Menntskælingur - 01.10.1948, Síða 6

Menntskælingur - 01.10.1948, Síða 6
6 MENNTSKÆLINGUR MISLITT FÉ III. Jóhann Axelsson V. bekk. M. aitur, kannske ekki beint frá sjón- armiði listarinnar, — og þó. Hann sá angandi varir hennar og djúp augu, dýpri en allt annað. Hann sá fætur hennar. Hún var allténd í gul- um sokkum. Líklega óprýddi það fremur en hitt. Og svo datt honum í h.ug, það sem hún hafði sagt: — Þú heldur, að þú sért einhver listamaður. Hann roðnaði. — Eg er vitlaus, muldraði hann oní áhreiðuna. En Dianna hélt áfram að svífa fyrir hugskotssjónum hans. Hann horfði stöðugt á ábreiðuna, eða réttara sagt gegnum ábreiðuna eins og hann væri að skyggnast inn í eilífðina. An þess að vita fyllilega af, hafði hann hvíslað: Dianna! Þú _ert dásamlegt listaverk. MENNTSKÆLINGUR Útgefinn af nokkrum menntskælingum. Ritstjórn: Friðrik Þorvaldsson, kennari. Guðfinnur Magnússon. Halldór Þ. Jónsson. Baldur Hólmgeirsson. gcvot - Fram um brautir flýgur andi, furðuverk í dölum lít. Þar er Jiár og horskur andi iiafinn yfir borgarskít. Vinarhendur verma landið verkin sýna merkin nýt. Líttu liátt, en lirasa ekki, hafðu með þér drengja val. Slít þú monts- og mœrðar-hlekki, minnst þú brœðra inn’ í dal. Yittu, þar er afl og andi, afl til þess, sem vinna skal. Landið bíður, landið vonar, þið lítið aftur heim til sín. Spyr: Verð ég nú kannske að kveðja kæru, litlu börnin mín? Þið hugsið ekkert um mig núna, er hún gleymd, liún mamma þín? Sæm.-Helgason.

x

Menntskælingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.