Framtíðin - 01.10.1908, Page 5

Framtíðin - 01.10.1908, Page 5
F R A M T 1 Ð I N. 117 „Faðir ekkna og nuinaðarleysingja niun gera sitt“; um þessi orð var hún að hugsa á heimleiðinni, og um iþessi orð ritningar- innar, er prestur hafði haft í ræðu sinni: ,,í hógværð og trausti skal styrkur yðar fólginn vera.“ Á meðan á guðsþjónustunni stóð, hafði maður einn vel cfnaður tekið eftir því, að hún var hrygg í liuga, og spurst fyrir um tilefni til þess. Sama kveldið sat hún með hörnum sínum við ljós og leitaði huggun- ar í guðs orði og einsetti sér að reyna til með aðstoð drottins að bæta úr tjóni sínu meö iðjusemi. „Við skulum ala upp eina geit,“ mælti hún, „verið getur að við eign- umst einhvern tíma kú aftur." í sömu svipan var harið liægt að dýrum; maður einn gekk inn og mælti: „Góður kunn- ingi yðar sendir yður kú þessa og sekki, með kærri kveðju sinni,“ og að Iþví mæltu gekk hann aftur á hurt Fyrir utan húsið stóð kýr bundin, og var talsvert fegri en sú, er ekkjan hafði mist. Börnin leiddu kúna inn í fjósið, og voru næsta glöð; kornsekkina báru þau inn i kofann, og þó voru þeir æðiþungir fvrir Iþau; cn tnóðir þeirra ' tárfeldi af gleði. Næsta dag kont maður sá, sem þegar var getið, til ekkjunnar; hann var sjálfs- eignarbóndi. Hann mælti til hennar: „I gær fórnuðuð þér guði tárum yðar, og nú hefur hann huggað yður. Jeg hef lengi skuldað drotni þakklætisfórn fyrir hina miklu blessun, er hann hefur látið mér hlotnast. Takið þér (þá á móti því, sem jeg færði yður, sem væri það skuld, er jcg greiði yður. Jeg þakka drotni fyr- ir, að hann skaut mér þv: í brjóst að hjálpa yður.“ Eftir liandr. Halld. K. Friðrikssonar.. Hún móðir þín. Ungi maður ! ef þú átt móður á lífi, þá áttu að elska hana og gera alt, sent í valdi þínu stcndur, til Iþcss aö elliárin hennar veröi henrii sem friðsælust og best. Þér er ekki unt að vita, hvað mikið hún hefur orðið að þola og leggja í sölurnar þín vegna. Hvítu þræðirnir í hári hennar konm Iþá, er hún í sálar-angist sinni kraup með beygðu höfði við vöggu iþína, Þú færð aldrei skilið, livað hún tók út, iþegar hún nætur og daga vakti yfir þér veikum, og horfði á þig kvíðandi og óttafull; eða Ibegar hún liélt þér upp að brjóstinu á sér og bað guð að frelsa þig frá dauðanum með bæn eins heitri og innilegri og móður- inni einni er unt að biðja. Hvað hjarta hennar gladdist og fyltist þakklæti til guðs, þegar hætta dauðans var um garð gengin og lífi drengsins hennar litla var borgið. Hvílík umönnun og viðkvæmni og sjálfsfórn sýndi hún ekki, þegar hún hjúkraði |þér og annaðist um þig á æskuárum þínum! Alt var hún reiðubúin að leggja í sölurnar þín vegna. Nú er útlit hennar orðið annað. Byrð- arnar, sem hún bar fyrir Iþig, þrautirnar, sem hún þoldi þín vegna, og tímans tönn — alt þetta hefur breytt henni hið ytra. En kærleikur hennar til þin er óbreyttur. Tíminn hefur lagt snjóhvíta hárið um enni hennar og vanga. Hann hefur rnark- aö kinnar hennar rákunum djúpu. En er ekki samt sem áður svipurinn hennar enn blíðasti og fallegasti svipurinn? Eru ckki varirnar hennar, sem kyst hafa þig heit- ustu kossunum, enn þá heitustu og fall- egustu varirnar, sem til eru í heiminum? Að vísu er kontin móða yfir augu lienn- ar; en úr þeirn ljómar þó móður-ástin helga, sem aldrei kólnar. Enn þá er hún iþín gamla, elsku mamma þín. Dagar hennar cru bráðurn táldir. Máttur hennar er að þrotum kominn; cn .samt sent áður myndi hún gera meira fyrir þig, en nokkur önnur sál, til þess að frelsa þig frá ógæfu. Hvað djúpt, sem þú sekkur, og í hvað mikla fyrirlitning sem þú lendir, þá vill hún þó koma til þín og vera hjá þér. Þótt allir snúi við Iþér bakinu og enginn vilji að þú komir nærri sér, þá snýr hún sér' ekki undan og ckki er hún hrædd um að hún óhreinkist, þótt hún faðmi þig að sér, strjúki hárið á Iþér og kyssi þig. Ástin hennar mömmu þinnar er ímynd kærleika guðs. Elskaðu hana og gerðu síðustu stundir hcnnar sem bjartastar með því að vera eins góður við hana og þér er unt. Lausl. þýtt af J. G. J..

x

Framtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.