“ „Svo lítil eign er skattfrjáls." 'UÐUR við hafið situr svanur með bundinn fót. Bannað er flugið frjálsa fegurð og himni mót. Lyftir hann ljósum vængjum, logar af harmi’ og þrá, angruðum augum rennir austur um fjöllin blá. ÍL ^FeRÐAST mín þrá um fjörðu, fjær er hann nú minn kæri. Dreymir mig dags í glaumi dýra svipinn og sldra. Lít eg hvar ljós og ítur lifir — mig blessar yfir, vermir mig yndisörmum andlegra strauma’ að handan. Vera eg vildi blærinn, vöngum hans ylja löngum, kyssa hann sólarkossi, kæta, ef hugur grætur, hljómur, er ávallt ómi yndi, sem bezt hann fynndi, hjarta’, er bærðist við bjartan barm hans og trausta arminn. L. L.*) *) Höfundur pessara ómpýðu og ylriku vísna er einyrkja sveitakona. Nafns síns vill hún ekki láta gctið. Þess gerir hún ekki heldur kost, að birta meira af kvæðinu en petta, bg má pó óhikað telja pað allt í ilokki fegurstu ljóða af pessari gerð. 9i. 92. Allskonar prentun bezt og ódýrust i Hf. Prcntsm. Hafnarfj. Það besta er aldrei of gott! Kodaks-filmur eru bestar. Sjáum um framköllun og Copieringu. Jön Mathiesen. Sími 101. Sögufjclagið. Bækur Sögufjelagsins eru komn- ar út í ár, og eru þær miklar bæði að efni og umfangi, sem að vanda. Fjelagsmenn fá í ár bækur fyrir 16 kr. 50 aur. (alls 29 ark- ir rúmar) gegn að eins 8 kr. árs- gjaldi, og eru það fágæt kosta- kjör. N^úr fjelagsmenn 1929 fá enn- fremur þau hlunnindi, að þeir geta fengið lceypt 4fyrstu heftiÞjóð sagnanna, sem eru að bókhlöðu- verði 22 kr. 50 aur., fyrir 17 kr. um leið og þeir greiða árstillag sitt (8 kr.) og fá þá 5. hefti Þjóðsagnanna með ársbók- um þessa árs með 25 kr. greiðslu fyrir alt saman. Þeir, sem ætla sjer að eignast allar Þjóðsögurnar, ættu ekki að draga það að ganga í fjelagið nú, því eftir því sem lengra lið- ur, verða þeir að greiða meira aukalega til að ná í það, sem út „Ekki nú,“ svaraði Thorne og þrýsti henni ástúðlega að sjer. — ♦ * * * * * * ♦ * í lok regntímans, tæpum mánuði seinna, sigldu þau frá eynni, sem í 20 ár hafði verið heimkynni Edgars Thorne. Eyjarskeggjar og hann höfðu smíðað skipið, en stýrimennirnir og Jessop og Shields höfðu seglbúið það. Gamli Thorne var fastákveðinn að sigla skip- inu aftur til eyjarinnar. Hann kvaðst ekki mundu kunna við sig til lengdar, annarstaðar en innatt ltóral-fjallanna sinna. — „Jeg fer þessa ferð aðeins til þess að þóknast þjer, sonur minn“, mælti hann þegar hann stóð við hlið Howards, er skipið var að sigla frá eynni. „Og þá get jeg einnig um leið fullvissað Undercliff um það, að jeg fyrir- gefi honum af heilum hug, að hann ákyldi gruna mig um að hafa tekið peningana. — Nú óska jeg þess eins, að mega vera þar, sem allir eru mjer góðir og engin ilska nær til mín“. . Hið litla skip náði heilu og höldnu til Valpariso, og hafði sem sagt ekki fengið einn einasta pveðþHdag alla leiðina. í Val- pariso yfirgaf Monckton skipið og fór með strandferðaskipi þaðan til San Francisco, og þaðan aftur með járnbraut til Boston. Aftur á móti sigldi Latimer skipi þeirra fyrir Horn. Þegar þau því komu til 'Boston, var Carter Monckton auðvitað kominn þangað löngu á undan þeim. Og sjálfsagt hefir hann þegar sagt föður sínum hvernig alt væri komið, því að hann seldi undireins sinn hlut í verzlun- arfyrirtækinu, og svo yfirgáfu þeir báðir borg- ina, þegjandi og hljóðalaust. Undercliff hafði þá þegar fyrir nokkru fengið vissu fyrir því, að þeir Monckton-feðgar höfðu átt víð pen- ingaböggulinn. Enda þótt nafn hans væri nú hreinsað af öllum grun og hinir fornu vinir hans tækju hjartanlega á móti honum, var Edgar Thorne alls ekki ánægður. Hann langaði til kóral- eyjarinnar sinnar aftur, og áður en árið var úti, sigldi hann til Valpariso. Ungur maður og ung stúllca fylgdu honum út á gufuskipið, sem átti að flytja hann þangað. Þar kvöddu þau hann hrygg í huga. Og þegar skipið lagði frá landi, stóðu þau með tárvot augu á ströndinni og veifuðu til hans svo lengi, sem þau gátu greint hann um borð. — En það átti ekki að verða lángt til endur- fundanna. Howard Thorne ætlaði aftur í skól- ann, sem hann hafði verið í, ljúka þar prófi í júní og um haustið ætluðu þau- tvö, sem æfintýrið á „eyði-eynni“ í Suðurhafinu hafði tengt saman, að halda brúðkaup sitt. Brúðkaupsferð þeirra var ákveðin til eyjar- innar í Suðurhafinu, þar sem faðir hans taldi vera paradís á jörðu, því að þangað næði ekki vonska hins „siðaða“ heims. — ENDIR Auðæfi og ást heitir sagan, sem byrjar í næsta blaði. Höf- undur hennar, Edvard PhiIIips Oppenheim, er mjög kunnur enskur skáldsagnahöfundur. Hann hefir ritað fjölda bóka og eru margar þeirra þýddar á fiest tungumál Norðuráifunn- ar. — Hann segir^skemtilega frá, en þó blátt áfram. EinF.um þykja mannlýsingar hans snjallar. Þessi saga, „Auðæfi og ást“, er talin ein af hans bestu sögum og hefir hlotið mjö miklar vinsældir, bæði í Englandi og a Norðurlöndum, fcfi

x

Brúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brúin
https://timarit.is/publication/448

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.