Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.06.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.06.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Þjóðháfíðahöldin fjölmennari en nokkru sinni fyrr 17. júní hátíðahöldin hér í bæ hófust við Ráðhúsið kl. 1 með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, einnig fór þar fram boðhlaup milli F.H. og Hauka. Kl. 2 var lagt af stað í skrúðgöngu og haldið til íþrótta- svæðisins á Hörðuvöllum og setti Stefán Gunnlaugsson bæjarfulltr. hátíðahöldin, þá flutti Emil Jóns- son alþingismaður ræðu, þá fór fram fimleikasýning stúlkna undir stjórn Þorgerðar Gísladóttur, og að henni lokinni fór fram keppni í handknattleik milli stúlkna úr F.H. og Haukum. Þar næst var kórsöng- ur Karlakór Reykjavíkur og Karla- kórinn Þrestir sungu, að söngnum loknum var keppt í handknattleik karla, og áttust þar við F.H. og Haukar. Síðasta atriðið í þessum þætti hátíðahaldanna var reipdrátt- ur. — Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gegn Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. — Og unnu hinir fyrr nefndu. Ó- hætt mun að fullyrða að fólk hafi beðið með nokkurri óþreyju eftir þessari tvísýnu keppni og ýmsum mun hafa fundist að sigurvegararn- ir hafi staðið sig vonum framar vel. Hátíðahöldunum að Hörðuvöll- um lauk um kl. rúmlega 5 og varð þá hlé á hátíðahöldunum þar til kl. 8, en þá lék hljómsveit við Strandgötuna, og kl. 8,30 söng Ein- ar Sturluson óperusöngvari ein- söng. Að einsöngnum loknum hófst dans á Strandgötunni og var dans- að fram til kl. 2. Veður var með ágætum gott all- an daginn, enda fjölmennti fólk til hátíðahaldanna og er mælt að þátt- taka í hátíðahöldunum hér í bæ hafi aldrei verið meiri, og skrúð- Söngmót S.Í.K. Framhald af 1. fttðu. öðrum jafnfætis og gera bæjarfélag- inu heiður og sóma með framkomu sinni, svo sem Þrestir hafa gert að þessu sinni. Slíkt er menningar- og metnaðarmál allra bæjarbúa. Þess vegna þakkar Alþýðublað Hafnar- fjarðar Þröstum fyrir þátttöku sína í mótinu og óskar þeim vaxandi gengi í framtiðinni. Allur almeningur metur að verð- leikum þann mikla menningar- og skemmtiþátt er Þrestir inna af hönd um hér í bænum, enda hafa bæjar- yfirvöldin stutt þessa starfsemi á ýmsan hátt, svo sem vera ber. í tilefni þessa söngmóts veitti bæjarstjórn Hafnarfjarðar S. I. K. 2000 króna styrk og sýndi með því hug sinn til þessa málefnis. gangan t. d.ein hin fjölmennasta, sem hér hefur sézt. Þó verður ekki annað sagt en að yngra fólkið hefði getað verið fjöl- mennara í dansinum, og er það ekki vansalaust að það skuli, og það á þessum degi, þyrpast til Reykjavík- ur til þess eins, að því er bezt verð- ur séð, að sýna sig og sjá aðra. Annars má segja, að hátíðahöldin hafi verið vel heppnuð, og fólk hafi verið ánægt með daginn. -----•----- Vormót í knczttspyrnu Lokið er nú vormóti í knatt- spyrnu hér í Hafnarfirði. Leikar fóru þannig, að F.H. sigraði í öll- um flokkum. í 4. fl. sigraði F.H. með 1:0, í 3. fl. með 8:0, í 2. fl. með 2:0 og í 1. fl. með 2:1 eftir framlengdan leik. Enda þótt F.H. liafi sigrað í 1. fl. var það almennt álit þeirra, sem á horfðu, að Haukar hafi átt meira í leiknum. Sigur sinn átti F.H. að þakka bakvörðum sínum og' þó sérstaklega markverði sínum, Hirti Gunnarssyni, sem stóð sig með af- brigðum vel. Haukar hafa leikið einn æfinga- leik við 1. fl. K.R. úr Reykjavík og lyktaði honum með jafntefli 2:2. Var það fjörugur og skemmtileg- ur leikur. Haukar hafa ráðgert nokkra æfingaleiki við félögin úr Reykjavík. Þegar þetta er skrifað er næsti leikur ákveðinn við Knatt- spyrnufélagið Þrótt úr Reykjavík. Haukar æfa nú af kappi undir leið- sögn hins ágæta kennara Ewald Mikson. G Frá Taflfélagi Hafn- arfjarðar Hinn 26. maí s.l. var teflt til úr- slita í hraðskákmóti Taflfélags Ilafnarfjarðar. Sigurvegari varð Sig urgeir Gíslason, en næstur honum að vinningatölu varð Sigurður T. Sigurðsson. Er hraðskákkeppninni var lokið gekkst stjórn félagsins fyrir samsæti í Sjálfstæðishúsinu og voru þar af- hent verðlaun frá skákmóti Hafn- arfjarðar 1950. Jón Kristjánsson hlaut flesta