Frón - 18.01.1919, Síða 2
206
FRÓN
Verður þeim samningum lokið
innan skamms.
Ritfregnir.
Réttur, tímarit um pjóðfélagsmál
og mannréttindi. — Priðja ár, 1. hefti.
Það flytur þessar greinar:
Gamalt og nýtt, eftir Renedikt
Jónsson. Skattamál, eftir Áskel
Snorrason. Úrlausn Henry George
i jarðeignamálinu, eftir Leo Tol-
stoj, þýtt af Á. S. Nýr landsmála-
grundvöllur, eftir Jónas Jónsson,
mjög einkennileg grein, er ef til
vill verður tækifæri til að minn-
ast á siðar. Verzlunarmálin, eftir
Þórólf Sigurðsson.
Um fiskiklak eftir Guðm. Da-
viðsson. Einfðld aðferð að búa til
fiskitjarnir og ala upp fiska.
Kver þetta sem er um 50 bls.
í 8£y, er handhægur og góður
leiðarvísir fyrir þá, er ráðast
kynnu í að klekja út fiskahrogn-
um. Um eitt skeið var nokkuð
reynt til þess hér á landi og sum-
staðar mun það hafa gengið sæmi-
lega, en ,þó lognaðist það út af.
Bæklingur þessi er, eins og við
er að búast, tekinn saman úr út-
lendum ritum, alla innlenda
reynslu vantar. En viða um lönd
er lögð mikil rækt við fiskiklak
og þótt hér séu að vísu nokkur
önnur skilyrði frá náttúrunnar
hendi, má þó vel vera, að íiski-
klak gæti orðið hér til mikils
hagnaðar, eins og höf. bendir á.
Guöm. Finnbogason: Frá sjónar-
h e i m i.
Bókin skiftist i þessa kafla.
1. Lóðrétt, lárétt og skáhalt.
2. Tvíhorf og jafnvægi.
3. Gullinsnið.
4. Einfaldar myndir.
5. Litir.
6. Áhrif lita.
7. Fj'arvíddin.
8. Fjarvídd i málverkum.
9. Ljós og litir í málverkum.
10. Fegurð.
Vér viljum ráðleggja öllum, er
rétt skyn vilja bera á það, sem
fyrir augun ber, að lesa bók
þessa. Hún er svo ljóst rituð,
þótt efnið sé sumstaðar örðugt
viðfangs, að engum er ofvaxið að
hafa hennar full not.
Eimreiðin. Ritstj. Magnús Jóns-
son. Útgefandi Ársæll Árnason. XXIV.
árg. 1—2, 3—4 hefti 1918.
Það er ekki hægt annað að
segja, en að tímarit þetta fari
myndarlega af stað hjá hinum
nýja eiganda og ritstjóra. 1. liefti
byrjar á hinu heimsfræga kvæði
Alfr. Tennyson, Locksley-höll, í
snildarlngri þýðingu eftir Guðm.
Guðmundsson skáld. Er mikill
fengur að þessu kvæði fyrir ís-
lenzka ljóðvini. Margar góðar rit-
gerðir, skáldsögur frumsamdar og
þýddar, og kvæði eru í þessum
árgangi. Haldi svo áfram verður
eigi annað sagt, en að Eimreiðin
sé mjög eigulegt tímarit.
L j ó ð m æ 1 i eftir Benedikt Por-
valdsson Gröndal, 288 síður í 8av.
Benedikt Þ. Gröndal hefir ekki
gefið út kvæðabók fyr, en tals-
vert af kvæðum hefir hann látið
frá sér fara, er prentuð hafa verið
í blöðum og timaritum, svo hann
er fyrir löngu orðinn þjóðkunn-
ur sem skáld, þó ekki væri fyrir
annað en kvæðið: »Um sumardag
er sólin skín«, er svo að segja
hvert mannsbarn á landinu kann
og syngur. Öll ljóðin í bók þessari
eru hin snotrustu, sum náttúru-
kvæðin gullfalleg, og þar tekst
skáldinu að vorum dómi bezt.
Ekki ætlum vér þó að telja hér
upp nein sérstök kvæði, en af
ádeilukvæðum viljum vér benda
á »Fjárnámið«, ágætt kvæði, er
hefir mikinn sannleik að geyma.
Kaupið bókina og lesið kvæðin,
þá getið þið sjálf dæmt.
Lárus Halldórsson.
Árdags geislar
i augum hlógu,
hátt leit æskan,
liugur var djúpur.
Morgunn hló
við hópi prúðum,
er eg leit hann fyrst
afreksþyrstan.
En óheill landsins
litaðist um
í laukagarði
lítillar þjóðar.
Vildi týna
vænum gróðri,
fegurstu vonum
fólks i nauðum.
Lét hún hervæðast
hvita dauðann
og sækja að íslands
æskugróðri.
Óvigan her
af eiturkveikjum
lét hann smjúga
lauka rætur.
Sá eg þá íslands
ættarlauka
upprennandi
i æskublóma
særast mjög
og síðan falla.
Mér var það sorg
og missir landi.
Þá hné Friðrik.
Þótti mér sjónar
sviftir vera
að sjá hann hverfa.
Gáfna og snilli
gnægð hann átti,
kjörinn að verða
vísindamaður.
Féll þá og Pétur
fullhuginn glaði,
afbragð manna
að afli og vexti,
sjálfkjörinn fremst
í fylkingarbrjósti
að vega sigur
sínu landi.
