Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 4
4 D A G F A R 1 Heimarabb Þótt ekki sé langt liðið á skólaárið, hefir þó dregið til tórtíðinda innan veggja skólans, og þeir atburðir gerzt, sem þykja munu áhrifaríkir og eigi hversdagslegir. Má þá fyrst geta þess, að nemendur hafa fengið skorinorð tilmæli um að venja ekki komur sínar á Hótel Norð- urland á komandi vetri og láta eigi rekja slóða sinn þar um hlaðið. Flestum mun seint líða'úr minni „salurinn“ sá, þegar þetta var gert heyrinkunnugt. Mátti líta margt ótta- þungið auga, sem horfði upp að „pontunni“. Salurinn endurómaði af gráti og gnístan tanna, og tárin streymdu í stríðum straumum niður margan, fölan vangann. Sundurlaust livísl barst mann frá manni, hlandað ekka og gráthljóði og af mörgum var svo dregið, að hann mátti vart mæla. Eigi þarf að lýsa atburði þessum gerr, en hins má minnast, að það, sem eftir var dagsins bergmálaði skólinn af tregasöng, blönduðum gráti og kveinstöfum, þar sem hver söng með sínii nefi: „Nn er horfið „Norðurland“, nú á ég hvergi heima.“ Vér finnum til með hinum „dans- lærðu“ sveinum skólans, sem eigi hafa þekkt annað sér til hjálpræðis, en „Landið“ og þess lystisemdir. Vér viljum reyna að benda þeim á leið, sem til björgunar kynni að liggja og bjarga þeim frá því, að liðamótin stirðni og fæturnir þyngist af of lítilli þjálfun. En leiðin er sú, að þeir-menn, sem mest liafa sótt „Landið“ á kveld- in, komi í þess stað oftar á þá dans- leiki, sem haldnir eru í skólanum, ef vera kynni, að með því mættu þeir fannhvítan snæinn á hinum hraðfara fákum, skíðunum. Íþróttasíðan mun vonandi flytja ykkur fregnir af mörg- um slíkum svaðilförum síðar. B. F. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H * F gleyma ofurlítið þessum þunga harmi og illþolanlega mótlæti. Um sama leyti og þessi ráðstöfun var gerð, dundi annar „Stóri-Dómur“ yfir, því að þá lokuðust dyr þær fyr- ír nemendum, sem liggja til þess stað- ar, þar sem þreytt er íþrótt sú, sem „Billiard“ nefnist. Eigi hefði verið kynlegt, þótt fyrir- skipun þessi hefði komið löngu fyrr, og þótt henni hefði verið framfylgt út í yztu æsar, þegar nemendur höfðu sýnt svo átakanlega, eins og margir hafa gert með því, að sækja slíka staði sér til dægrastyttingar, hve sóma- tilfinning þeirra er á lágu stigi, — þegar öll kurl koma til grafar — og hve smáum augum þeir líta á sjálfa sig. Vér trúum því ekki, að nokkur sá maður sé til, sem ekki finnur til illrar líðanar, þegar hann stígur fæti sínum inn fyrir þrep þessa samkomustaðar. Svo er allt óþrifalegt. Og um loftið, sem leikendur draga þar niður í lung- un, er bezt að fjölyrða sem minnst. Á stað þennan safnast saman hinn flekkóttasti hópur manna, af öllum sauðahúsum, og er það merkilegt, að nemendur skuli ekki meta sjálfa sig það stóra, að þeir fyrirverði sig fyr- ir það að lifa, hrærast og þreyta leiki sína í svo menguðu lofti og hafa sam- neyti við eins mikil óhreinindi, andleg og líkamleg. M. G. Hver sagði þetta og hvar stóð það? 1. „Yður leggst eitthvað til,“ sagði læknirinn vandræðalega. „Leggst eitthvað til? Mér hefir ald- rei lagzt neitt til.“ 2. Nú er hann fallinn í valinn. En minningin helzt og geymist eins og steinn í götuskorningi — mosavaxinn, grasgróinn hnöllungur. 3. Nú fannst honum hann vera alls staðar veikur og öllum kvikindum vesælli-------- T ' * ' 1 osjo Brimið bátinn lemur, hárur rjúka í fjúki. Vindur skekur vendi, veltist þari á seltu. Glotta gráir klettar, gnæfa yfir sævi. Bíða þess, að boðar hrjóti fley á grjóti. Rofnar borð á barða, byltist Ægir trylltur. Firar týna fjöri, feigir stríðið heyja. Ránardætur dansa, duna banastunur. Spekist Rán hin spræka, sprek á fjörur rekur. STÖKUR Verði œ þín gata greið, gleði og virðing hljóttu. Alla þína œvileið ása vandans njóttu. Vona’ ég fæst þér verði að töf, vektu hæstan Ijóma. Sigldu glœst um heimsins höf, hljóttu stærstan sóma. Br. Bz. S T A K A Úrið bæði og hjartað hljótt háttvís slögin bundu. Vísar lífsins færast fljótt fram um eina stundu. Kári frá Hvoli. 4. „Dauðinn varð leiðin að ljósinu, sanninum. Lífið varð hlettur á hetjunni, mann- inum.“ 5. „Veröldin aldrei var mér góð, vottaði’ hún æ sitt dyggðarleysi. En á meðan ég uppi stóð, ei gat hún varpað mínu hreysi.“ Svör birtast í nœsta blaði.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.