Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.06.1950, Side 2
2
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Heilindl ihaldsins Frá Sundlaug
í. 14. tölubl. Hamars koma fram
nokkur atriði, sem vert er að sem
flestir gefi gaum og hugleiði, og
þá ekki sízt þeir, sem í blindni
hafa léð íhaldsflokknum lið sitt.
Greinarhöfundurinn kemvu" í
grein sinni inn á skipulag og starfs
háttu við fiskframleiðslu okkar.
Hann styðst í hugleiðingum sínum
m. a. við ummæli amerískra sér-
fræðinga á þessu sviði, sem vafa-
lítið hafa mikið til síns máls og til
ummæla þeirra og ráðlegginga má
vafalaust bera fullt traust og það
virðist greinarhöfundurinn í Hamri
gera í öllu sínu umkomuleysi. Hann
drepur m. a. á staðsetningu frysti-
húsanna hér í bæ, sem eru þrjú
og eru dreifð um bæinn og er þar
helzt að skilja á honum að þau séu
of mörg og of smá, þetta hefur
vafalítið við nokkuð að styðjast.
En nú er að verða veruleg breyt-
ing á verkunaraðferðum okkar á
fiski, þar sem mestur hluti aflans er
saltaður og verkunin þar með að
komast í það horf, sem hún var
fyrir stríð. Á þessum árum hefur
margt breytzt og nú er að verða
breyting á aðferðum við að þurrka
saltfisk. Hann mun að mestu leyti
verða þurrkaður í húsum á næstu
árum, sú aðferð var að vísu notuð
fyrir stríð en verður nú notuð í enn
ríkara mæli og með nýjum og full-
komnari tækjum.
Af því sem að framan er sagt
er það ekki alveg út í bláinn að
menn velti því fyrir sér, hvort út-
vegsmenn muni fara eftlr þeim
leiðbeiningum, sem hinir erlendu
sérfræðingar hafa leitast við að láta
okkur í té. Það er vitað að unnið
er að því að gera þvottinn á fisk-
inum fljótlegri og ódýrari, jafn-
framt því sem aðferðin sem unnið
er að koma í veruleikann mun marg
falda afköstin og gerbreyta allri
aðstöðu við fiskþvottinn, þá er það
augljóst að mikið veltur á því að
útvegsmenn flani ekki að neinu,
rétt eins og Hamar segir. Stofn-
kostnaður við þurrkhúsin má ekki
verða óbærilegur o. fl., allt verður
að gera til þess að gera framleiðsl-
una sem einfaldasta og ódýrasta.
En vegna þessara hugleiðinga
vakna hjá okkur nýjar spurningar.
Er ekki ótal margt, sem við getum
gert einfaldara og ódýrara? Jú,
vissulega. Eða Hvað segir Hamars-
íhaldið um það að verzlunarmálin
verði lagfærð? Geta þeir íhalds-
menn haldið því fram í alvöru að
okkur sé þörf á því að hafa á
framfæri okkar fámennu þjóðar
mörg hundruð heildsala, og enn
fleiri hundruð kaupmanna, auk
fjölda annarra milliliða og svarta-
markaðsbraskara?
Ef greinarhöfundurinn í Hamri
meinar eitthvað með því að skrifa
um bætta skipulagshætti í fram-
leiðslunni, þá hlýtur hann að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að bæta
verði úr ófremdarástandi því, sem
að framan greinir, og leiðin til þess
að lækna það er að stórlækka gengi
íhaldsflokksins.
Greinarhöfundurinn er þarna á
réttri leið, og batnandi manni er
bezt að lifa, liann er farinn að eygja
ókosti auðvaldsskipulagsins og sjúk
dómana, sem því óhjákvæmilega
fy^gja-
------•------
Ferðaskrifslofan efnir
fil ferða frá
Hafnarfirði
Sumarstarf Ferðaskrifstofunnar
er hafið og er að vanda fjölbreytt.
Gert er ráð fyrir 23 orlofsferðum.
Væntanlega verða einnig farnar 7
ferðir með m.s. Heklu til Skotlands
og ein ferð til Norðurlanda.
Orlofsferðimar innanl. standa frá
3 dögum upp í 10 daga og verður
ferðast um byggðir og óbyggðir
landsins, um Kjalveg, Auðkúluheiði
Mývatnsöræfi, Landmannaafrétt og
víðar.
Fyrstu orlofsferðirnar innanlands
hefjast í dag og er þá um að ræða
þrjár ferðir, eins og auglýst hefur
verið.
Næstu ferðir hefjast 1. júlí. Onn-
ur er fimm daga ferð: Reykjavík,
Fagurhólsmýri, Hvannadalshnjúk-
ur, Skaftafell, Fagurhólsmýri. Hin
ferðin eru níu daga ferð: Reykja-
vík, Siglufjörður, Mývatnssveit.
Skiptiferðin til Norðurlanda hefst
9. júlí. Þann 8. júlí koma 50—60
Svíar hingað með sænskri flugvél,
jafnmargir íslendingar fara út með
sömu flugvél.
Ferðaskrifstofan er jafnan reiðu-
búin að veita hverjum og einum
allar þær upplýsingar og fyrir-
greiðslu, sem hún getur í té látið
varðandi ferðalög einstaklinga og
stærri hópa, gistingu, aðbúnað o.
fl.
Líkt og að undanförnu hyggst
Ferðaskrifstofan greiða fyrir ferð-
um Hafnfirðinga með því að efna
til ferða héðan úr bænum og þarf
ekki að efa að það mun verða vel
þegið og notað af bæjarbúum.
Sundlaug Hafnarfjarðar, er opin
alla virka daga nema laugardaga,
frá kl. 8-11,15 f. h. og 1-9,15 e. h.
