Frón - 30.11.1918, Page 8

Frón - 30.11.1918, Page 8
180 FRON gimsteinum. merktan krúnu keis- araveldisins fyrverandi. Rétti hann kross þenna að öðrum verðinum og stamaði: »Færðu þetta syni mínum. Berðu börnum mínum hinstu kveðju mína og segðu þeim að eg muni hitta þau í lífinu fyrir handan«. Vörðurinn gerði sér upp hósta, virtist verða órólegur og þagði. Hann horfði á krossinn, svo á fé- laga sinn og var á.háðum áttum hvort hann ætti að taka við þessu. »Eg sé, að þú hefur giftingar- hring á fingri. Þú hlýtur að vera giftur og átt ef til vill börn sjálf- ur. Viltu ekki gera þessa- hinstu bón mína?« hélt keisarinn áfram í bænarrómi. »Jæja, ef til vill vil eg það«, stamaði vörðurinn og tók við krossinum. Líkamsþrek keisarans var nú yfirbugað og hneig hann aftur á bak í sætinu. Hestarnir voru að verða þreytt- ir, því að þetta var heit sumarnótt. Nú var snúið út frá alfaraveginum og að lokum numið staðar á hæð, er umkringd var furuskógi. Fang- inn stundi þunglega. Verðirnir opnuðu dyrnar og báru hann út. Enn var dimt. Lítil rönd kom- andi dags blikaði fjærst í austri. Fyrverandi valdhafi Rússlands reikaði frá kerrunni studdur af varðmönnunum. Nokkur augna- blik starði hann i kring um sig eins og í leiðslu. Hið svala morgunloft var hressandi og einn af hermönn- unum bar honum glas af köldu vatni. All-langt í burtu frá kerr- unni hylti undir hinar skuggalegu myndir hermanna Rauðu varð- sveitarinnar og dómaranna, er hreyfðu sig til og frá með luktir í höndum, og fyrir aftan þá sást móta fyrir gálganum. Þögn grafarinnar hvíldi yfir þessum stað. Umhverfið var drungalegt og draugalegt í augum fangans og allra snöggvast byrgði hann fyrir augu. Var hann auð- sýnilega að reyna að átta sig á, hvað fyrir honum myndi nú liggja. »Hvað — guð minn góður — hvað á að gera — hér?« spurði hann verðina og starði á gálgann. Verðirnir svöruðu honum engu. Viðarbekkur var þarna og fang- inn, enn í handjárnum, hneig nið- ur á hann, titrandi og óttasleginn. Nú risu umræður út af því, hvort mér, prestinum, skyldi leyft að taka á móti hinstu syndajátningu fangans. Hér tók eg kröftuglega til máls og minti þá á hinn áhrifamikla em- bættismann, er heimilað hefði mér rétt til þess að vera með keisaran- um til síðustu stundar. Eg skoraði á þá drengskapar síns vegna, að kvelja ekki að óþörfu hjálparlaus- an fanga. Á endanutn var mér leyft að gegna mínum helgu skyld- um, þótt háðsyrðum væri að mér beint úr öllum áttum. Eftir að eg hafði blessað fang- ann xneð hinum helga krossi, las eg bæn og úthlutaði honum svo sakramentinu. Keisarinn opnaði augun og mælti með lágri grát- þrunginni röddu: »Faðir—guð blessi þig — berðu blessun þína fjölskyldu minni — konu minni. Hvað — ætla þeir að gera við mig?« Svo hné þessi eitt sinn voldugi maður niður á bekk- inn og lá þar hreyfingarlaus. Verðirnir reistu%hann við og buðu honum vatn að drekka. Eg helti á glas af hinu helga messu- víni og hélt því að vörum hans. Hann tæmdi glasið og virtist styrkjast við. Svo leit hann upp til mín bænaraugum og mælti með ósamanhangandi orðum: »Fóik mitt — sonur minn—skyldi það fá að sleppa? Vesalings — konan mín — og börn. Hver verða endalokin?« Orðin dóu á tungu hans. Lögreglustjórinn ga’f hermönn- unum bendingu að færa fangann til gálgans. Fanginn gat nú tæp- lega gengið. Ásamt hermönnun- um studdi eg hann. Hin helga huggun trúarinnar veitti honum styrk að ná ögn haldi á hugsunum sinum. Eg mæltist til við lögreglustjórann að fanginn fengi að tala. Við merki frá dómurunum var þetta veitt. Eftir að hafa drukkið glas afvatni blönduðu með víni, talaði keisar- inn nokkur orð með titrandi en áheyrilegri röddu: »Guð sé mér vitni, að eg reyndi — mitt bezta — fyrir land mitt og þjóð — alt mitt líf. En eg var fangi — fangi eins og eg er nú«. »Haltu áfram«, örfaði eg hann og hélt i hönd hans stöðugt á meðan. »Eg var svikinn — táldreginn — hrjáður. Ó, Guð minn, — hve nær hlaut eg sanna lífsánægju — lífsstundir mínar?