Frón - 18.01.1919, Síða 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Grímúlfur H. Ólafsson,
Laugabrekku, Reykjavik.
Simi 622. Box 151.
BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
*
2. tölublað.
Laugardaginn 18. janúar 1919.
II. árgangur.
LIFUR
LÝSI
ojj þes&a árs (1919), kaupir hæsta verði
mót peningum út í hönd
ÓSK.AR HALLDÓRSSON,
Sími 422.
Reykjavík.
Simn.: Oskar.
Bladid.
2. árgangur þessa blaðs er ný-
byrjaður. Á árinu sem leið hefir
blað vort átt óvenju miklum vin-
sældum að fagna.
Vér erum kaupendum vorum
mjög þakklátir fyrir, livað vel
þeir hafa tekið blaðinu og vér
grípum liér tækifærið til þess að
þakka hinar hlýju kveðjur, sem
oss hafa borist úr ýmsum áttum.
Kaupendur vorir hafa glaðsl yfir
þvi, með hve mikilli stillingu og
l'estu vér höfum rætt rnál þau,
sem á dagskrú hafa verið.
Vér höfum 1 ekki barist með
stóryrðum, vér trúum ekki á sig-
ur þeirra. Vér höfurn sett oss
það fyrir fast mark að skýra jafn-
an satt og rétt frá öllum þeim
niálum sem vér höfum fjallað
um, og ætlun vor er sú að stefna
að því marki framvegis. Skoðanir
á ýmsum málum verða altaf mis-
munandi og við þvi er ekki neitt
að segja, en til þess að þjóðin
geti myndað sér réttar skoðanir
um þau mál, sem eru lögð undir
dóm hennar, er fyrsta skilyrðið
að rétt sé skýrt frá málunum.
Á þessu heíir því miður oft
orðið misbrestur. En á þessu má
ekki verða misbrestur, því ef for-
sendurnar eru skakkar verða
dómarnir eftir þvi.
Vér fylgjum fast fram stefnu-
skrá sjálfstæðisflokksins, en sú
stefnuskrá á með ári hverju dýpri
rætur hjá þjóð vorri og i veru-
legum atriðum er nú þessari
stefnuskrá fullnægt með sigri
þeim hinum mikla, sem unninn
er nú í sjálfstæðismálum vorum.
Tveir aðalliðir hafa staðið á
stefnuslcrá sjálfstæðisflokksins:
Fullveldi út á við og jafnrétti
inn á við.
Fullveldið er nú viðurkent og
jaínréttið einnig i »principinu« í
stjórnarskrá þeirri sem nú gildir,
þó að kosningarrétturinn sé þar
gallaður, en væntanlega verður
nú bætt úr þvi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið
merkisberi í þeim málurn öllum
sem miðað hafa að því að auka
sjálfstæði vort, og því hefir þessi
ílokkur nálega alt af sigrað við
kosningar í þessu landi, og svo
mun enn verða.
Nýjir timar standa nú fyrir
dyrum. Ófriðarokinu er nú bráð-
um létt af og þá byrja stórstígar
framfarir lijá þjóð vorri. Vér eig-
um nú ýmsa dugandi menn á
sviði framkvæmdanna. Oss er
þörf á að eignast sem flesta slíka
menn og með sein mestu víðsýni.
Stjórnmálamenn í þessu landi
verða að hal'a augun opin fyrir
því að auka verklegar fram-
kvæmdir með þjöð vorri og
margfalda með þvi þjóðarauð
vorn á sem skemstum tíma.
Versti tálminn i götu vorri hefir
verið sá, að vér. höfum haft of
litla trú á sjálfum oss og landinu.
Ef til vill höfum vér aldrei betur
en nú, þegar liungrið vofði yfir
heiminum, séð það, hvað mikið vér
í raun og veru getum treyst á
landið.
Vér þurfum nú að koma upp
nýtízku botnvörpungaflota sem
allra fyi'st, og bankar vorir verða
að styðja slík fyrirtæki af alefii.
Botnvörpungaflotinn verður að
aukast og margfaldast á sem allra
stystum tima. Margir af hinum
ötulu útgerðarmönnum vorum
hafa um leið og þeir hafa auðg-
að sig, unnið landinu ómetanlega
mikið gagn. Vér verðum að örfa
dugnað þeirra og ýta undir þá
til nýrra framkvæmda.
Landbúnaðurinn má ekki lialda
áfram í sama mókinu. Vér verð-
um að gera kröfu lil húnaðar-
skóla vorra að þeir bendi kröft-
ugar en þeir gera nú ínn á nýjar
brautir. Vér verðum að senda lif-
andi búnaðarráðunauta út um
sveitirnar, sem vekja stórhuginn
hjá bændunum, en hann einn er
fær um að marka þau spor sem
á að stiga.
í sannleika talað, hér er svo
milcið að vinna á öllum sviðum,
að enginn má ganga með hend-
urnar ,í vösunum. Verkefnin eru
nóg. Þessi ýmsu verkefni munu
gerð að umtalsefni í blaði voru.
Vér munum leitast við að fá sem
hæfasta menn og með sem mestri
þelckingu, til að rita um þau og
vekja áhuga á þeim.
Blað vort á að verða framtíð-
arblað. Vér viljum ekki auka
stundarútbreiðslu þess með því
að krydda það með æsandi
skainmargreinum, en vér viljum
vinna því traust með því að
styðja þær einar tillögur og leggja
að eins það til málanna, sem vér
hvar og hvenær serti er, treystum
oss að bera ábyrgð á. Ofsóknir i
garð einstakra manna munum
vér forðast, en hlífðarlaust mun-
um vér segja þeim til syndanna
sem misbeita valdi sínu, og halla
rétti þess sem minni máttar er.
Lítilmagnanum munum vérveita
liðsinni, eltir því sem máttur vor
nær til, og rétt mál munum vér
sækja á hendur hverjum sem er
án manngreinarálits.
Vér treystum þvi að blaði voru
verði tekíð hjá þjóðinni með vax-
andi velvild og munum vér eftir
fremsta megni gera það marg-
breylilegt að efni, svo að það eigi
erindi til sem flestra.
Botnvörimngar
sigla stöðugt til Englands og
seija fiskinn fyrir hátt verð.
Stendur nú á samningum inilli
hásetafélagsins og útgerðamanna
uni kaupgjaldið við fiskiveiðar.