Frón - 02.08.1919, Qupperneq 2
314
FRÓN
við, að hver maður, sem umráð
hefir fallvatna og vatnsorku, sé svo
vitur, að hann þekki hættuna. En
miklu fremur má ætla, að ríkið
sjálft, stjórn þess og Alþingi, hafi
betur vit á þessum hlutum, og láti
aldrei viðgangast, að hér sé stofnuð
fyrirtæki, er haft geti þær afleiðing-
ar, að sú þjóð sem byggir og bygt
hefir þetta land, missi tungu sína og
þjóðerni, og yfirráð landsins heima
fyrir. Mun óhætt mega gera ráð
fyrir, að þing og stjórn verði jafn-
aðarlega svo skipuð, að það verði
að minsta kosti miklu óhættara að
leggja slík vandamál undir þeirra
dóm en einstakra manna. Vilji menn
nú draga hér dæmi til, þá er ekki
annað en að Iíta í skrá þá, er háttv.
i. þm. S.-M. (Sv. Ö.) hefir samið,
og prentuð er í nefndaráliti meiri og
minni hlutans. Má þá sjá, hver með-
ferð hefir verið á vatnsafli landsins
undanfarið, og hvort engin ástæða
sé til að óttast hættu, ef svo verður
fram haldið stefnunni. Óll Þjórsá —
milli fjalls og fjöru, miljón hestöfl —
seld útlendum mönnum. Öll Hvítá
seld, meðan fossanefndin sat á rök-
stólum, sumpart útlendum mönnum,
en sumpart innleedum. Eg man ekki
hvort eftir er nokkurt vatnsfall, sem
virkjandi væri, sunnan lands eða
norðan, sem ekki er annað tveggja,
selt eða leigt. Sjá því allir, að ein-
stökum mönnum er ekki trúandi
fýrir svo roiklu afli. Er þess vegna
mikil hætta á ferðum þeirri þjóð,
sem á mikið afl f sfnu landi, en
hefir ekki mátt til að nota það. Það
getur íslenzka þjóðin ekki. Hana
vantar vinnukraft. Þótt hún færi öll
til, og sneri sér að vatnsvirkjun og
stóriðju, annaði hún því ekki, að
hagnýta sér alla vatnsorku í landinu.
Er því ekki ofmælt það, er eg segi
um hættuna, og heldur ekki ofmælt,
að þeir einstakir menn, er þykjast
eiga orkuvötnin, eru ekki færir um
að gæta hagsmuna landsins, ríkisins
og þjóðarinnar í þessu máli.
Virðist þá ekki annað fyrir, en að
Alþingi setji iög, svo a.ð ríkið hafi í
hendi sér, hvort virkja skuli fallvötn
landsins eða ekki, og hve mikið
virkja skuli Þetta er það, sem eg
hefi kallað aðalatriði í þessu máli.
Er í því sambandi sama, hvort menn
hallast að meiri eða minni hluta
fossanefndar um skilning á iögum
landsins, hvort einstakir menn eiga
vatnsaflið eða enginn einn maður
Má í báðum tilfellum hafa þá sömu
aðferð að til hverrar vatnsorkuvirkj-
unar sem er, þurfi leyfi ríkisstjórn-
arinnar, nema um smærri fallvötn og
þar sem sveitaríélög virkja handa
sjáiíum sér, til þess eins að fullnægja
raforkuþörf manna í héraðinu. Að
öðru leyti gildir sama um alla virkj-
un í iðnaðarskyni. Allir þurfa að fá
leyfi, hvort sem þeir eru innlendir eða
útlendir, hvort sem þeir eiga vatn
eða ekki. •
Þess vegna á að heimila stjórn og
þingi í hvert sinn, að banna eða
leyfa. Til þess eru þessi lög sett um
raforkusérleyfi. Að þessu hnígur það,
er eg sagði fyrr, er þessi mál voru
til umræðu, að fossanefndin hefði
ekki klofnað um aðalatriði málsins
Minni hlutinn hefir í höfuðatriðum
lagt til hið sama og meiri hlutinn,
enda var háttv. I. þm. S -M. (Sv. Ó.)
okkur sammála um þetta. Hygg eg
að það reynir t eigi vandi að sam-
ræma skoðanir meiri og minni hlut-
ans um þessa landvörn, sem þarf tii
þess, að þjóðinni sé óhætt fyrir að-
sókn auðmanna og erlendra fjár-
brutlsmanna, sem ná vilja tökum á
þessum afllindum Iandsins.
1 þessu sambandi er það aukaat-
riði, hver vatnsaflið á. En þó getur
það atriði haft stórmikla þýðingu.
