Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Blaðsíða 21

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Blaðsíða 21
Alþýðublað Hafnarfjarðar 21 FH FH-ingar hafa náð betri árangri í 1. deildinni en í sumar. Liðið hafnaði þó í 6,sæti eins og árið áður en með mun færri stig. Eins og alltof oft áður voru væntingarnar miklar en útkonra slök. Það afsakar þó ekki slaka leiki FH-inga í sumar sem höfðu alla burði til að ná lengra. Það kemur vonandi næsta sumar. FH-ingar léku 18 leiki, sigruðu í fimm þeirra, gerðu sex jafntefli en þurftu sjö sinnum að “lúta í þúfu”. Liðið gerði 25 mörk en fékk á sig 29. Liðið fékk því 21 stig. Andri Marteinsson skoraði flest mörk FH-liðsins eða 8. Hann var einnig langbesti leikmaður liðsins í sumar og sá eini sem virkilega gladdi augað með lipurð sinni og hraða. Andri var fastur maður í íslenska landsliðinu í ár og átti þar góða leiki á hægri vængnum. Markahrókurinn Hörður Magnús- son gerði “aðeins” fimm mörk á þessu Islandsmóti og kom það vissulega niður á árangri FH-liðsins. Hörður var óheppinn með færi í sumar og átti í meiðslum sem háðu honum megnið af tímabilinu. Hann gerði þó glæsilegt mark með landsliðinu í Budapest og tryggði Is- lendingum góðan sigur á Ungverjum. Ljóst er að nokkrar breytingar verða á liði FH fyrir næstu sparktíð og nýr skipstjóri mun stýra skútunni. Hörður Hilmarsson mun taka við af Njáli Eiðssyni og hefur Hörður þegar hafið störf. HANDKNATTLEIKUR FH-ingar sýndu landsmönnum af hverju Hafnarfjörður hefur verið nefndur “handboltabær” með ein- stökum árangri sínum á síðustu vertíð. Þá unnu þeir þá titla sem í boði voru og það með glæsibrag. 1. deild karla - FH og Haukar Liðin tólf léku fyrst í deildar- keppninni heima og heiman. Þar skáru FH-ingar og Víkingar sig nokkuð úr og voru sjö og níu stigum á undan næstu liðum. FH-ingar sigruðu hlutu 38 stig úr 22 leikjum. Þeir sigruðu 18 leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu aðeins tveimur viðureignum. FH-liðið skoraði langflest mörk í deildarkepninni eða 614. Markverðir FH-liðsins þurftu aftur á móti að hirða knöttinn 506 sinnum úr neti sínu. Hans Guðmundsson fór á kostum síðastliðinn vetur og var oftar en ekki markahæsti leikmaður FH. Hans skoraði alls 165 mörk í deildar- keppninni og hlaut markakóngs- titilinn. Haukamenn voru misjafnir í leikjum sínum og höfnuðu á endanum f 6. sæti með 22 stig úr 22 leikjum. Haukamenn sigruðu níu leiki, gerðu fjögur jafntefli og töpuðu níu leikjum. Markatala Hauka í deildarkeppninni var 554-540. Petr Baumruk var sá leikmaður Hauka sem oftast kom knettinum í mark andstæðinganna eða í 126 skipti. Þegar kom að úrslitakeppninni fóru FH-ingar Krísuvíkurleiðina í átt að titlinum og að lokum stóðu þeir uppi sem andstæðingar Selfyssinga í úrslitum. Leikirnir voru æsispenn- andi og fjörugir og myndaðist skemmtileg stemming í kringum þá. FH tryggði sér Islandsmeistaratitilinn á Selfossi í frábærum leik er þeir sigruðu 28-25. Islandsmeisturunum var vel fagnað á Selfossi og þegar þeir komu með bikarinn í Kaplakrika þar sem margt fólk hafði safnast saman. Margir leikmanna liðsins áttu frábæra leiki. Áður hefur verið vikið að þætti Hans Guðmundssonar sem átti hreint frábæra kasttíð með FH. Oft kom upp sú staða að hann leysti vandamál í sóknarleik liðsins með því að rífa sig lausan og þruma knettinum í marknet andstæðing- anna. Ekki má heldur gleyma Guðjóni Árnasyni og Bergsveini Bergsveinssyni besta markverði landsins og öllum hinum sem stóðu sig sem hetjur. FH-ingar sigruðu einnig í bikar- keppni HSÍ. Þar léku þeir til úrslita við Valsmenn og sigruðu örugglega. Leikurinn varð í raun aldrei spenn- andi til þess voru yfirburðir allt of miklir. Það skipti ekki máli þótt Valsmenn tækju það til bragðs að kalla leikmenn heim frá meginlandi Evrópu, FH-liðið var of