Brúin - 23.11.1929, Blaðsíða 2
2
bRÚlN
BRÚIN
Vikúblað, kemur ut á hverj-
um laugardegi.
Útgefendur:
Nokkrir Hafnfirðingar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson.
Sími 120.
Auglýsingar, afgreiðsla
og innheimta:
Helgi Guðmunds^on.
Sími 47.
H.f. Prentsm. Hafnarfjarðar.
Bæjarstjórnarfundur
varhaldinn síðastliðinn þriðjudag.
Þar voru þessi mál á dagskrá:
1. Lagt var fram svohljóðandi
Uppkast
að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar
fyrir árið 1930.
TEKJUR:
1. Hreinsun sorps og sal-
erna.................kr. 7 000.00
2. Sóthreinsun . ,......— 2 000,00
, 3. Hundaskattur ......— 200,00
4. Vatnsveitan......., . — 43 000,00
5. Lóðagjöld og jarðaafgj. — 17 000,00
6. Barnaskólinn.........— 700,00
7. Fátækrastyrkur endur-
greiddur.............— 25 000,00
8. Fyrri ára bæjargjöld . . —' 10 000,00
9. Girðingargjald og haga-
tollur...............— 3 000,00
10. Byggingaleyfisgjald . . — 900,00
11. Gamli barnaskóiinn . . — 3 500,00
12. Bæjarbyggingin 2400,00
13. Sandur og möl.......— 2 000,00
14. Holræsagjald........— 7 000,00
15. Niðurjöfnunargjald . . . — 210 000,00
Samtals kr. 333 700,00
GJÖLD:
1. Launfastrastarísmanna
a. Bæjarstjóri.......kr, 10 000,00
b. Bæjargjaldkeri:
föst laun kr. 2 000,00
0/0 - — 4 000,00 kr. 6 000,00
c. Lögreglueftirlit. ... — 1400000
d. Ljósmæður.............— 2 000,00
e. Hreinsari ............— 7 000,00
f. Fátækrafulltrúi .... — 1 800,00
g. Sótari................— 2 000,00
h. Hjúkrunarkona. ... — 3600,00
i. Bæjarverkfræðingur. — 5 400,00
j. Endurskoðun.......— 800,00
2. Barnaskólinn. ......— 30600,00
3. Húsnæði fyrir bæjarstj. — 800,00
3. Afborganir og vextir
lána......................— 106 000,00
5. Fátækrastyrkur........— 70 000,oo
6. Vegir. . . . ,............— 10 000,oo
7. Vatnsveitan . ............— 10 000,oo
8. Holræsi...................— 10 000,oo
9. Bjargráðasjóður.......— 800,oo
10. Stúdentagarður.......— 1 000,oo
11. Sjúkrasamlagið.......— 2 000,oo
12. Götulýsing...........— 3 500,oo
13. Ljós til spítalans .... — 2000,oo
14. Girðingin............— 1 000,oo
15. Sundkensla...........— 1 000,oo
16. Bæjarbyggingin.......— 1 000,oo
17. Gamli barnaskólinn. . . — 1 500,oo
18. Verkamannaskýlið ... — 1 800,oo
19. Alpýðufræðsla (sömu
skilyrði og áður).....— 500,oo
20. Berklaveikrastyrkur . . — 6 600,oo
21. Bókasafnið............. — 2 500,oo
22. Sandur og möl........— 2 000,oo
23. Brunamál.............— 2 000,óo
24. Alpingishátíðin......— 3 000,oo
25. Flensborgarskóli
(ný bvggging) - 5 000,oo
26. Óviss gjöld . ......... — 6 500,oo
Sanitals kr. 333 700,00
Einn nefndarmannanna, Ásgrímur
Sigfússon, hafði skrifað undir
með fyrirvara og vildi lækka upp-
hæð þá er jafna skyldi niður vegna
burtflutnings stórra gjaldenda er
flutt hafa úr bænum.
Var áætluninni umræðulítið vís-
að til annarar umræðu. Hverjum
bæjarfulltrúa var afhent 1 eintak
áætlunarinnar til athugunar fyrir
næsta fund. Telja má líldegt að
áætlunin taki einhverjum breyt-
ingum, þar til hún verður sam-
þykt.
2. Kosning niðurjöfnunarnefnd-
ar fyrir árið 1930. Komu 2 listar
fram, A og B listi. A listi fjekk 6
atkv. og hlutu kosningu: Emil
Jónsson, Guðjón Gunnarsson og
Gísli Kristjánsson. B ’listi fjekk
2 atkv. og hlaut kosningu: Þor-
leifur Jónsson. Þessir varamenn
hlutu kosningu; af Alista: Björn
Jóhannesson, Valdimar Long og
Böðvar Grímsson, af B lista: Sig-
urgeir Gíslason, allir með sömu
atkvæðum og aðalmenn.
