Menntskælingur - 01.10.1948, Qupperneq 13

Menntskælingur - 01.10.1948, Qupperneq 13
MENNTSKÆLINGUR 13 Hræðilegur atburður. Smásaga. Það var dimm haustnótt. Austan- næðingurinn gnauðaði venju frem- ur hátt við bæjarburstina. Eg svaf vasrt inni í fleti mínu, sem stóð við fremra þil baðstofunnar. Skyndi- lega var þrifið í mig og ég vakinn með þeirn orðum, að eldur hefði læstst um hlóðaeldhúsið, hús það, sem stóð næst baðstofunni. Þessi fregn skelfdi mig ákaflega. Eg þaut _fram úr rúminu, klæddi rnig í buxur og skó. Lífinu varð ég fvrst að biarga. Kaus ég því skemmstu leJðina út með því að brióta gluggann yfir rúminu og forða mér þannig á brott. Þegar ég var í bann veginn að klifra niður baðstofnvegginn, féll blutur nokk- ur í höfuð mér, svo að kvað við. Þetta var næturgagnið hennar Bínu gömlu. Hún bió updí á kvistinum og leitaðist nú við að bjarga búslóð sinni. Hún lét skynsemina ráða, kerlingin, annað dugði nú ekki. Frammi á blaðinu var allt á fievgiferð. Pabbi og Jón vinnumað- ur kepptust við að bjarga því verð- mætasta, því að för eldsins varð eigi heft. Fremri stafn baðstofunn- ar var nú brunninn að hálfu leyti. Eg varð einnig að rækja skyldu mína. Réðst ég því til inngöngu í búrið og kom að vörmu spori aft- ur með kolarekuna og eldskörung- inn, því að þessir hlutir urðu fyrst a vegi mínurn. Þegar Jón vinnumaður kom auga á þetta, varpaði hann mér flötum og spurði, hvort ég væri vitlaus. Ilræddur og reiður stóð ég upp, en ekki gafst mér tími til að hefna harma minna þegar í stað, en það skyldi gjört síðar. Hvað átti ég að gjöra? Það brakaði í göngunum, þakið gat fallið inn, bvenær, sem \era skyldi. Að vísu hlupu full- orðnu karlmennirnir þarna út og inn, en satt að segja brast mig al- gjörlega kjark til slíks. Nú kom ég auga á vatnsskjólu skammt frá mér. Illjóp ég þegar suður í bæjarlæk- inn og kom að vörmu spori aftur með hana, fleytifulla af vatni. Þótt- ist ég nú maður, þegar ég skvetti vatninu inn í göngin. Til allrar óharningju var Björn gamli rétt í þessu að staulast út, og fór því vatnið beint framan í andlit hans. Eg kaus að forða mér, en karlinn geystist út og barði hækj- unni bölvandi í jörðina. Hitinn frá eldinum var óþolandi cg magnaðist æ. Því, sem bjargað hafði verið, var nú komið fyrir í Iiæfilegri fjarlægð frá bálinu. Fjósþakið var alelda, hafði eng- inn munað eftir kúnum ennþá. Eg brá því við og hljóp áleiðis til fjóss-

x

Menntskælingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.