Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Qupperneq 5
Alþýðublað Hafnarfjarðar
5
Hluti skipverja ú Bjarna Riddara 1957. Myndin er tekin á samkomu á Garðaholti. Fremst fyrir miðju er skipst-
jórinn Júlíus, en sitjandi lengst til vinstri erAgúst Ottó Jónsson úr Gróf, sem lengi var með Júlíusi.
siglt í skipalestum og fannst
okkur oft að við værum hafðir
aftastir og haft var á orði að
það væri gert með það í huga
að ef ráðist yrði aftast á lest-
ina yrðu Islendingarnir fyrst
skotnir niður. Oft voru gerðar
loftárásir á þessar skipalestir.
Annars hef ég þá trú að fjöl-
skyldurnar í landi hafi liaft
meiri áhyggjur af stríðstímun-
um en sjómennirnir sjálfir. En
tundurduflin voru svo sannar-
lega ógnvekjandi og nokkrum
sinnum var farið til Leeds til
að láta afsegulmagna skipin.
Eg minnist þess að greiddir
voru sérstakir áhættupening-
mjög þroskandi bæði andlega
og líkamlega og öllum hollur
skóli. Sá maður sem var
lengst með mér var Agúst
Ottó Jónsson, en við unnum
saman til sjós og lands í 35 ár.
Hann var bæði stýrimaður hjá
mér á togurunum og síðan að-
stoðarverkstjóri eftir að við
fórum í land. Otti var mér
mjög kær. “
„Þú varst alltaf heppinn til
sjós?“
„Já, það get ég fullyrt, aðeins
minni háttar slys sem alltaf
geta hent hvar sem er. Oft
voru veður válynd og ísing
Ungir Haukapiltar, fremri röð: Friðþjófur Sigurðsson. Þorsteinn Jónsson,
Jón IJansson og Þorlákur Sigurðsson. Aftari röð: Júlíus, Guðmundur Ey-
þórsson. Sœvar Magnússon og Kristinn Sigurjónsson.
ar vegna siglinga á stríðstím-
um, sem voru um það bil 22
krónur á sólarhring og þeir
aðeins greiddir þegar siglt var
og eingöngu eftir að komið
var suður fyrir Reykjanes. Ég
man að Jónas frá Hriflu kallaði
þessa áhættuþóknun
„hræðslupeninga“ og þótti
okkur sjómönnum jDað ekki
sanngjarnt.“
„Síðan ferð þú á Bjarna
riddara?"
„Já, ég tók við skipstjórn á
Bjarna riddara 1953 og var
með hann í sjö ár. Bjarni var
gott skip og fiskuðum við oft
vel. Hann var í eigu Akurgerð-
is og þar var við stjórnvölinn
Ásgeir Stefánsson, hinn mæt-
asti maður. Árin á Bjarna
riddara voru mjög skemmtileg
og ég oftast með mjög góðan
mannskap. Það er svo ein-
kennilegt að þegar menn eru
komnir út á sjó þá reynast all-
ir hinir bestu menn sama
hvaðan þeir koma því það
kom fyrir að við sóttum mann-
skap á Letigarðinn og þeir
reyndust hinir bestu drengir,
og dugnaðarmenn . Ég hef
alltaf sagt að sjómennskan sé
var versti óvinur sjómannsins
á þessum árum. Ég minnist
ofsaveðurs 1959 þegar togar-
inn Júlí fórst, hann var að
toga rétt hjá okkur um kvöld-
ið og við teljum okkur vera
með þeim síðustu sem sáum
hann, þá var mikil ísing og að
morgni heirðist ekkert frá Júlí
töldu menn hann þá horfinn,
þar fórst margur góður piltur-
inn. Við slíkar aðstæður og
þegar verið er að leita að
týndum skipum finnur maður
kannske helst til vanmáttar-
ins gagnvart hinum æðri
máttarvöldum.“
„Hvenœr kemur þú svo í
land?“
Ég hætti með Bjarna riddara
1961 og fer þá til BÚH aftur og
er þá fyrsti stýrmaður á Maí
með Benna í um það bil eitt
ár, en tek þá við skipstjórn á
togaranum Ágúst og er nreð
hann í nokkur ár. Síðustu árin
er ég svo með bátana Örn
Arnarson og Sæljón á humri,
trolli og netum í nokkur ár, en
sjómennsku minni lauk ég
sem stýrimaður á Héðni þar
sem ég var með vini mínum
Maríusi Héðinssyni og m.a. á
síld í Norðursjónum. I land
kom ég 1971 og vinn þá fyrst
sem verkstjóri hjá Hreifa h/f
við saltfisk, skreiðarverkun og
síldarsöltun og síðan hjá Bæj-
arútgerðinni við saltfisk og
skreiðarverkun þangað til ég
byrja í Áhaldahúsinu fyrir sjö
árum síðan.“
„Hvernig er að vinna í Áhalda-
húsinu?"
