Framtíðin - 01.03.1908, Blaðsíða 5

Framtíðin - 01.03.1908, Blaðsíða 5
^osbomsJt 'i 1. árg. || 1. MARS 1908.________________|| 1. tbl. Nýja blaðið hneigir sig. Sh EÐAL barna og ung- '«* linga hefur í seinni tíð )| ofur-lítið verið minst á barna- og unglinga- blaðið, sem í vændum ‘ hefur verið. Þá befur það oftast verið kallað nýja blaðið • því enginn hefur vitað neitt um það, iivað það ætti að heita. Nú kemur það þá loksins fram á pallinn, og hneigir sig fyrir unga fólkinu. Enginn fæst tii þess að gera það kunnugt. Það verður að hafa fyrir því sjálft. Og af því það er öllum ókunnugt, — liefur aldrei á manna fundum setið né með börnum verið—, þá segir það til nafns síns, og segist lieita Fram- tíðin. Fyrir henni klappar unga fólkið, eins og lög gera ráð fyrir, enda þótt hún lmeigi sig viðvaningslega, eins og títt er með unglinga, þegar þeir í fyrsta sinni koma fram á ræðupall. Það tekur ekki neitt til þess. Klappar eins hjartanlega, þótt sumt eldra fólkið kunni að brosa að viðvaningsbragnum, það sem betur kann sig. Hún kemur eins og ung stúlka, ofur-lítið feimin; og það fer henni ekkert illa. Og ungum stúlkum er hún lík í því, að hana langar til þess að fólki —- að minsta kosti sunni fólki — lítist vel á sig. Þótt aðrir brosi að henni, þá stendur henni það á sama, ef það ekki gerir það—fólkið, sem hún vill að lítist vel á sig. Annars vill hún reyna að gá að sér með að vera ekki hörundsár. Hún heldur, að það borgi sig illa. Hún muni finna mest til þess sjálf. Enda sé bros saklaust. Og geti líka verið til góðs;

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.