Menntskælingur - 01.10.1948, Side 5

Menntskælingur - 01.10.1948, Side 5
MENNTSKÆLINGUR 5 — Hver segir það? Dianna hélt áfram að horfa á hann. Hún hafði víst ekki komið til annars en að stríða honum. — Nú kemurðu með mér á kaffihús — býður mér, sagði hún. — Eg skal gefa þér túkall, sagði Magnús með stillingu. — Ægilega ertu leiðinlegur, sagði Dianna. — Gerir mér ekkert til, svaraði Magnús. Dianna stóð upp og leit í spegil. Ljósgult hárið glóði, og augun iindruðu. — Farðu, sagði Magnús, — ég þarf að hugsa. — Ertu að reka mig út, ég skal víst fara. Síðan strunsaði hún út og sagði vertu blessaður. Ekki var hún reið því að hún þekkti fuglinn, og Magnús hélt áfram að hugsa, ekki um stærð- fræðiþrautina heldur um það, sem listamaðurinn hafði síðast sagt við hann: Listin er verk mannanna, þess vegna nær hún aldrei sköpunar- ■verki guðs. Hann hafði byrjað að hugsa um þetta þegar hann sá Di- önnu í gættinni; þessar rósrauðu varir og ljósu mjúku húð. Auk þess dimmblá augu. Hvað var hún? Var hún listaverk eða eitthvað annað? Atti hann að reyna að skapa feg- urra og meira listaverk en hina lín- klæddu Diönnu, fara fram úr nátt- urunni. Sumir höfðu komizt svq langt að blekkja hana; hví ekki fara fram úr henni? Skapa full- komnari mannveru, sem væri ódauðleg að sína leyti. Hann brosti útí annað munnvikið, og hitt líka þegar hann mundi eftir ritningu úr biblíunni: Ekki skaltu freista drott- íns guðs þíns. Hvað kom honum til að detta í hug að keppa við náttúr- ur.a; voru það þessir mannlegu breyskleikar, sem alla þjá, svo sem öfund. Einu sinni hafði hann málað konu, en aldrei fundist hún falleg í íitun og veru. Aldrei langað til að snerta vanga hennar, eða hverfa til hennar. Hann fór að hlæja að þessu. Hvað kom honum við, hvern- ig þessi stelpa leit út. Hálfgerður unaður fór um líkama hans. og ef til vill að sumu leyti dálítil hvöt, og nú fann hann svo vel hvaða heljar cfJ börðust í brjósti hans. Það var þrá til að lifa, eins og þrá jurtanna, sem bera blóm; og annars vegar þrá, sem við lesum stundum um í bókunum, það er að segja, að verða frægur maður, svo að nafnið lifi og ókomnar kynslóðir dásami það og verk þess, án þess að vita livers konar mannfýla þetta hefir verið. Hann bylti sér á grúfu og 1 orfði á rósirnar á ábreiðunni og fcr að hugleiða setningu úr sálfræð- inni um það, að menn ættu að leit- ast við að stjórna hugsun sinni. Gat hann það? Hvort skyldi vera auð- reldara, að stjórna líkamanum eða sálinni? Áður en hann vissi af, var hann farinn að hugsa um Diönnu

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.