Lárus dó og
með Ijóð á vörum,
allra hugljúfi
hægur og mildur.
Niðja Bjarna
bar í æsku
hviti dauðinn
í Heljar sali.
Jóhann Gunnar
gekk og héðan
fagur i æsku
fullum þroska.
Dó í sárum
svanurinn ungi.
Það er þjóðsorg,
er þvílíkir deyja.
Sjálfum lengst
þér lífið treyndist;
varðist þú atalt,
svo að undrum sætti.
Og þú eftir lézt
ungan gróður
í sjálfs þín stað
til sorgaléttis.
Hrein var lundin
hugurinn mikill,
fastheld vonin
við list og líf.
Léku þér ungum
Ijóð á tungu,
hagur á móður
málið þú varst.
Árdags geislar
í augum hlógu
fullhugum ungnm,
er fallnir ligggja.
Stórhuga manna
starfinn bezti
ófæddur dó.
Svo er ungra torrek.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Búnaðarbálkur,
(Framh.).
Ótrú á umbótum.
óhagsýni og íhald i gamlar og
úreltar venjur, er ein af okkar
illu ættarfylgjum og átumeinum
í þjóðlikama vorum.
Okkur er svo gjarnt á, að halda
í það sem er gamall, einmitt af
því, að það er gamalt og vana-
bundið, án tillits til alls annars.
En að sama skapi og við erum
fastheldnir i gamlar venjur og
vinnuaðferðir, erum við seinir til
að færa okkur í nyt ýmsar ný-
ungar í heimi framfaranna. Og
það er einmitt þessi þröngsýni
eða vanablinda sem mestu um
veldur, hve stutt við erum komn-
ir áleiðis i framfaraáttina.
Álit fjöldans á flestum umbót-
um hefir verið þannig, að um-
bótanna væri ekki þörf, því hing-
að til hafi mátt komast af án
þeirra og svo muni einnig verða
framvegis.
Algengt er að lieyra setningar
eins og þessar: »Eg hefi nú lcom-
ist af án þess hingað til og fer
ekki að breyta um það héðan af.
Svo eru nú þessar nýjungar ekki
alt af betri en gamla lagið. Hvern-
ig fór ekki fyrír N. N., hann ætl-
aði að gera alt með nýjum að-
ferðum og nýjum siðum, en fór
svo á hausinn með það alt sam-
an. Breytingarnar eru ekki alt af
til bóta«, o. s. írv. — Það er dá-
lítill sannleikur í þessum og því-
líkum orðum, ef þau væru tekin
eins og þan væru töluð »blátt
áfram«, en í því sambandi og
þeim anda, sem þau eru vana-
lega löluð í, hafa þau ekki inni
að halda nema hálfan sannleika.
Því auðvitað má hafa þetta og
hitt svona og svona og það er
hægt að »komast af« með því,
en það er engin sönnun þess, að
það geti ekki verið betra á ann-
an liátt og að ekki megi betur
»komast af« með öðrum hætti og
bættum aðferðum.
Þær eru fleiri en við viljum
kannast við, einsýnu og lágfleygu
vanasálirnar, sem ekki geta, eða
vilja skilja það, að eitt geti komið
öðru betra, eða þótt megi hafa
þetta svona, þá sé samt betra að
hafa það á annan hátt.
En þetta íhald i það, sem er
gamalt og úrelt, veldur kyrstöðu,
sem ekki að eins kemur í veg
fyrir eðlilegar og nauðsynlegar
framfarir, heldur einnig kyrkir
marga framfaraviðleitni og um-
bótaþrá meðal æskulýðsins. En
kyrstaðan og afturhaldseðlið er
einhver hættulegasta pestin sem
grafið getur um sig í hverju þjóð-
félagi—verri en öll »spanska veiki«.
Islenzki landbúnaðurinn hefir
legið undir oki þessarar kyrstöðu,
alt fram á síðustu áratugi. En dá-
lítið er nú farið að rofa til í
framfaraáttina, bæði í þessu til-
liti og öðru.
Það mun oftast hafa verið svo
að þegar komið hefir verið fram
með einhverjar nýungar viðvíkj-
andi búnaði vorum, hafa menn
orðið fyrri til að láta i ljós ótrú
sína á þeim, heldur en að viður-
kenna kostina, jafnvel þótt þeir
hafi verið auðsæir. Ef til vill er
ofmikið sagt, að menn hafi bein-
linis óskað ýmsum nýungum og
umbótum ófara, en finna mun
samt mega þau dæmin.
Hina almennu ótrú á öllum
breytingum, hljóta allir að kann-
ast við, sem kómnir eru til vits
og ára. Það mundi áreiðanlega
margt fara betur i búskap vor-
um ef menn væru fyrri til að
taka upjí nýjar og hagkvæmari
vinnuaðferðir og færa sér í nyt
allar umbætur á öllu viðkomandi
búskapnum, — hefðu þar hin
réttu tök og tæki.
ótrúin á umbótum mun að
mestu leyti stafa af þekkingar-
leysi manna i þeim efnum og svo
af þessari vanavillu, sem mörg-
um er gjai*nt að aðhyllast, að á-
líta allar nýjar aðferðir óþarfar
og jafnvel skaðlegar, vegna þess,
að þær hafi undir einhverjum
kringumstæðum, gefist illa af ein-
hverjum orsökum. En slík dæmi
sanna ekkert umnothælni aðl’erð-
arinnar.