Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.06.1950, Page 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.06.1950, Page 1
SKRIFSTOFA ALÞÝÐUFLOKKSINS í HAFNARFIRÐI er í Alþýðuhúsinu Sími 9799 Utan skrifstofutíma 9595 Skrifstofan er opin kl. 10-12 og kl. 4-7 Alþýðublað Hafnarfjarðar IX. árg. Hafnarfirði, 24. júní 1950 14. tölublað Söngmót S. í. K. Dagana 9,—11. þ. m. var háð í Reykjavík Söngmót Sambands ís- lenzkra karlakóra. í mótinu tóku þátt 7 karlakórar með samtals 250 söngmönnum. Kórarnir voru þessir: Fóstbræður, Reykjavík; Geysir, Ak- ureyri; Karlakór Akureyrar; Karla- kór Reykjavíkur; Svanir, Akranesi; Vísir, Siglufirði; Þrestir, Hafnar- firði. S. í. K. var stofnað 1930 og hélt þá söngmót í tilefni Alþingishátíð- arinnar. Annað söngmót var lialdið í Reykjavík 1934 og það þriðja nú. Kórarnir héldu þrjá koncerta í Austurbæjarbíó og tvo koncerta í Tivoli. Var aðsókn mikil og mikil hrifning áheyrenda. Söngmót þetta var kórunum og sambandinu til mikils sóma og vonandi líða ekki mörg ár þar til S.Í.K. heldur næsta söngmót. Þetta er fyrsta söngmótið, sem Þrestir taka þátt í, því að kórinn var ekki í sambandinu þegar tvö fyrri mótin voru haldin. Frammistaða Þrasta var hin prýði legasta og voru þeir Hafnfirðing- um til hins mesta sóma. Þrestir hafa starfað af miklum krafti mörg und- anfarin ár og veitt bæjarbúum margar ánægjulegar stundir. Hins vegar hefur kórinn átt við þá örð- ugleika að stríða að þurfa að fá söngstjóra innan úr Reykjavík og hafa að undnförnu verið tíð söng- stjóraskipti, sem óneitanlega hefur háð starfsemi kórsins. Sá maðurinn, sem lengst hefur stjórnað kórnum og unnið hann upp er Jón ísleifs- son, en á síðastliðnu hausti tók Páll Halldórsson við stjórn kórsins og söng kórinn undir hans stjórn í apríl s.l., en þá varð hann að hætta og réði þá kórinn til sín ungan og efnilegan hljómlistarmann Ragnar Björnsson, sem þjálfaði kórinn ásamt Einari Sturlusyni, óperu- söngvara fyrir söngmótið og var árangurinn af starfi þeirra mjög góður. Hafnfirðingum er það jafnan gleðiefni þegar einstaklingar eða flokkar manna úr bænum standa Framh. á bls. 4 Saltfiskþvottavél fundin upp í Hafnarfirði Þetta er nýja saltfiskþvottavélin. Uppfinningamaðurinn er lengst til vinstri á myndinni. Ljósm.: Herdís Guðmundsdóttir. Hctraldur Kristjánsson slökkviliðsstjóri hér í bæ hefur látið smiða vél, sem þvær um 2000 fiska á klukkustund. Haraldur Kristjánsson er nú slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði, tók við því starfi á s. 1. ári. Við stofnun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar gerð- ist hann starfsmaður fyrirtækisins og síðár verkstjóri og var við það starf í 15 ár. A þessum árum var venja að verka mestan hluta saltfisksins, og fór þá Haraldur að brjóta heilann um, hvort ekki væri hægt að smíða fullkomna saltfiskþvottavél, sem leyst gæti kvenfólkið frá hinu mjög svo erfiða starfi, sem fiskþvottur alltaf er, sem og jafnframt að skapa betri vinnuskilyrði á fiskverkunar- stöðvunum. Eins og kunnugt er lagðist salt- fiskframleiðslan að miklu leyti nið- ur yfir stríðsárin og fyrstu árin á eftir, en er nú aftur að aukast all verulega. Var þá almennt álitið að erfitt myndi verða að fá þann fjölda kvenfólks til fiskþvottar, sem mikil saltfiskframleiðsla krefst, sú hefur líka orðið raunin. Ákvað þá Harald ur að gera tilraun með að láta smíða fullkomna saltfiskþvottavél, og hófst smíði hennar í marz s.l. Og 15 júní s.l. gat Haraldur sýnt þessa merku vél, og gafst mönnum vel á að líta og spáðu góðu um framtíðarmöguleikana. Á árinu 1949 smíðaði Haraldur fullkomið model að vélinni og sýndi það nokkrum mönnum, sem hvöttu hann eindregið til að smíða full- komna þvottavél. Þegar hér var komið málinu, leit- aði Haraldur stuðnings stjórnar Fiskimálasjóðs um fjárframlag til að standast kostnað að byggingu vélarinnar, veitti stjórnin styrk í þessu augnamiði, sem gerði það kleift að kaupa efni og vinnu við smíði vélarinnar. Enn fremur hafa hafnfirzkir útgerðarmenn lagt fram fé í sama skyni. Þvottavél þessi getur afkastað rúmlega 2000 fiskum á klukkustund eða á sólarhring nálægt 50.000 fisk um. Sé fiskurinn vænn, mun láta nærri að hún geti afkastað að þvo á 24 klst. 450 til 500 skpd. Til sam- anburðar má geta þess að þurfa mundi 20 til 25 stúlkur í minnst 5 daga til þess að afkasta eins sólar- hringsafköstum vélarinnar. Vél þessi er drifin með raforku og er orkueyðsla hverfandi lítill kostnað- ur eða 40 til 50 kr. á sólarhring í fullu starfi. Rétt er að geta þess að enn vant- ar þann hluta vélarinnar, sem tek- ur himnu úr þunnildum og blóð úr hnakka fisksins, en undirbúningur er nú hafinn þess, og gerir Harald- ur sér vonir um að geta tengt þann hluta við vélina áður en langt um líður. Efni í vélina var allt fengið í Englandi, Vélsmiðja Hafnarfjarð- ar h.f. sá um smíði vélarinnar und- ir verkstjórn Jóhanns Ól. Jónssonar. Snæbjörn Bjarnason vélfr. í Hafnar firði, sá um allar teikningar við smíði vélarinnar. Áður mun aðeins ein erlend vél liafa verið reynd hér á landi við fiskþvott en eigi reyndist hún þann ig að hún gæti hreinsað fiskinn undir uggum eða tekið himnu og blóð úr hnakka, en þessi vél hreins- ar fiskinn allan vel, jafnt undir uggum, sem annað er þvo þarf. Vélin er vel færanleg milli stöðva og því eigi staðbundin. Mun hún alls vega nokkuð á annað tonn. Gólfpláss mun hún þurfa um 12 fenn. fullsmíðuð. Framhald á bls. 3

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.