Frón - 06.07.1918, Page 2
106
FRÓN
Litur út fyrir að fyrstu árin hafi
allgóður hagnaður orðið af út-
gerðinni, því skipum þessum
ijölgaði mjög á fáum árum.
Veiðitiminn var sem kunnugt
er, frá byrjun marzmánaðar til
miðs september og voru farnar
4 fiskiferðir, vetrarvertíð, vorver-
tið og fyrri og siðari sumarvertíð.
Þegar skipum þessum fjölgaði
svo ört, og alla reynslu vantaði,
þá er svo sem auðvitað að margir
voru þeir ráðnir fyrir fult kaup,
sem svo gerðu lítið meira en
vinna fyrir mat. En samkepnin
var mikil og fólkseklan var einn-
ig mikil, því 20—30 menn þurfti
á hvert skip, svo útgerðarmenn-
irnir hækkuðu kaupið til að fá
fólkið, og buðu hver í kapp við
annan upp á væntanlega veiði,
en svo mun oft hafa orðið lítill
hagnaðurinn, er öllu var á botn-
inn hvolft.
Loks, er öllu virtist vera komið
i óefni, var skift um kaupgjalds-
mátann, hætt við mánaðarkaup-
ið, en tekið upp að láta fiski-
mennina fá helming afla sins,
auk ókeypis fæðis o. fl. eftir sam-
komulagi, en um það leyti fóru
botnvörpungarnir að koma til
sögunnar og sótti þá brátt úrvals-
liðið á þann útveg. Gömlu kútt-
erarnir flestir voru smátt og smátt
seldir, flestir til Færeyja.
(Framh.)
Frá alþingi.
Samkvæmt brezku samningun-
um svonefndu, eða samningun-
um við bandamenn, vilja þeir
enga síld af okkur kaupa á þessu
ári, en heimila hins vegar að alt
acf 50000 tn. af sild þeirri er Is-
lendingar veiða i sumar, megi
flytja til Svíþjóðar, ef þeir vilji
kaupa.
Útgerðarmenn þeir, er hér eiga
hlut að máli, hafa nú haldið
fund með sér út af þessu og snú-
ið sér til landsstjórnarinnar og
Alþingis og hefir nú bjargráða-
nefnd Ed. lagt fyrir þingið eftir-
farandi
Frumvarp til laga um kaup
landsstjórnarinnar á sild.
1. gr. Af síld þeirri, er inn-
lendir menn veiða hér við land
á timabilinu frá 15. júlí til 15.
sept. 1918, heimilast landsstjórn-
inni að kaupa 100 þúsund áfylt-
ar tunnur á tilteknum höfnum
með ákvæðisverði og þeim skil-
málum, er lög þessi að öðru
leyti ákveða.
2. gr. Síldin skal keypt því á-
kvæðisverði, er hér greinir.
Fyrri 50000 tunnurnar á 75
aura hvert kg. og siðari 50000
tunnurnar á 45 aura hvert kg.
Skilyrðin fyrir kaupunum eru
þessi:
a. að seljandi hafi fulla ábyrgð
á síldinni þangað til hún er
tekin á viðkomandi höfn,
haldi henni við með pæklun
og hafi fulla umsjón með
henni, alt án endurgjalds,
til ársloka 1918. Eftir þann
tíma er síldin á ábyrgð kaup-
anda, en seljendur eru skyld-
ir til að hafa á höndum um-
sjón og viðhald sildarinnar,
gegn borgun eftir reikningi,
er stjórnin samþykkir, en
geymslupláss leggur seljandi
til ókeypis.
b. að seljendur annist á eigin
kostnað útskipun á síldinni
og greiði útflutningsgjald af
henni að lögum.
c. að síldin sé metin og vegin,
svo sem lög standa til, á
kostnað seljanda.
3. gr. Sildin sé keypt á þessum
stöðum: Seyðisfirði, Eyjafirði,
Sigufirði, Reykjarfirði, Önundar-
firði og ísafjarðarkaupstað. Enn
fremur getur landsstjórnin gert
kaupin á fleiri höfnum, ef það
veldur eigi sérstökum erfiðleikum
eða aukakostnaði, t. d. Eskifirði,
Álftafirði og Ingólfsfirði.
4. gr. Sildin skal keypt af hin-
um ýmsu frambjóðendum, í rétt-
um hlutföllum við tunnueign
þeirra, eins og hún var hér á
landi 1. júni þ. á.