sterkt. Þrefaldur sigur FH-inga var því staðreynd. Leikur sem verður ekki svo auðveldlega leikinn aftur í bráð. Haukamenn náðu hins vegar ekki langt í bikarnum og er ljóst að á þessu keppnistímabili sem nú IH-strákarnir léku 18 leiki og höfðu vinninginn í 8 leikjum, gerðu ekkert jafntefli og töpuðu 10. Markatalan var þeim örlítið óhagstæð, þó ekki hafi munað mörgum mörkum. Þetta skilaði ÍH i 6. sæti sem verður að teljast frambærilegur árangur hjá ekki eldra félagi en IH er. Yngri flokkar Ekki er hægt að Ijúka umfjöllun um handknattleik án þess að minnast á vandræðum með erlendan leik-mann sem stóð alls ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar, hvorki hvað leik né þjálfun snerti. Ólafur Rafnsson tók því við þjálfun liðsins og hóf þegar uppbygginga- starf. Haukamenn réðu einnig til sín nýjan erlendan leikmann. John Rhodes varð fyrir valinu og þar keyptu Hauka-menn feitan bita. Þrátt fyrir að hann kæmi seint til leiks varð hann stigahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 525 stig í Islandsmeistarar Hauka í 4. tlukhi kvenna. Andri Marteinsson FH landsliðs- maður í knattspyrnu. Bergþóra Laxdal markhœst knattspyrnukvenna úr Haukum. Islands- deildar- og bikarmeistarar FH í hnadknattleik. íslands- og bikarmeistarar FH í 3. flokki í handknattleik. Bikarmeistarar Hauka í m.fl. kvenna í körfuknattleik. John Rhodes einn besti leik- niaöur Hauka í körfunni. Guðmundur Karlsson FH íslandsmeistari í sleggjukasti. Súsanna Helgadóttir fjórfaldur Islandsm. í frjálsum íþróttum. Jóhann Ingibergss. FH, Islandsm. í víðavangshlaupi og liúlfmaroþoni. Bikarmeistarar FH í frjálsum íþróttum. stendur yfir munu þeir ná mun betri árangri undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar. 1. deild kvenna - FH og Haukar Kvennalið FH og Hauka áttu sæmilegt tímabil í fyrra. FH-stelp- urnar spjöruðu sig þó sýnu betur og komust m.a. í úrslit í bikarkeppninni. Þar töpuðu þær hins vegar stórt. FH-liðið hlaut 26 stig úr 20 leikjum. Stelpurnar unnu 12 leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu sex leikjum. Þær gerðu 439 mörk en fengu á sig 381. Þetta skilaði FH-liðinum í 4. sæti í deildarkeppninni. Haukastelpurnar hlutu átta stig í deildinni. Þær sigruðu fjóra leiki en töpuðu 16 leikjum. Haukar gerðu ekkert jafntefli. Markamunur þeirra var óhagstæður eða um 80 mörk í mínus. 2. deild karla - ÍH Lið íþróttafélags Hafnarfjarðar náði ágætis árangri í keppninni í 2. deild. Liðið lék undir stjórn Elíasar Jónassonar eins og árið áður og hafnaði um miðja deild. strákana í 3. flokki karla hjá FH sem náðu frábærum árangri undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Þeir sigruðu bæði í íslandsmótinu og bikar- keppninni með glæsibrag. I liði þeirra eru engar stjörnur heldur efnilegur og samstilltur hópur sem rær saman að settu marki. Frábært afrek hjá piltunum. Þá náðu strákarnir í 7. flokki karla hjá Haukum oft skemmtilegum árangri á mótum sem þeir tóku þátt í. Oft er hrein unun að fylgjast með yngstu iðkendunum við æfingar og keppni. Innlifunin er stórkostleg og keppnisandinn gífurlegur. Allir fá að sjálfsögðu að spreyta sig. því það hlýtur að vera markmið félaganna að ala upp sem flesta félagsmenn en byrja ekki að flokka þá niður í yngstu flokkunum. Slík flokkun skilar sér einfaldlega ekki upp á við. KORFUKNATTLEIKUR Uppskera körfuknattleiksmanna hefur oft verið betri en á síðastliðnu tímabili. Meistaraflokkur karla lenti snennna í heildina eða 26.2 stig í leik að meðaltali. Haukar léku 26 leiki í Japisdeildinni í fyrra. Þeir sigruðu í 12 leikjum en töpuðu 14 leikjum. Stigatalan var liðinu óhagstæð, 2507 stig gegn 2526. Þessi árangur skilaði Haukum 24 stigum og 7. sætinu í deildinni. Liðið komst því ekki í úrslitakeppnina. Liðið komst í úrslitaleik bikar- keppninnar en töpuðu þar gegn Njarðvíkingum 