Framtíðin - 01.10.1908, Side 6

Framtíðin - 01.10.1908, Side 6
118 F R AM T1 Ð I N. Ummæli nokkurra ríkisstjóra um vinbann. Governor Glcnn fN.-Carolinaj: „Sagt skal þaö öllum lýö, aö jeg hef brent hina síöustu brú bak viö mig, og nú geng jeg hiklaust í liö meö hinum sterku bindindis- öflum til aö útreka þetta viöbjóðslega skrímsli.“ Gov. Hokc Smith ('Georgiaj: „Vér veröum aö beimta af sambandsþinginu lög, sem banna aö flytja áfenga drykki inn i iþau ríki. sem vínbannslög hafa.“ Gov. Burkc ('N.-Dakotaj: „Hér í Norð- ur-Dakota hafa vínbannslög svo lengi' ver- iö í o-ildi. aö í sumuffl sýslum eru fanga- hús ekki lengur til. Fáir glæpir eru drýgð- ir í rikinu." Goz’. Folk fMissouri): „Síöan fariö var að loka vínsölubúðum á sunnudögum hefur glæpum. sem drýgðir hafa veriö á sunnudögum, fækkað 60%. Aö bví skapi, sem verslun áfengra drykkja hefur mink- aö, hefur glæpum fækkaö og minkað kostnaður viö sakamál." Gov. Cummins (lowa): „Því minna sem selt er af vini, því betra er siöferði fólksins.“ Gov. Cutlcr ('Utahj: „Siöferöi ríkisins batnar aö sama skapi. sem vínsalan þverr- ar. Tekjur rikisins aukast af því bindindi leiöir til sparsemi og reglusemi og þar af leiðandi til aukinnar velmegunar manna.“ Gov. Campbcll ('Texasj: „Það, sem vinst meö lækkun kostnaðarins viö mála- rekstur fyrir fækkun glæpa, er ætlaö aö jafnast á viö þaö, sem tapast viö missi á- góöans af vínsöluleyfunum.“ Margir þeir, sem glöggskygnastir eru á teikn timanna. spá því, aö ekki muni nú- lifandi kvnslóö undir lok liðin áöur en vínverslun veröi meö lögum bönnuö um öll Bandaríki Vesturheinis. Sumir líkja bindindis-hreyfingunni við rót þaö, er kom á hugsunarhátt þjóöarinnar út af þrælahaldinu um og eftir miöbik síöustu aldar. Vonandi lægir ekki öldu þessari fyr en hún hefur burtskolaö þrældómi þessum, er hinum fyrri er argari, og tþjóðin losnar úr ánauð ofdrykkjunnar. —„Sam.“ B. B. 1. Bækur. 1. Ættargrafreiturinn, saga íslenskuö af Sigurjóni Jónssyni. Kostar 50 cent. óbundin. 2. Ellcn Bondo, kveðja frá ungri mey til unglinga. Kostar 10 cts.. Bæði kverin til sölu hjá H. S. Bardal, Winnipeg, Man. Æittargrafreiturinn er norsk saga, þýdd úr norsku barnablaði. Á hr. Sigurjón, út- sölumaður „Bjarma", hins kristilega heim- ilisblaös, sem kcmur út i Reykjavík, þýö- andi sögunnar, þakkir skiliö fyrir að hafa þýtt hana, og félagiö „Vísir“ líka fyrir aö hafa gefið hana út. Ef tþessi smásaga á- vinnur sér hylli og velvild íslenskra les- enda, þá hefur ,,Vísir“ í hyggju að gefa eitthvað fleira út“—segir eftirmálinn. Enginn vafi er á því, aö sagan ávinnur sér hylli. Almenningur iörast ekki eftir því aö lesa liana. Unglingar lesa hana líka meö ánægju og sér til gagns; enda er hetj- an í sögunni drengur 13 ára gamall, sem holt er fyrir unglinga að kynnast. Rit- stjóri „Framt.“ haföi ánægju af aö lesa hana og mælir með henni. — Hann vonast eftir því fastlega, aö „Vísir“ veröi meira en vísirinn. — En hann vill mega biöja þaö og aðra, sem senda bækur hingaö vest- ur til sölu, ekki síst bækur handa börnum og unglingum, aö senda þær innbundnar. Óbundnar bækur í höndunum á börnum fara óöar í blöö; en bæði er erfitt aö fá bækur bundnar hér, og svo er band líka hér svo miklu dýrara. Hitt kverið ér ofur-lítil saga af ungri stúlku, danskri prcstsdóttur, scm dó 20 ára, Faöir hennar segir söguna. Hún hafði lært aö elska drottinn og þráöi inni- lega aö þjóna honum. ,En svo misti hún heilsuiia, og „vængir vona liennar stífö- ust,“ eins og faöir liennar kemst aö orði. En drottinn haföi ætlað lienni aö þjóna sér með sjúkdómi sínum. Og vitnisburö- ur þeirrár guösþjónustu dóttur sinnar vill faöiririn aö véröi öðrum unglingum aö gagni. — íslenskir unglingar hafa gott af

x

Framtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.