Menntskælingur - 01.10.1948, Qupperneq 15

Menntskælingur - 01.10.1948, Qupperneq 15
MENNTSKÆLINGUÍl 15 REGLUR jyrir útvarpi aj göngum og úr stojum. 1. útrekstur: 1. Kennurum skal eigi hlíft við útrekstri. Sjá nánar í 3. grein. 2. Kvenfólk hefir sérstök fríðindi, eftir því hve ummál þeirra er mik.ð. Við þeim er harðlega. hannað að stjaka dónalega. Ut- kaslarar eru varaðir við að egna þær ekki svo, að þær gleymi stöðu sinni í þjóðfélag- inu sem hið veikara kyn. 3. HarðbannaS er aS kasta útkösturum eða nemendum út um glugga. 4. Ekki leyfist að draga menn út á hári eða eyrum. 5. Bannað er að spyrna í óæðri enda þeirra manna, sem reka skal út, nema sannað verði með g'ldum rökum, að þeir hafi áð- ur gert sig seka um að sparka í útkastara í knattspyrnu eða á öðrum vetlvangi. 6. Sé útkösturum sýndur mótþrói, er þeim óleyfilegt að ráðast nema einum að hlutað- eigandi. Sé hins vegar um kennara að ræða, skal þeim ráSlagt aS vera eigi færri en fjórir. 7. Bannað er að beita vasahnífum eSa öðr- urn „lagvopnum" við kvenfólk. 8. Vafasöm er hin gamla regla allra útkast- ara að þrífa annarri hendi í hálsmál fórn- ardýrsins og hinni í buxnabotninn, ekki ífzt er líða tekur á veturinn, og botninn að Vynnast. 9. Huganum ber að renna til jeppa Steindórs og eðjupollsins fyrir framan hann, áður en löppinni er lyft tll að sparka einhverj- um feitum fram af tröppunum. 2. útistada: 10. Söngur úti er sérstaklega bannaður. Eink- um má þó nefna tvo söngva, sem ekki má svo mikið sem hvísla, ef ekki á að stofna til óeirða: „Þú, stærðfræði, helvítis hryggð- armynd“ og „Þú Baunanna mál ert af brothljóði ríkt“. 11. Eftir að snjórinn er kominn er harðlega hannað að kasta snjókúlum að nikótinist- unum úti við hliðið, ekki sízt ef það eru ‘ steinar innan í þeim. 12. Ekki má nota frímínúturnar til þess að vekja andúð manna á útkösturunum. — Þelta er þeirra lögskipað verk. 3. inntrodningur: 13. Fyllsta tillit skal tikið til busa og annarra smávaxinna manna, og bera útkastarar ábyrgS á, að þeir verði ckki troönir undir. Skal þeim einkum bent á, að mest hætta á s’íku stafar frá kvenfólki í kulda.. 14. Bannað er að bíða þangað til menn eru komnir af skóhlífum sínum og h'rða þær síðan. 15. BannaÖ er að „vangast" í þrönginni, jafn- vel þó að kennarar eigi í hlut. 16. IlarðbannaS er að æpa frumtaleg ókvæðis- yrði að kennara, þó að hann Jcunni að vera kominn inn í stofuna á undan. 17. Væntum þess að lögum þessum verði fylgt til hins ýtrasta. ÖRYGGISRÁÐ M.A. GASPUR. — Hann var óttalegastur maður öllum sír, um andskotum, því að hann fyrirgaf þeim aidrei, fyrr en þeir voru dauðir. (Um Gissur jarl). * V Svo er sagt um mann nokkurn, er eitt sinn stundaði nám í skó'a þessum, að er nann kom heim af prófi, hafi hann sagt við föður sinn: — Sá er nú einn munurinn á okkur, faðir sæll, að þú ert prófastur, en ég er prófla. 5.! » * * Ileyrt í kei.nslustund: — Annais eru hinir núlifandi ítalii mjög ólíkir sínurn forfeðrum. Þelta eru hoppandi og gestikúlerandi snarkringlur! * * * Heyrt í drnskutíma: — Halinn á fuglinum dúaði upp og niður!

x

Menntskælingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.