Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 2
2
Alþýðublað Hafnarfjarðar
Senn munu jólin ganga í garð
og guöa á sálar-skjáinn.
Börn og fullorðnir fagna þeim,
suo fjúka þau út í bláinn.
Hver uiðduöl erstutt, þau huerfa og fara.
En hvað verður eftir ? - Ég spurði bara.
Dagarnir styttast og jólin nálgast. Tilclur og tilhlökkun
uega salt í liugum okkar, fanga athygli okkar og draga úr
áhrifum myrkursins í skammdeginu. Það er ekki lítið
sem gengur á, enda stendur mikið til. Það þarfað búa sig
undir komu jólanna, taka á móti þeim með uiðeigandi
hœtti. Senn hljómar kveðjan: Gleðileg jól.
Tildur, sagði ég. Þá á ég við þann hluta jólaundir-
búningsins sem tengdur er kaupmangi og auglýsinga-
mennsku, gróðasjónarmiðum og fjáraflavonum.
Þá á ég við gauraganginn, kapphlaupið eftir hé-gómanum, sýndarmennskuna og aðra
eftirsókn eftir vindi.
Þá á ég líka við áfenga jólaglöggið, kráarröltið og skálaglamur fyrirtækja og fyrirmanna,
sem býður heim áfengishœttunni sem til þess er fallin að eyðileggja jólagleðina og
jólafriðinn á fjölda heimila.
"Á ég að gœta bróður míns ?” var spurt forðum. Svarið var þá já, og enn í dag er svarið
einnig já.
Tilhlökkun, sagði ég. Við hlökkum til jólanna. Við hlökkum til að finna helgi þeirra
breiðast yfir okkur, finna friðinn, finna hina hljóðlátu jólagleði, horfa á kertaljósin lýsa
upp myrkrið, hlýða á boðskapinn, eignast ylhýra jólastemmingu í hjartanu.
Við Idökkum til að eiga góðar stundir með vinum og vandamönnum, gefa þeim það besta
sem í okkur býr og þiggja frá þeim andrúmsloft gœsku og góðvildar.
Við hlökkum til að horfa á börnin okkar og barnabörnin með Iblikandi augu og bros á
vör, Ijómandi af eftirvœntingu og gleði, þar sem lífsfögnuður og sakleysi marka sérhvert
spor þeirra.
Svona eru jólin. Þau eru engu öðru lík. Þau eru hátíð ungra sem laldinna, allra kristinna
manna, hvar sem þeir eru og hvar sem þeir fara. Jólin eru líka hátíð vináttunnar og
kærleikans. Það vilja allir vera góðir á jólunum og flestum tekst að vera það. Það er einn
þátturinn í töfrum jólahátíðarinnar.
Vindar tímans blása í sífellu og feykja dögunum hverjum af öðrum út á liaf liðins
veruleika. Og einn daginn, fyrr en við eiginlega vitum afþvt, eru jólin búin, fokin burt á vit
fortíðar. Dvöl þeirra hefur verið stutt, en oftast góð. Þau er horfin, farin að sinni. En þau
skilja eitthvað eftir hjá okkur, eða Iwað?
Jú, ég efast ekki um það. Kœrleikurinn og vináttan sem blómstraði á jólunum heldur
áfram að vera til. Frækorn jólanna liafa eklti öll fallið ígrýttan jarðveg. Mörg þeirra spíra t
huga okkar og hjarta og bera ávöxt í hugsunum okkar og athöfnum frá degi til dags. Að
vísu finnst okkur oft, að uppskeran mœtti vera meiri og það er vel á meðan okkur finnst
það.
íþróttamaðurinn, kona eða karl, sem iðkar holla lífshœtti, stœlir kraft sinn og þor, ræktar
vináttu við félaga sína, finnur gleði og lífshamingju í góðum og drengilegum leik, leggur
metnað sinn í að vera sannur og heiðarlegur, hann er að njóta ávaxta jólaboðskaparins.
Skátinn, stúlka eða drengur, sem situr á sumarkveldi við skátaeld á árbakka í fögrum
fjalladal, horfir í glœðurnar og lætursig dreyma um Ifrið og fegurð, vináttu og virðingu fyrir
íslenskri náttúru og finnur að hann hefur skyldur að rœkja við land og þjóð, hann er að
njóta ávaxta jólaboðskaparins.
Atvinnurekandinn, sem er hagsýnn og trúr í verkum sínum, sem lœtur starfsfólk sitt njóta
réttlœtis og sanngirni, sem lœtur einkalmgsmuni víkja fyrir hagsmunum heildarinnar,
ástundar gleði á vinnustað og leggur metnað sinn í heilbrigð viðhorf til vinnu og
manngildis, hann er að njóta ávaxta jólaboðskaparins.