vinninga í meistarafl. og þar með titilinn „Skámeistari Hafnarfjarðar 1950“. Einnig öðlað- ist Skákmeistari Hafnarfjarðar rétt til þess að keppa í landsliði, vegna smá rýmkunar á þátttökurétti Skák- sambands íslands á s.l. hausti. Jón notaði sér þennan rétt og tefldi í landsliðskeppni nú í vor, með sóma samlegum árangri, hlaut þrjá vinn- inga. í 2. fl. varð efstur Ólafur Sig- urðsson. Meðan setið var undir borðum í samsæti því er áður greinir, rakti formaður félagsins Jón Pálsson starfsemi félagsins á s.l. vetri: Fjöl tefli við Guðmund S. Guðmunds- son, kapptefli milli Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Hafnar- fjarðar og skákmót Hafnarfjarðar, auk þess gekkst félagið fyrir reglu- legum æfingum félagsmanna og voru þær vel sóttar. Það hefir ávallt verið hafnfirzk um skákmönnum mikið gleðiefni þegar skákmenn úr Hafnarfirði hafa staðið sig vel í keppni annars staðar á landinu. Nú um nokkurt skeið hafa skákmenn héðan tekið þátt í mótum í Reykjavík með góð- um árangri, þó hefur einn ungur Hafnfirðingur giftusamlega haldið uppi heiðri félagsins bæði heima og að heiman, er það Bjarni Magn- ússon, sem allir skákunnendur kann ast við. Bjarni hefur verið sigur- vegari á skákþingi íslendinga þris- var í röð, árin 1947, 1948 og 1949, og er hann keppti í landsliðskeppn inni í vor vann hann 7. sætið í landsliðinu. Við meðlimir í Taflfélagi Hafn- arfjarðar óskum Bjarna til hamingju með þennan glæsilega sigur, og vonum áð hann megi vaxa að skiln- ingi og þroska í list þeirri er hann dáir svo mjög, skáklistinni. J. 5 logarar leggja upp afla sinn hjá Lýsi & Mjöl h.f. Eins og kunnugt er hafa nokkr- ir af nýju togurunum að undan- förnu stundað veiðar til fiskimjöls- framleiðslu og má segja að afli hafi verið góður til þessa. Einn togaiji héðan újr bænum — Surprise — stundar þessar veiðar og leggur hann afla sinn upp hjá Lýsi & Mjöl h.f., einnig leggja upp hjá sama fyrirtæki fjórir togarar úr Reykjavík. Verksmiðjan tók á móti afla þriggja. togara s.l. mánudag, og nam hann um 1000 tonnum samt. og var afhnn mestmegnis karfi. Afl- ann höfðu togararnir fengið á 8 sólarhringum. Firmakeppnir i knattspyrnu Snemm:^ á þessu sumri buðu starfsmenn í Raftækjaverksmiðj- unni 1. fl. knattspyrnufélagsins Haukar út til knattspyrnu, er lauk með sigri Hauka, síðan hafa starfs- menn Raftækjaverksmiðjunnar háð tvær knattspyrnukeppnir, aðra við starfsmenn Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar, þá keppni vann Raftækjaverk- smiðjan. — Hina keppnina við starfs menn Byggingarfél. Þór og Skipa- smíðastöðinni Dröfn, þar varð jafn- tefli. Þessar knattspyrnukeppnir starfsmanna í Raftækjaverksmiðj- unni hafa orðið til þess að starfs- menn ýmissa fyrirtækja eru að hefja knattspyrnukeppnir sín á milli, t. d. kepptu í gærkveldi starfs menn Málningarstofu Magnúsar Kjartanssonar og Bílaverkstæði Hafnarfjarðar h.f. og fyrirhuguð er keppni. milli starfsmanna Rafveit- unnar og leigubílstjóra. í sambandi við þessar keppnir hafa þeir menn sem forystu liöfðu fyrir starfsmönnum í Raftækja- verksmiðjunni, þeir Sveinbjörn Pálmason og Kjartan Elíasson, kom ið með þá hugmynd, að komið verði á árlegri firmakeppni í knatt- spyrnu eftir ákveðnum reglum, sem samdar yrðu af sameiginlegum fundi fulltrúa frá öllum þeim starfs mönnum fyrirtækja er sinna vildu hugmynd þessari. ---•---- Alþjóðamót ungra jaínaðarmanna Á tímabilinu 12.—19. júlí n. k. fer fram alþjóðamót ungra jafnað- armanna í Stokkhólmi. Ungum jafnaðarmönnum á ís- landi hefur verið boðin þátttaka í mótinu þrátt fyrir það, að samtök þeirra eru ekki innan alþjóðasam- bandsins. Öllum er Ijóst, að um mikla þátt- töku getur ekki orðið að ræða af hálfu S.U.J., af gjaldeyrisástæðum. En ef svo er, að einhverjir af félög- unum geta yfirstigið gjaldeyris- vandamálið, þá er þeim heimil þátttaka í mótinu og eru þeir beðn- ir að tilkynna það hið fyrsta í skrifstofu S.U.J. í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. F.U.J.-félagar í Hafnarfirði geta fengið nánari upplýsingar varð- andi mótið í skiifstofu Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.