Menntskælingur - 01.10.1948, Page 1

Menntskælingur - 01.10.1948, Page 1
MENNTSKÆLINGUR I.tbl. AKUREYRI — OKTÓBER 1948 II. árg. „Undir skólans menntamerki mœtast vinir enn í dag.“ Á ný erum við saman komin undir þaki Menntaskólans á Akureyri. Nýtt starfsár er hafið — nýtt tímabil, sem færir okkur einu þrepi ofar, einu þrepi nœr hinu langþráða takmarki. Er við nú í dag lítum yfir hópinn, söknum við margra gamal- og góð-kunnra andlita, en sjáum í þeirra stað allmörg ný og óþekkt. „Kynslóðir koma og kynslóðir fara“ og svo er það einnig í okkar fámenna hóp, og áður en varir tilheyrum við öll hópi hinna horfnu skóla- kynslóða, og í okkar stað verða komnar nýjar kynslóðir með nýja siði og venjur. Einhvern vormorgun kveðjum við þennan skóla og höldum á burt héðan, fyrir fullt og allt.- Svo þegar hópurinn kemur saman á ný, næsta haust verða ef til vill einhverjir, sem sakna okkar úr hópnum. Þó býst ég við að söknuðurinn verði mestur lijá okkur sjálfum, söknuðurinn eftir vinum og félögum. eftir starfi og leik í Menntaskólanum á Akureyri. Aður en varir skilja leiðir, og við hverfum til hinna ýmsu starfa þjóð- félagsins. En minnumst sarnt œtíð þess, að livar sem leið okkar liggur, yfir lönd eða höf, eigum við að bera mcð okkur hróður Menntaskólans á Akureyri. „Sýnum öll á sjó og landi sigurþrelc hins vitra manns, sýnum það að ajl og andi eigi skóla norðan lands.“ H. Þ. J. o

x

Menntskælingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.