Verkamaðurinn, sem finnur gagn og gleði í hverju verki, leggur vinnulúna liönd á plóginn
í þeim tilgangi að skapa betri veröld, þar sem manngildið ríkir yfir arðránshyggjunni, þar
sem verkkaupinn og launþeginn eru vinir, þar sem kœrleikurinn skapar jafnrétti og
gagnkvœma virðingu, þar er verið að uppskera ávexti jólaboðskaparins.
Stjórnmálamaðurinn, sem segir satt bœði sjálfum sér og öðrum, sem horfir til framtíðar
með björtum hug og hreinu hjarta, sem ber virðingu fyrir skoðunum annarra eins sínum
eigin, sem vex af verkum sínum frá einum degi til annars, sem hefur þjóðarheill og
mannkærleika að leiðarljósi í lífi og starfi, hann hefur ekki komið ósnortinn frá boðskap
jólanna og er að njóta ávaxtanna frá þeim.
Sérhver kristinn maður, sem leggur lóð sitt á vogarskálar friðar og farsœldar einstaklinga,
þjóða eða þjóðarbrota, maður sem fórnar Ieinhverju af lífþœgindum sínum til líknar þeim
sem eiga um sárt að binda eða hafa með einhverjum liœtti orðið undir í lífsbaráttunni,
maður mannúðar og mildi, jafnaðarmaður með jafnaðarstefnu og þess orðs besta
skilningi, hann er að njóta ávaxta jólaboðskaparins.
Þannig lifa jólin og boðskapur þeirra áfram með mönnum og málefnum í dagsins önn og
striti frá einum jólum til annarra. Stundum finnst okkur kannski jólahugsanirnar sem
þessar fjarri, jólaljósið í athöfnum og orðum okkar og annarra líkt og blaktandi logi á
kertisskari við það að deyja út, vináttan og kœrleikurinn gleymd og grafin.
En við eigum trú, þegar á reynir. Guð er hjá okkur oftar en á jólunum. Það höfum við
flest skynjað og skilið. Kannski hvað best, þegarþörfin er mest.
Páll postuli sagði um kœrleikann:
„Kœrleikurinn er langlyndur, liann er góðviljaður. Kœrleikurinn öfundar ekki.
Kœrleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósœmilega, leitar ekki síns eigi.n. Hann reiðist ekki, tilreilmar ekki
liið illa.Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúiröllu, vonarallt, umberallt. Kœrleikurinn felluraldrei úrgildi."
Við skulum hafa þessi orð Páls að yfirskrift þessara jóla.
Lesendum Jólablaðs Alþýðublaðs Hafnarfjarðar óska ég gleðilegra jóla og gœfu og gengis
á komandi ári. Megi árið 1993 verða gott ár, farsœlt og frjósamt ár,sem beri ríkulega
ávexti jólaboðskaparins í skauti sér. Enn og aftur: Gleðileg jól.
Hörður Zóphaníasson.
Helaihald um jól oa áramót
Víðistaðakirkja
Aöfangadagur
Aftansöngur í Hrafnistu kl. 16.00 og í Víðistaðakirkju kl. 18.00.
Kór Víðistaðasóknar syngur ásamt barnakór kirkjunnar.
Einsöngvari Sigurður Steingrímsson, trompetleikari
Guðmundur Hafsteinn, organisti Úlrik Ólason, prestur Sigurður
Helgi Guðmundsson.
Náttsöngur kl. 23.30. Prestur: Siguröur Helgi Guðmundsson.
Kór Víðistaðasóknar syngur, trompetleikari Einar Jónsson,
stjórnandi Úlrik Ólason.
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Prestur Sr. Lárus Halldórsson.
Kór Víðistaðasóknar syngur, einsöngvari Sigurður
Steingrimsson, organisti Úlrik Ólason.
Annar jóladagur
Skírnarguösþjónusta kl. 14.00. Prestur: Sigurður Helgi
Guðmundsson. Kór Víðistaðasóknar syngur,
organisti Úlrik Ólason.
Gamlársdagur
Aftansöngur í Hrafnistu kl. 17.00 og i Víðistaðakirkju kl. 18.00.
Prestur: Sr. Lárus Halldórsson. Kór Víðistaðasóknar syngur,
organisti Úlrik Ólason.
Nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Prestur: Sigurður Helgi
Guðmundsson. Kór Viðistaðasóknar syngur. Einsöngvari:
Sigurður Steingrímsson, organisti: Úlrik Ólason.
Fríkirkjan
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18.00
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Annar jóladagur
Skírnarguðsþjónusta kl. 14.00
Gamlársdagur
Aftansöngur kl. 18.00
Hafnarfjarðarkirkja
Aöfangadagur
Aftansöngur kl. 18.00
Prestur, séra Þórhildur Ólafs.
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Annar jóladagur
Skírnar- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.00
Barnakór kirkjunnar syngur og
Gunnar Gunnarsson leikur á flautu.
Prestur, séra Þórhildur Ólafs.
Gamlársdagur
Aftansöngur kl. 18.00.
Nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00
Ræðumaður: Hörður Zóphaníasson