Hugsum oss að allar sölur á íslenzku
vatnsafli sé löglegar, og erleadir
kaupendur sé réttir eigendur vatns-
aflsins, eigi vatnið, engu síður en
botn og bakka, Segjum svo að sér-
leyfislög nái fram að ganga, og svo
skynsamlega sé að farið, að engum
sé leyft að setja á stofn stóriðnað,
svo neinu nemi. Hvað gera þá þessir
erlendu eigendur ? Vér getum vel
hugsað oss, að þeir fari til stjórnar
sinnar og segi við hana: »Viltu
ekki verja mig og rétt minrs fyrir
þessum ofríkismönnum þar norður á
hala veraidar, svo að eg fái notað
mína eign eftir vild*.
Nú skyldu menn gera ráð fyrir,
að þjóðin væri enn í ófriðarham og
væri þá alls ekki óhugsandi, að hún
neyddi íslenzka ríkið til að láta
sonum sínum þetta i té. En ef dóm-
stólar eru látnir skera úr, þá þarf
þó meiri brjóstheilindi til, ef neyða
á þá íslenzka ríkið til að brjóta öll
sín lög, þau lög sem gilt hafa síðan
þetta land bygðist. Eg að eins bendi
á þetta, svo háttv. þm. sjái, að ekki
er vert að gefa einstaklingunum þau
réttindi, sem þeir eiga ekki, eins og
minni hlutinn vili. Og þó að gullið
sé ekki mikið í fossunum á þeirra
manna mælikvarða, sem stórhuga
eru, þá ætti þeim þm., sem ekki
tíma að veita fátækum mönnum
þúsund króna styrkt til nauðsynlegr-
ar mentunar, að hrjósa hugur við að
gefa þetta,
Einkum er hér um bóndans mál
og búnaðarins að ræða, því ef virkj-
un kemst á, þá er það búnaðurinn,
sem áreiðanlega verður fyrst fyrir
barðinu á stóríðnaðinum. AUir, sem
vetlingi valda, mundu hverfa frá
bóndanum til að leita sér atvinnu
þar. Og svo mundi eftir 5 —10 ára
Jórfagleði, meðan ósköpin væru að
komast í kring verða ávöxtur, er
einyrkjur þyrfti að hjálpa dætrum
sfnum til að geyma hans. M mdi því
fylgja ógleði nokkur, er landsmenn
sæu að vonirnar um framfarir og
hagkvæmari lífsskilyrði af stóriðnað-
arins völdum, voru tálvonir einar.
Iðnrekendur sitja hér auðvitað að
eins meðan þeir eru að græða og
hverfa svo heim, Þess vegna skil eg
ekki, að því verði nokkurn tíma
kornið inn í höfuðið á nokkrum
þingm. eða nokkrum manni yfirleitt,
að stóriðnaður sé hollari landsmönn
um en landbúnaður og sjávarútveg-
ur, sé'staklega í landi esns og ís
landi, sem hefir svo góð fiskimið.
Vona eg svo að hjttv. deild taki
frumv. vel, því að stefnun í því er
rétt og sjálfsögð. Vil eg leyf'a mér
að leggja til, að því verði vísað í
hina sömu nefnd sem hin önnur
vatnafrumvörp hafa farið í.
Kæruleysi ?
Nýlega kom það fyrir hér í bæn-
um, að barn nokkurra vikna gamalt,
er átti heima f húsi er liggur svo
sem tuttugu mínútna gang utan við
bæinn, veiktist mjög snögglega og
ágerðist veikin mjög fljótt. Móðirin
var ein heima og börn hennar, mað-
ur hennar var í vinnu í bænum. Sími
var í húsinu." Konan símaði þegar
tii læknis þess, sem hún hafði venju-
lega notað og skýrði honum frá að
barnið hefði veikst mjög snögglega,
og bað hann að koma og skyldi
hún fá bifreið til fararinnar. Hann
kvaðst ekki mega vera að því að
koma, hefði svo annríkt, hún skyldi
reyna að ná í annan. Konan gerði
það og hringdi í annan, en fékk
sömu svör, og svo koll af kolli.
Barninu elnaði alt aí sóttin og kon-
an hélt áfram að hringja, en annað-
hvort voru læknarnir ekki heima eða
væru þeir heima, þá höfðu þeir svo
annríkt, að þeir máttu ekki vera að
því að koma. Loks náðist í héraðs-
læknir og var honum fenginn bíll
og kom hann að vörmu spori, en
þá var barnið um það bil að skilja
við. — Það geta efalaust flestir getið
sér nærri um, hvernig móðurinni hafi
verið innanbrjósts. Eg skal ekkert
um það segja, á hvern veg annríki
því hefir verið háttað, sem læknar
þeir er í náðist börðu við. En ólík-
legt virðist það, að af 4 eða 5 lækn-
um, sem til náðist hafi allir verið
svo rígbundnir, að enginn þeirra
hefði mátt sjá af svo sein 15—20
mínútum í lffsnauðsyn. Héraðslækn-
irinn er eins og allir vita oít og ein-
att mjög bundinn við ýms embaett-
isstörf önnur en sjúkravitjanir. Getur
því oft staðið svo á, að ekki sé hægt
að ná til hans. En eru þá ekld þeir
læknar, er fengið hafa lækuingaleyfi
skyldir að sinna sjúkravitjunum, er
svo stendur á sem hérí
Frá útlöndum.
