Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 2
Málvöndun Þá er Börnin taka að lijala, þykir það hlýða, að kenna þeim að tala rétt það litla, sem þau segja. En því er ekki ætíð farið svo, því að foreldrarnir skeyta oft litlu um það eða bera ekki minnsta skynbragð á, hvað er rétt mál eða rangt. Vill það því oft verða til þess, þegar fram líða stundir, og börnin taka að þroskast, að þau verða sneydd allri málkennd. — Enda er sorglegt að hugsa til þess, hve tungu vorri er misboðið og misþyrmt, af fjölda manns, bæði í ræðu og riti, einkum þó á síðari tímum. Þess ber þó að geta, að málleysur, afbakanir og slettur úr öðrum málum, sem nú eru óhugnanlega teknar að gera vart við sig í tungu vorri, spretta jafnan upp í kaupstöðum og kauptúnum. — I sveitum tíðkast þetta lítið eða ekki, því að þar eru enn, sem betur fer, tal- að gott mál og kjarnyrt, einkum hér norðanlands. A þeim erfiðu og hættu- legú tímum, sem vofa nú yíir íslenzku þjóðinni, er þess brýn nauðsyn, að vér höldum við tungu vorri, sem forfeður vorir liafa talað niann fram af manni og öld eftir öld, síðan land vort byggð- ist. Oss ber eiiuiig að halda henni ó- mengaðri og hreinni, því að hætta er nú eigi lítil á því, að hún týnist og missi hinn norræna hreinleik sinn og blæ. — Erum vér sannir Islendingar, þegar vér höfum gleymt tungu vorri? Það er augljóst, að þá er tungan gleymist, hljótum vér að glata þjóð- erni voru. — En skilyrði þess, að vér séum Islendingar, er, að vér tölum mál þjóðar vorrar. -— Sá maður, sem eigi hirðir um það, að viðhalda tung- unni, tala hana og rita rétt, er að sjálf- sögðu eigi þess verður, að kallast Is- lendingUr. En Islendingar viljum vér allir vera, vegna þess að vér óskum þess heitt að lifa lengur, ekki vegna á- gætis né afburða sjálfra vor, heldur af einlægri þra þess að lifa. Þess vegna óskuni vér þjóðerni voru langlífis af ást á því, en ekki vegna þess, að vér teljum oss bera af öðrum þjóðum. — Ef vér liðum undir lok, yrði það héimsmenningunni mikill skaði, þar sem þjóðin getur alið marga ágæta sonu, sem gela gerzt miklir menning- arfrömuðir. Veröldinni væri þá og einni þjóðinni fátækari, sem mannlíf- ið og mannkynið speglast í. Það er skylda allra menntamanna, að vanda málið sem mest og bezt og leiða mönnum það fyrir sjónir, að þeirn beri að gera það. — En því mið- ur eru nokkrir menntamenn, sem hvorki eru sendibréfsfærir né tala tunguna rétt. Og það er furðulegt, að menn, sem engrar menntunar hafa orðið aðnjótandi, rita liana eins rétt og menn, sem eru orðnir stúdentar. — Blöðin gera lítið eða ekkert að bæta úr þessu vanda- máli. Öðru nær. Þau ala á bögu- mælum og orðskrípum, sem er óliæfi- legt að sjá á prenti. Og ekki þarf að minnast á stafsetninguna, svo hroða- leg og ótrúlega brengluð og hún er. — En það er íslenzka sveitafólkið, sem er þess vert, að það sé tekið til fyrir- myndar í málfari. Stafar það af því, að það les Jjjóðsögurnar og íslend- ingasögur, sem eru gimsteinar og kjarni túngu vorrar og bókmennta. Tíðkar það lesturinn í fámerininu og einverunni á kvöldin sér til skemmtun- ar og afþreyingar, að afloknu dags- verki, og lærir þannig og temur sér hreint íslenzkt mál. — I kaupstöðun- um stundaí' fólkið mest skemmtanir, að sækja kvikmyndahús og dansstaði, en leiðist þó flest, og er margt-síóá- nægt. En í sveitum unir fólkið sér við vinnu sína og er ekki eins spillt af um- heimnum. Steingrímur Sigurðsson. GÓÐIR KAUPENDUR! Oss þykir illt að þurfa að hækka verð Dagfara upp í tvær kr. á mánuði, þar eð vér höfðum ákveðið lægra verð í úpphafi. Kemur sú hækkun af því, að þá var oss ókunnugt með öllu um útgáfukostnað og eins um tölu kaup- enda. En nú er vér höfum fengið fulla vissu um hvortlveggja áðurnefnt, sjá- DAGFARI Er þjóðinni æskilegt eða r óæskilegt, að Island verði ferðamannaland? Margir íslendingar hyggja æskilegt, að ísland verði ferðamannaland, og hingað flykkist útlendigar til þess að dá fegurð lands vors. Eg játa, að ég fylgdi þessum málstað um hríð, en er hafði hugsað málið og rætt það við ýrnsa menn, sem bæði voru því hlynnt- ir og andvígir, snerist mér hugur. Þeir, sem vilja ferðamannastrauminn, styðja mál sitt með því, að ferðalang- arnir auki atvinnu manna og greiða- sala gæti orðið vænlegur atvinnuveg- ur. Einnig er þeim það keppikefli, að útlendir menn sjái þá fegurð, sem býr í skauti lands vors og hér búi þjóð, sem sé fjarskyld öllum skrælingjum og gjörólík nágrönnum vorum á Grænlandi. Við skulum nú athuga þetta vandlega. Ef hingað kæmi margt ferðamanna ár hvert, væri mikil nauð- syn á, að hér risu upp mörg gistihús, sem væru búin miklu meiri þægindum en þau, sem fyrir eru í landinu. Ef til vill veitir ekki af því, en af þessu leiddi, að fjöldi * manns færi að fást við veitingaþjónustu, og ég hygg, að eigi sé æskilegt, að slík stétt yrði fjöl- menn. Islendingum lætur betur að heyja stríð við Ægi karl og erja fóst- urjörð sína, þótt hún sé lu'jóstrug, heldur en að lifa af molum þeim, sem falla af borðum útlendra ferðalanga, sem hingað legðu leið sína. Ég hygg, að vaskir og knáir sjómenn og þiaut- seigir bændur séu betri fulltrúar jxjóð- ar sinnar en uppskafningslegir gest- gjafar og lúpulegir veitingaþjónar. Islenzk veðrátta er óblíð og breyti- leg. Utlendingai', sem kæmu hingað, um vér oss ekki fært að setja gjaldið lægra, ef vér eigum að sleppa skað- lausir að mestu út úr „brambolti“ þessu. Vonum vér, að þér látið Dag- fara eigi gjalda þess, þótt dýr sé í rekstri. Með vinarkveðju. Ritstjórnin.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.