77-91 í spennandi leik. Bikarárangur liðsins var því sannarlega sárabót fyrir slakt gengi í deildarkeppninni. Kvennalið Hauka náði frábærum árangri undir stjórn Ingvars S. Jónssonar í fyrra. Liðið náði öðru sæti í deildarkeppninni á eftir Keflvíkingum, en þessi tvö lið skáru sig nokkuð úr hvað getu varðaði. Haukastelpurnar léku 20 leiki, unnu 16 en töpuðu 4. Stigatalan var þeim hagstæð, 1124-884. Þær hlutu því 32 stig í annað sætið eins og áður sagði. Hanna Kjartansdóttir var stigahæst Hauka í deildarkeppninni með slétt 300 stig í 18 leikjum eða 16.6 stig í leik. Hún var síðan valin leikmaður ársins í kvennaflokki á Lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Haukastelpurnar náðu, eins og strákarnir, í úrslitaleik bikar- keppninnar. Þar gerðu þær betur en strákarnir og sigruðu leik sinn gegn Keflavík örugglega 70-54. Sannarlega rós í hnappagat stúlknanna. Vissulega setti það síðan svartan blett á körfuknattleikinn þegar ákveðið var að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu eftir þann frábæra árangur sem náðst hafði árið áður. Vonum við að hann verði endurvakinn fyrr en síðar. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttamennirnir í FH náðu frábærum árangri í sumar. Liðið sigraði í bikarkeppni FRI nokkuð örugglega enda liðið mjög sterkt sem FH sendi til keppni. Karlasveit félagsins sigraði bikarkeppnina með fáheyrðum yfir- burðum enda má segja um þá að þeir séu sterkari en karlalandsliðið í frjálsum íþróttum. Breiddin er gífurleg. Kvennasveitin var ekki langt frá því að sigra en hafnaði að lokum í öðru sæti. Samanlagt sigraði FH því í bikarkeppni FRI. Margir snjallir frjálsíþróttamenn eru innan vébanda FH og eru karlarnir þar í sérflokki eins og áður er getið. Einar Kristjánsson vann afrek ársins að mínu mati er hann setti glæsilegt Islandsmet í hástökki. Einar stökk 2.16m og bætti gamla metið um nokkra sentimetra. Guðmundur Karlsson setti enn og aftur Islandsmet í sleggjukasti og er það mánaðarlegur viðburður yfir sumartímann að “Mummi” bæti metið. Jóhann lngibergsson er okkar besti langhlaupari. Jóhann náði t.d. bestum árangri íslendings í Reykjarvíkurmaroþoni en hann hafnaði í fjórða sæti á eftir erlendum keppendum. Jón Oddsson var ósigrandi í lang- stökki á árinu og stóð sig einnig vel í boðhlaupum. Gunnar Guðmundsson var sprækur í 400m hlaupum á árinu og Hjörtur Gíslason er enn fremstur íslenskra grindahlaupara. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Eggerti Bogasyni kastara, Frímanni Hreinssyni langhlaupara og Jóni Stefánssyni sem gekk til liðs við FH frá Ungmennafélagi Akureyrar í fyrra. I.oks má geta árangurs Þorsteins Jónssonar; knattspyrnukappa, en hann varð íslandsmeistari innanhúss í 800m hlaupi. Af kvenfólkinu hefur Súsanna Helgadóttir sýnt hvað bestan árangur í ár sem og undanfarin keppnistímabil. Súsanna er jafnvíg á nokkrar greinar og það kemur sér svo sannarlega vel í keppni eins og bikarkeppninni þar sem fyrst og fremst er keppt um að hala inn stig en ekki endilega að setja met. FH-ingar urðu íslandsmeistarar í Víðavangshlaupi íslands en þá keppni hafa þeir unnið undanfarin ár og hafa nokkra yfirburði í þeirri grein hér á landi. Karlasveit FH tók þátt í C-keppni félagsliða í Birmingham á Englandi í vor og hafnaði þar í fjórða sæti. Frjálsíþróttadeild FH er stórhuga og hyggur á enn frekari landvinninga. Næsta vor fer fram Evrópukeppni í Budapest í Ungverjalandi og mun FH senda sveit sína þangað. (Ekki væri úr vegi að þeir tækju þangað Hörð Magnússon knattspyrnukappa, því hann er vanur að hrella Ungverjana). Framtíðin er því björt hjá Frjáls- íþróttadeild FH og engin vafi leikur á að hér er á ferð fremsta frjálsíþrótta- deild landsins í dag. Hafnfirðingar munið flugeldasölu Fiskakletts.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.