3. Lesin upp fundargerö vega-
nefndar þar sem hún leggur til,
að börnum og unglingum í bæn-
sje leyfð umferð á sleðum og
skautum á Kirkjuvegi, Gunnars-
sundi og Bröttugötu, og að bif-
reiðaumferð sje um leið bönnuð
á götum þessum, þegar færi er
þar fyrir sleða og skauta.
Fundargerðin kom ekki til at-
kvæða en í stað þess var samþ.
svohljóðandi tillaga:
„Bæjarstjórnin samþykkir að
fela skólanefnd, að láta gera
skíðabrekku vestast í skólalóð-
inni ofan af hraunbrúninni, og
að eftirlit sje haft með sleðaferð
um barna á því svæði. Ennfrem
ur er skólanefnd falið að athuga
íleiri staði til barnaleika, t. d.
Undirhamarstún og Bryðisgerði".
4. Lesin var upp fundargerð raf-
ljósanefndar og samþ. Einnig
var svohljóðandi tillaga samþ.:
„Bæjarstjórnin felur rafljósanefnd
að athuga hvort húseigendur í
bænum hafi eigi rjett til að
krefjast íif ljósastöðinni fleiri en
eins mælis í hvert hús“.
5. Fasteignamál.
Samþykt var að veita hr. Jóh.
Sjursen afsal fyrir húseign þeirri,
er bærinn seldi honum, með sömu
rjettindum og bærinn hafði eign-
ast hana. Einnig var eftir nokkr-
ar umræður svohljóðandi tillaga
samþ.: „Fasteignanefnd leggur
lil að bæjarstjórn samþykki, að
Magnúsi Magnússyni sje leigð
3 metra lóðarræma til viðbótar
byggingarlóð hans á Vesturbrú,
gegn 4o o gjaldi af 3,50 kr. pr.
fermeter.
Einnig var samþ. svohljóðandi
tillaga frá Ásgrími Sigfússyni:
„Bæjarstjórn samþykkir að fela
bæjarverkfræðingi að gera tillög-
ur um, hvort og hvernig hægt sje,
að koma fyrir smekklegum sam-
byggingum eða þjett settum
húsum á hentugum stöðum í
bænum, þar sem hvert hús hafi
stóra baklóð, en aðaláhersla sje
lögð á að spara lagningu nýrra
vega og langra holræsa og vatns-
æða, svo að fasteignanefnd geti
vísað á þessi hverfi, í stað þess
að leigja lóðir hjer og þar úti
um hraunið".
6 Lesin var upp tilkynning frá
borgarstjóra Reykjavikur, þar
sem hann tilkynnir bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, að nefnd hafi verið
kosin innan bæjarstjórnar Reykja-
vikur, sem ætlað sje að starfa
að ýmsum sameiginlegum málum
bæjanna. Umræðum og ákvörð-
unum út af erindi þessu var
frestað.
7. Lesið upp erindi frá verk-
fræðingi bæjarins, Emil Jónssyni,
þar sem hknn fer fram á 150 kr.
launahækkun á mánuði, eða úr
450 kr. upp í 600 kr. Var því
vísað til fjárhagsnefndar.
8. Bæjarstjórnin samjiykti að
auglýsa bæjarstjórastöðuna fyrir
Hafnarfjarðarbæ, samkv. gildandi
lögum.
Prá Grænlandsför
„Gottu“
eftir
Kris/ján Kristinsson, stýrmann.
Kl. 8 að morgni hinn 10. ágúst
var lagl af stað í nýja veiðiför.
Höfðum við um morguninn sjeð
ellefu fullorðin dýr og þrjá kálfa
ekki alllangt frá sjó, nokkru inn-
ar með firðinum en hin voru.
Vegna þess, hve illa fór daginn
áður, var nú reynd önnur aðferð
við veiðarnar. Dreifðum við okk-
ur kringum dýrin, og færðum
okkur síðan nær þeim i hægðum
okkar. Þegar við nálguðumst þau,
hlupu þau saman í hnapp, en
gerðu enga tilraun til að ráðast
á okkur. Undireins og við kom-
umst í skotfæri, var byrjað að
skjóta á fullorðnu dýrin. Það urð-
um við að gjöra með mestu var-
kárni, til þess að særa ekki kálf-
ana, sem voru að flækjast kring
um fullorðnu dýrin og inni á milli
þeirra, og eins vegna j)ess, að
við skutum hver á móti öðrum.
Dýrin urðu afar hrædd þegar farið
var að skjóta, og sum þeirra
reyndu að hlaupa út úr hringnum,
sem við mynduðum um þau, en
voru drepin áður en þau komust
út úr honum. Þegar búið var að
drepa öll fullorðnu dýrin stóðu
kálfarnir ráðalausir hjá þeim.
Strengdum við þá net kringum
þá og smáþrengdum að þeim.