Laugardaga, frá kl. 8—11,15 f. h.
og 1—7 e. h. Sunnudaga, frá kl. 10
—12 og 1—4 e. h.
Miðað er við, að baðgestir hafi
45 mínútur til umráða, eftir ofan-
greinda lokunartíma.
Fólki skal sérstaklega bent á, að
sundlaugin er opnuð kl. 1 e. h.
alla daga, í stað kl. 2 áður. Hefir
sú nýbreytni verið tekin upp, til
þess að fólki gefist kostur á, að
nota betur sólríkasta tíma dagsins.
Hins vegar verður sundlaugin ekki
opin á laugardagskvöldum.
Margir munu koma sjaldnar í
sundlaugina en ella, vegna þess, að
þeir halda að þar sé ekkert að fá
nema kalt bað og kalda laug. Þessi
ótti var ekki ástæðulaus, en við
skulum vona, að hann tilheyri ein-
göngu fortíðinni. Ekki skal dregin
dul á, að mörgu hefir verið ábóta-
vant, margt hefir þó verið lagað og
enn er margt sem stendur til bóta.
Síðan sundlaugin fékk olíukynding-
artækin, haustið 1948, hefir laugin
sjálf verið óaðfinnanlega heit. Nú
er búið að endurnýja hreinsitæki
lauga'rinnar og eru líkur til, að
hægt sé að halda lauginni hreinni,
en áður hefir verið. Það skal þó
tekið fram, að á meðan að sund-
laugin er óyfirbyggð, er það al-
gjörlega háð veðráttunni hvort
hægt er að halda lauginni hreinni
eða ekki. Allt það þunga ryk og
sandur, sem feykist yfir skjólveggi
laugarinnar, þegar veður er þurrt
sezt í botn hennar og hreinsitækin
ná því ekki. Nauðsynlegt er því,
að skipta um vatn einu sinni í mán-
uði. Sökum þess hvað gasolía er
orðin dýr, er verið að setja raf-
magnsnæturhitun fyrir laugina og
skal því fólki bent á, að það sem
vill hafa laugina mjög heita ætti
að koma á morgnanna, en hinir
síðari hluta dags.
Annars má það heita merkilegt,
hvað fáir vilja notfæra sér, að koma
í sundlaugina áður en þeir fara til
vinnu á morgnanna, ættu menn að
koma og reyna hvernig það er, og
er ég viss um, að þegar þeir hafa
komið einu sinni þarf ekki að hvetja
þá oftar. Fyrst um sinn mun verða
vatn í lauginni en ekki sjór eins og
áður hefir verið. Aðalástæðan fyrir
því er sú, að eftir sex ár voru allar
sjóleiðslur Iaugarinnar orðnar tærð
ar, sumar götóttar og aðrar þunnar
eins og pappír, svo skipta varð um
allar leiðslur til laugarinnar.
Um böðin er margt hægt að
segja, en ég vil aðeins taka þetta
fram. Síðan olíukyndingin kom
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Sigurður L. Eiríksson.
PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU IIAFNARFJARÐAR H.F.
Hafnarfjarðar
fyrir böðin, liefir aðeins einu sinni
komið fyrir, að heita vatnið þryti
alveg, en nokkrum sinnum hefir
litlu munað. Stafar þetta fyrst og
fremst af því, að baðvatnsgeymar
eru alltof litlir. Til gamans skal
þess getið að ef vatnið í baðvatns-
geymunum er 80° heitt er hægt að
hafa 40° heitt vatn handa 50—60
manns. Þess ber þó að gæta að mið-
stöðin hitar vatnið alltaf, um leið
og það nær að kólna, þó hún hafi
hvergi nærri við, sé mikið vatn not-
að á stuttum tíma. Er því mesta
hættan á vatnsskorti síðdegis á
laugardögum.
Á því, er að ofan greinir er auð-
séð að hver og einn einasti bað-
gesta, verður að spara heita vatnið,
eins og unnt er.
Hafið þetta því ætíð hugfast:
1. Skrúfið aldrei meira frá en
svo, að þér hafið full not af
því vatni er steypan gefur.
2. Skrúfið alltaf fyrir vatnið með-
an þér berið sápuna á yður.
3. Skrúfið ávallt fyrir steypuna
að baði loknu.
Því miður eru of margir, sem
virða þessar reglur að vettugi, en
ef allir gerðu sitt, til þess að fara
vel með vatnið, án þess að halda í
við sig á nokkurn hátt, mun engu
að kvíða.
Notkun kerlaugar, mun verða
mjög takmörkuð í sumar, sökum
þess að hún hefir mjög truflandi
áhrif á baðvatnskerfi laugarinnar.
Er því aðeins hægt að lána hana
að fátt fólk sé í steypubaðklefun-
um.
Baðstofan mun verða lánuð fyrir
einkatíma, einstaklinga og smá-
hópa, allan daginn. Biðja verður
um einkatíma með 2 klst. fyrirvara.
Vegna þess hvað almenningstímar
þeir, er sundlaugin stofanði til í
fyrra sumar voru illa sóttir af kon-
um, falla þeir niður, en almennings
tímar fyrir karla, verða eins og að
undanförnu frá kl. 5,30—7 e. h. á
fimmtudögum.
Ilafnfirðingar! Notið betur þenn-
an heilsubrunn yðar og gerið allt
sem í yðar valdi stendur, til þess
að sundíþróttin megi verða almenn-
ari, en hún hefir verið hingað til.
f. h. Sundlaugar Ilafnarfjarðar
Yngvi Rafn Baldvinsson.
Gerist áskrifendur
að
Alþýðublaði Hafnarfj.