Þegar ákveðin er hlutdeild
frambjóðenda í sölunni, koma —
auk framleiðenda — þeir einir
síldarkaupendur til greina, sem
hafa greitt minst 20 krónur fyrir
máltunnu nýrrar sildar.
5. gr. Fyrir 15. júlí 1918 skulu
menn hafa sagt til um það, hvort
þeir óski að nota þann rétt til
sildarsölu, sem þeim er veittur
með lögum þessum, og hve mikl-
ar tunnubirgðir þeir hafa átt hér
á landi 1. júni þ. á.
FjTÍr sama tima selur lands-
stjórnin og auglýsir nánari regl-
ur um framkvæmd laga þessara
og skilyrði gagnvart seljendum,
svo sem henni þykir nauðsyn til.
6. gr. Verð síldarinnar greiðist
seljendum hlutfallslega eftir tunnu-
tali því, sem kaup eru gerð á,
jafnótt og landsstjórnin hefir feng-
ið verð fyrir sild, er hún selur
út. Nú hefir hún ekki fengið inn
í lok októbermánaðar svo mikið,
að nemi helmingi af innkaups-
verðinu, og skal hún þó eigi að
síður greiða seljendum fyrri helm-
ing verðsins að fullu og síðari
helminginn fyrir árslok.
7. gr. Nú verður að lokum, þá
er landsstjórnin hefir komið í
verð allri þeirri sild, er hún hefir
keypt samkv. 1. gr., hagnaður af
síldarkaupunum, eftir að dreginn
er frá kostnaður og vaxtatap, og
skiftist sá hagnaður þannig: s/i
hagnaðarins greiðast til seljend-
anna, en afgangurinn rennur i
landssjóð.
8. gr. Lög þessi öðlast gildi
þegar i stað.
í greinargerð frumvarpsins er
þess getið, að það sé fram borið
að ósk nefndar þeirrar, er út-
gerðarmenn kusu til að ráða ráð-
um við sljórn og þing um þetta
mál. Enn er þess getið að enn
sé óvíst hvert verð við fáum fyrir
síldina hjá Svíum, þótt þeir kaupi,
sem heldur ekki er fastákveðið
enn þá.
, Verði gróði á verzlun þessari
vill nefndin að s/4 hlutar hans
gangi beint til seljendanna, en
eigi getur nefndin neitt um það,
að þeir eigi að taka þátt í áhætt-
unum og bera tapið að 8/4 hlut-
um, ef svo færi að verulegt tap
yrði á öllu saman, sem ekki er
óhugsandi, því síldarverzlunin
hefir verið og er enn allóábyggi-
leg, og eins og tekið er fram í
greinargerðinni liggja Englend-
ingar hér með mikið af síld enn
þá, sem að vísu er af fyrri ára
framleiðslu, en þó svo góð vara
enn, að sæmileg er til skepnu-
fóðurs að því er vér höfum heyrt,
og hún fæst með góðu verði.
Að vísu væri það gott og i
sjálfu sér æskilegt, ef hægt væri
að hjálpa atvinnugrein þessari
yfir hina örðugu tima sem nú
standa yfir; en hinu má þó ekki
gleyma, að ekki er með öllu ó-
hugsandi, að þeir atvinnuvegirnlr
sem velferð landsins hvilir enn
meira á en sildarútgerðinni, kom-
ist i það öngþveiti, að brýn nauð-
syn beri lil að landssjóður hlaupi
undir bagga og kemur þá til at-
hugunar, hvort rétt sé, á meðan
ekki þrengir meir að enn er, að
landssjóður setji svo mikið fé
eins og gert er ráð fyrir í frumv.
þessu, fast í ekki vissari viðskifti
en þar virðist um að ræða, jafn-
vel þótt ráð sé gert fyrir, að alt
gangi sæmilega og landssjóður að
lokum bíði ekkert fjárhagslegt
tjón.
Lyfjaverzlun iækna.
Fyrirspnru ogr úrskurðnr stjórnnrráðsins.
Jón Jóhannesson, settur hér-
aðslæknir á Húsavík hefir sent
Læknablaðinu eftirfarandi fyrir-
spurn:
Að gefnu tilefni sendi eg i vet-
ur simleiðis svohljóðandi fyrir-
spurn til stjórnarráðsins:
»Er héraðslæknir, sem hefir
lyfjaverzlun, skyldur til þess, að
selja lyf eflir beiðni. Sé svo, á
hann þá ekki heimtingu á venju-
legu lyfseðilsgjaldi i hvert sinn?