Hlupu svo kálfarnir á netið og
flæktu sig í því, en við tókum
þá og bundum. Meðan við vor-
um að binda þá ljetu þeir svo
illa, að tveir menn voru í vand-
ræðum með að halda hverjum
þeirra. Brutust þeir um svo fast,
að við vorum dauðhræddir um
að þeir myndu rota sig, eða að
minsta kosti beinbrjóta. Samt
tókst að hefta þá á öllum löpp-
um, og binda bönd á milli haft-
anna á fram- og afturlöppum. Var
þeim síðan slept og hoppuðu þeir
í ofboði burtu frá okkur, og
skeyttu engu þó að þeir steypt-
ust kollhnýs i urðum e,ða lækjar-
farvegum. Vegna þess hvehræddir
þeir voru við okkur, afrjeðum við
að fara um borð og matast, en
lofa kálfunum að bíða á meðan
og hvila sig eftir umbrotin.
Þegar við komum aftur, stóðu
þeir grafkyrrir yíir mæðrum
sínum dauðum. Rákum við þá
síðan niður að sjó og fluttum þá
út á skip. Voru þeir allir hressir
og byrjuöu jafnvel að jeta brauð-
mylsnu þegar þeir voru búnir að
hvila sig stutta stund.
Eftir þetta fóruni við þrjár ferðjr
upp að fjalli, til þess að flá dýr-
in og bera kjötið og húðirnár
niður að sjó. Var þá komið fram
yfir miðnætti og allir orðnir upp-
gefnir, svo að við urðum að
hætta, til þess að verða færir um
að byrja snemma að morgni ef
vart yrði við fleiri sauðnaut.
Morguninn eftir byrjuðum við
snemma að vinna. Fóru sumir
að sækja vatn, aðrir að salta
kjöt og húðir og og flá hjera,
seli og tófur. Eftir hádegi var
ljett akkeri og farið að leita
sauðnauta. KI. 5 e. h. sáum við
nautahóp, og fórum í land.
Þarna vor átta dýr fullorðin og
tveir kálfar. Höfðum við sömu
aðferð og daginn áður. Náðum
við tveimur kálfum og drápum
sex dýr, tveim þeirra gátum við
slept án þess að missa kálfana.
Eftir þetta fórum við með kálf-
ana til skips, og sóttum síðan
húðirnar af dýrunum, sem við
höfðum lagt að velli.
Hinn 12. ágúst kl. 8 f. h. lögð-
við af stað út Dusensfjörð, og
hjeldum suður fyrir Ýmisey og
inn Sofííusund. Um hádegisleytið
sáum við sauðnautahóp, suðaust-
an á eynni. Voru það sex dýr
fullorðin og tveir kálfar. Fórum
við í land sex saman, röðuðum
okkur kring um nautin, skutum
öll en tókum kálfana og fluttuni
til skips. Eftir þetta hjeldum við
áfram inn sundið, sem er sextiu
sjómílna langt. Kl. 8 um kvöldið
vorum við komnir gegn um sund-
ið, og hjeldum út í Óskars kon-
ungs-fjörð. Um nóttina lágum
við í vík einni nafnlausri við
Óskárs-fjörðinn. Daginn eftir fór-
um við inn í tvo firði, sem ganga
inn úr Óskarsfirði (Segelsálskapets
fj. og Alpfj.), en höfðum í
hvorugum viðdvöl, af þvi að þar
sáum við engin sauðnaul.
Hinn 14. ágúst fórum við út
Vegassund (milli Traills-eyjar og
Geographical Society-eyjar). Um
kvöldið lögðumst við við litla eyju,
nafnlausa, milli Palanders- og
Nordenskjölds-höfðanna. Við tók-
um inn bátinn vegna þess að
þjettur ís var fyrir utan.
Kl. 11 sama kvöldið var farið
af stað aftur, og haldið suður
með Traills-ey. ísinn var greið-
fær og gott veður, logn og þoka.
Morguninn eftir ljetti þokunni
lítið eitt. Vorum við þá komnir
upp undir litla ey, sem er norð-
an við Davys-sund. Við köstuð-
um lóði, og var dýpið fimm faðm-
ar. Þarna var ísinn svo þjettur,
að ekki varð komist lengra. Var
j)ví snúið við og lagst við ísjaka
á tuttugu faðma dýpi. Um kvöldið
ljetti þokunni af. Sáum við þá,
að ísinn var svo þjettur, að
hvergi varð komist lengra suður
á við, en fyrir norðan okkur var
hann greiður uppi við landið.
Hinn 15. ágúst vorum við
orðnir vonlausir um að komast
þessa leið suður í Davys-sund,
vegna j)ess að ísinn var sifelt
að j)jettast kring um skipið og
allsstaðar þar sem við sáum. Sner-
um við því aftur í þeirri von,
að okkur tækist að komast sömu
leið inn í sundin, og út Davys-
sund.
Þegar við komum að Vegas-
sundi aftur, var isjnq orðin svq