« Hermennirnir og dómararnir hlógu. Raddir hér og hvar tóku fram í: »Hvað um harðstjórn þína? Hvað um kúgun þína og aftökur? Hvað um lögreglu þína? Hvað um þær mörgu þúsundir flæmdar til Síberiu?« Keisarinn fékk ekki haldið á- fram. Eg bað að mér vært leyft að heyra síðustu orð hans í einrúmi, án þess við værum nokkuð ónáð- aðir. Dómarinn veitti náðarsam- legast hálfa klukkustund til slíks. Á þessum tíma hvislaði fanginn að mér í sundurlausum setningum því, sem hann hefði getað sagt. Eg lofaði að birta þjóð hans orð þessi við fyrstu möguleika, »Eg er — hræddur við stríð eftir þetta stríð«, hvíslaði hann. »SkelfiIeg ógæfa vofir yfir heimi öllum. Þetta er barátta hins dýrs- lega manns gegn hinum þroskaða manni. Trúin ein fær bjargað mannkyninu frá eyðileggingu. — Rússland er nú stjórt eldfjall. Eg sé — loga eyðileggingar og angist- ar, en sömuleiðis dögun — nýrrar menningar«. Hann sagði mér frá hinum margvíslegu hindrunum, er komið hefðu í veg fyrir góðar fram- kvæmdir hans gagnvart þegnum sínum. Hann lýsti því yfir, að skoðun hans væri, að Rússland Teiegrammadr.: Telefon nr. Strand. 598, 237, 507. Emil Strand skipamiðlari (Skibsmægler). Reykjavík. Utveg-ar skip til flskflutn- ings til Spánar og’ saltflutn- ing's þaðan aftur og- hingað. Einnig- útvegar hann trjávið alls konar frá Noregi og Sví- þjóð._______________________________ Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk) yfirdómslögmaður ■ flytur múl fyrir nnclii*- ogf ylirrétti. ZZH: Kaupir ogf selur fasteignir, skip og aðrar eignir, Allir, sem vilia kaupa og seija slíkar eignir, ættu að snúa sér til hans. Skrífstofa i húsí Nathans & Olsens (2 hæð). Simar: ÍSÆ£Sf.ot"“' I»ósthólf 35. Gialddagi blaðsins var 1. jnlí. myndi aldrei verða ánægt undir lýðveldisstjórn og sizt af öllu und- ir jafnaðarmannafána. Að eins frjáls, haganleg konungsstjórn myndi hæf fyrir Rússland. Enn- fremur sagðist hann aldrei hafa viljað landi sínu neitt ilt — þetta illa hefði verið framkvæmt af »klikkunni« er umkringdi hann. »Dauði Rasputins var stórt áfall fyrir mig. Innan um alt falsið ög í hinu hræsnisfulla andrúmslofti við hirðina, var hans Ijúfa sveita- mannseðli hressing fyrir mig. Hann var góður og velviljaður maður, er skildi sál Rússlands». Lögreglustjórinn benti mér, að aftakan yrði að byrja. Eg hélt krossinum fyrir framan augu keis- arans. »Hafið miskunn með konu minni og börnum! Guð hjálpi Rússlandi!« voru síðustu orð hans. Hermennirnir færðust í stelling- ar með hlaðna riffla i höndum. Allir stóðu á öndinni, sem væru þeir að horfa á átakanlegan sorg- arleik. Keisarinn virtist nú aðfram kominn, áreynzlan og hin dýrs- lega meðferð hafði yfirbugað hann. Fjórir verðir báru hann frá bekkn- um og bundu hann við stoð. Lög- reglustjárinn lyfti upp hendinni, tuttugu rifflar kváðu við — Og Nikulás Romanoff var ekki lengur í lifandi manna tölu. »Hkr.« ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ FBÓN kemur út einu sinni á viku. Kostar 4.00 kr. árg., ef borgað er fyrir 1. júlí, 5.00 kr. ef síðar er greitt. Gjalddagi 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg bundin við áramót — ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt., enda kaupandi þá skuldlaus. Útgefandi: Félag í Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grímúlfnr H. Ólnfsson, ♦ Laugabrekku í Reykjavík. X Sími 622. — Box 151. J Afgreiðslumaður: ♦ torlákur Dnvíðsson, ▲ Framnesveg 1. ♦ Afgr. i Bárubúö. Sími 327. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Prentsmiðjan Gutenberg. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.