Friðurinn, Bráðabirgðafriðarsamn-
ingar hafa nú verið undirritaðir.
Hafa bandamenn knúð Þjóðverja
til að undirrita samning þann er
þeir höfðu komið sér saman um
á friðarþinginu og birtur hefir verið
útdráttur úr hér í blaðinu. Það
er varia hægt að segja, að dómur
óhlutdrægra sé mismunandi um skil-
mála þessa, því nær einróma álit
flestra þeirra er nokkuð hafa* um þá
sagt er það, að þeir séu mjög
ómannúðlegir og ólíklegir til að
langvarandi friður geti á þeim bygst.
Virðist mörgum sem hefndarhugur
og heimenskuharðneskja hafi meira
ráðið á friðarþinginu, heldur enn
einlæg viðleitni í þá átt að forða
eftirkomandi kynslóðum við þeirri
bölvun, er slyrjaldir og blóðsúthell-
ingar ávalt hafa í för með sér fyrir
mannkynið. Virðast nú leiðtogar
bandamannaþjóðanna, þeir er mestu
hafa ráðið í ófriönum, heldur ekki
fara I neina launkofa með það, að
máttur er vald, því stórkostlegar
hernaðarviðtökur hafa fuiltrúum þeirra,
er á friðarþinginu hafa setið, verið
veittar, er þeir nú hafa horfið heim
aftur, t. d. Wilson bandaríkjaforseta
o. fl.
Attur á móti virðist brydda á tals-
veröri óánægju meðal alþýðu manna
í löndum bandamanna. Virðist svo.A
sem ýmsum þeirra á meðal liki illa
meðferðin á Þjóðverjum og banda-
mönnum þeirra. Hafa slíkar raddir
koiníð fram bæði í Englandi, Frakk-
landi og jafnvel í Beígíu. Verkföli í
rlkjum þessurn eru og mjög tíð um
þessar mundir. Leiðir þar af margs-
konar glundroða á öllu verzlunar- og
viðskiftalífi þjóðanna. Ná afleiðingarn-
ar einnig til okkar og annara smá-
þjóða, er hlutlausar hafa talist. Má
svo að orði kveða, að alt ráð þjóð-
anna sé á hverfanda hveli, svo óvíst
er um öriög veraldarbúsins enn sem
komið er.
Það lætur að líkindum, að lítill
gleðibragur muni nú ríkja hjá hinni
þýzku þjóð og þjóðum þeim er í
hernaðarbandalagi voru við hana.
Þó verður eigi annað sagt, en að
þeir taki afarkostum þessum furðu
vel. Hafa foringjar alira flokka, að
því er virðist, bundist samtökum um
það, að reyna að vinna af alefli að
því, að þýzka þjóðin sundrist ekki,
og fulltrúar Þýzkalands í löndum
þeim, er samkvæmt samningnum eiga
að slítast frá þýzka ríkinu, hafa lýst
þvf yfir, að lönd þessi muni haida
áfram að vera þýzk og muni á all*
an hátt reyna að vinna að því, að
samtengjast aftur heimalandinu. Eins
og eðiilegt er á slíkum byltingatím-
um, hefir þýzka þjóðin heldur ekki
farið varhluta af þeim. Þó er eiris og
minna hafi borið á þeim í seinni tið.
Um bandamenn Þýzkalands f ofriðn-
um er það að segja, að friðarþingið
hefir að því er sagt er, afhent þeim
skilmála þá, er ætlast er til, að þeir
gangi að, og áður hefir verið getið
að nokkru hér í blaðinu, og að sögn
gefið þeim hundrað daga frest til
ákvörðunar, enda hefir fulltrúi Aust-
urríkismanna, að því -er sagt er,
neitað að undirrita samninginn eins
og hann var afhentur honum. Litur
út fyrir, að friðarpostularnir álíti
ekki sekt þess ríkisins eins mikla og
Þýzkalands. Verður þó eigi útskafið,
að þar hófst hildarieikurinn, hver svo
sem upptökunum hefir valdið, sem
sennilega upplýsist seint.
Úr af þeirri kröíu bandamaana, að
ráðamenn þýzka hersins sæti ábyrgð
á hryðjuverkum þeim, er framin hafa
verið af þýzkum hermönnum, hefir
Hindenburg ritað forseta þýzka lýð-
veldisins á þessa leið:
Herra _iíkisforseti I
í tilefni af því að friðársamningar
hafa verið uudirritaðir, lýsi eg yfif
því. sem hér seg'ir:
Ég ber einn ábyrgðina á öllum
athöfnum og fyrirskipunum hinnar
æðstu herstjórnar síðan 29. ágúst
1916. Sömuleiðis eru allar tilskipanir
og fyrirskipanir Hans Hátignar keis-
arans og konungsins, er að herstjórn-