Eða er hann yfirleitt skyldur til
að sinna nokkru öðru en þvi,
sem telst læknisvitjun (Consult-
atio) ?«
Stjórnarráðið hefir að lokum
«varað fyrirspurn þeirri, er hér
getur um, 4. júní á þessa leið:
»Út af fyrirspurn yðar, herra
héraðslæknir, í simskeyti dags.
6. febr. þ. á., viðvíkjandi lyfja-
sölu héraðslækna, skal yður hér
með, eftir að málið hefir verið
borið undir landlækni, til vitund-
ar gefið til leiðbeiningar, að
1) Ef læknir selur lyf handa
sjúlding, sem leitað hefir læknis-
ráða til hans, þá ber honum
borgun — a) fyrir læknisstarfið
eftir gjaldskrá héraðslækna —
b) fyrir lyf samkvæmt gildandi
lyfsöluskrá, og þá án nokkurs
sérstaks endurgjalds fyrir lyfseðil,
þó um lyf sé að ræða, sem ekki
má selja án lyfseðils.
2) Ef læknir selur lyf eftir lvf—
seðli frá öðrum lækni, þá ber
honum og auðvitað engin önnur
borgun en fyrir lyfið sjálft sam-
kvæmt lyfsöluskrá, enda er hann
að sjálfsögðu skyldur að selja
þeim, er biður, ef lyfseðillinn er
löggildur og hann hefir lyfið til.
3) Nú er læknir beðinn um
lyf, sem ekki má selja án lyfseð-
ils, án þess að hann sé spurður
læknisráða, eða fenginn lyfseðill
frá öðrum lækni, og er þá bein
skylda hans að neyta um lyfið,
ef hann veit ekki nema það
kunni að verða misbrúkað, en að
öðrum kosli frjálst að selja það,
og ber honum þá vitanlega borg-
un fyrir lyfseðilinn, sem svari
borgun fyrir viðtal við sjúkling
(sbr. gjaldskrá fyrir héraðslækna,
3. gi. A, 3. og 4. lið).
4) Ef nú læknir er beðinn um
lyf, sem selja má án lyfseðils og
alment eru notuð af alþýðu
manna sem heimilislyf, þá er
læknir auðvitað skyldur að láta
héraðsbúum sínum þau lyf í té,.
án þess að heimta aðra borgun
en þá, sem honum ber fyrir lyfið
samkvæmt gildandi lyfjaskrá«.
(Læknnblaðið).
Eimskipafélagið.
Skipstjóraskifti á Villemoes-
Um daginn er 'Villemoes og
Borg lágu hér samtímis við Hafn-
arbakkann, flaug sú fregn skyndi-
lega fyrir að stjórn Eimskipafé-
lagsins ætlaði að skifta um skip-
stjóra á skipum þessum, láta
Júlinius, er áður stjórnaði Goða-
foss og nú síðast hefir verið skip-
stjóri á Borg, taka við skipstjórn
á ViIIemoes, en láta Þórólf Beck
er nýlega var orðinn skipstjóri á
þvi skipi, taka við skipstjórn á
Borg. En að sögn íórst þetta fyrir
vegna þess að skipshöfnin á Ville-
moes neitaði að sigla með hinum
nýja skipstjóra, og ekki tími til
að fá nýja menn i þeirra stað,
en skipið, er þetta kom til, búið
til brottsiglingar.
Umrædd skip eru sem kunn-
ugt er ekki eign Eimskipafélags-
ins heldur landssjóðs, sem hefir
falið greindu félagi útgerð þeirra,
og þá að líkindum einnig það,
að ráða menn á skipin, svo að
því leyti mun mega skoða þau
sem skip umgetins félags.
Það kom fram bæði í blöðum
og umræðum manna- á milli í
fyrra er Júlinus þessi var ráðinn
skipstjóri á Borg, að það þótti,
að minsta kosti sumum hverjum,
allóheppilegt, að Eimskipafél.stj.
skyldi taka mann þenna á skip
þetta, en að menn sættu sig samt
sem áður nokkurn vegin við það,
mun hafa komið af því, að ýmsir