Menntskælingur - 01.10.1948, Side 7

Menntskælingur - 01.10.1948, Side 7
MENNTSKÆLINGUR 7 MORGUNVERK I SVEIT Klukkan er hálf sjö, enn er dimmt, því að nú er skammdegið hvað svartast. Eg hefi klæSzt vaS- málsúlpunni og girt buxurnar nið- ur í sokkana. Síðan býst ég til þess að ganga suður í beitarhúsin. Veð- ur er hið bezta, svo að ég verð að halda ánum að beitinni í dag. Létt- ur í spori geng ég suÖur flóann. Snati gamli er í fylgd með mér, hann telur það ekki eftir. Eg opna fjárhúsdyrnar og geng inn. Ærnar rísa allar á fætur, því að minni kurteisi geta þær ekki sýnt. Mókolla kemur til móts við inig, og stappar fætinum reiðilega niður í króna. Hún hefði gjarnan kosið að sofa dálítið lengur. Eg kveiki á týiunni og geng inn að tóftardyrunum. Golta horfir vonaraugum á eftir mér og hugsar, hvort ég gefi þeim ekki nokkur töðustrá. Glenna gamla veit, að svo muni ekki verða. Hún er því reiÖ, og í bræði sinni rennir hún heiftar- lega á Surtlu litlu, sem hefir þó ætíð veriÖ bezta vinkona hennar. Eg skreiðist inn í tóftina og . þreifa eftir heynálinni. Enn er lítil geil í heyið, sem sýnir það glögg- lega, hversu góður fjármaður ég er. Töðustabbinn er ósnertur. Það gæti orðið gott að grípa til hans, ef tíð- ii versnaði upp úr áramótunum. • Eg tek vænt hneppi af útheyi og ber það fram á garðann. Hrútarnir vakna nú fyrst og troða hausunum undir garðahandið með stírurnar í augunum. Ærnar raða sér einnig á garðann og taka til óspilltra mál- anna. Nokkrar þeirra hlaupa um í krónni og leita fyrir sér á fleiri en einum stað, ef töðutugga kynni að hafa slæðzt með. Eg sit í tóftardyr- unum, teyga að mér heyilminn og nýt þess að horfa á þetta. Það líður cðum að dögun, svo að ég geng til dyranna og hleypi ánum út. Hrút- unum finnst karlmennsku sinni mis- hoðið, þegar þeir fá ekki að fylgj- asl með og láta óánægju sína í ljósi með djúpum bassarómi. Eg fylgist með hópnum upp í hlíðina og held síðan heim á leið. Það er orðið albjart, svo að bú- asl má við, að hænsnin séu komin á stjá. Eg geng því út að hænsnakof- anum með byggskál og moðpoka. SkammdegiÖ hefii ill áhrif á hæn- urnar. Þær híma á priki sínu, hor- aðar og með fölvan kamb og hafa nú alveg glatað trúnni á lífið. Þær eru staðráðnar í því að hætta að verpa. Haninn húkir úti í horni og lítur ekki upp, þegar ég kem inn. Hann hefir megnustu skömm á hænunum og ætlar aldrei framar að brýna taustina fyrir þær. /Framhald á 10. síðu.)

x

Menntskælingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.