„Þar hefur mér liðið mjög vel,
þar ríkir góður andi og yfir-
mennirnir eru mjög góðir og
hæfir í sínu starfi. Áhaldahús-
ið er góður vinnustaður sem
skilar mjög góðri vinnu, en
vanþakkaðri. Það er með al-
gjörum ólíkindum hvað fólk
biður um að gert sé fyrir sig
og sumir eru hreint og beint
með frekju og finnst að bær-
inn eigi að sjá um hina ólíkleg-
ustu hluti fyrir sig. En það er
ekki nokkur vegur að komast
hjá Jdví að reka vinnustað eins
og Áhaldahúsið."
„Hvað með félagsmál?“
„Ég hef alltaf helgað mig vinn-
unni og fjölskyldunni þannig
að ég hef ekki haft mikinn
tíma aflögu. Helst hef ég sinnt
félagsstörfum í stjórn Verk-
stjórafélags Hafnarfjarðar og
setið þar í stjórn um árabil.
Það er góður félagsskapur og
við eigum sumarbústað í
Svartagili í Borgarfirði og
leigjum ennfremur jörðina
Knappsstaði í Fljótum. Á báð-
um þessum stöðum er gott að
vera og njóta náttúrunnar. Þá
hef ég gaman af stangveiði og
fór nokkrum sinnum með vini
mínum Birni Ólafssyni fyrr-
urn forstjóra BÚH og bræðr-
um hans. Þá tók ég þátt í
starfi Óháðra borgara á sín-
um tíma og sat í hafnarstjórn
í 16 ár og hafði mjög gaman
af því.“
Nú vendum við okkar kvæði í
kross og spyrjum Júlíus um
fjölskylduna og búskapinn.
„Við Ásta byrjuðum að búa á
Skerseyrarvegi 1 í „Hrútakof-
anum" sem var viðbygging
við hús foreldra minna.
Pabbi byggði en við bræður
fjármögnuðum bygginguna
og bjuggum þar fyrst einir pg
þannig er nafnið tilkomið. Ég
sá ekki mikið af peningum á
þessum tíma þó að þénustan
væri oft bærileg, því að pabbi
tók alltaf kaupið mitt og það
rann til heimilisins og þannig
held ég að það hafi verið hjá
fleiri ungum mönnum á þess-
um tíma. Við eigum miklu
barnaláni að fagna og börnin
og barnabörnin eru mjög
samrýmd og koma oft hingað
til okkar og víst er að okkur
hefur alltaf liðið vel og notið
þess að vera til.“
Vinnan göfgar manninn og ég
hef alltaf lagt mig allan fram
við skila minni vinnu og
stundvísi er nokkuð sem ég
met mikils í fari manna. Nú í
sumar tók ég mér sex vikna
frí og er það lengsta frí sem
ég hef nokkurn tíma tekið og
viti menn mér líkaði það bara
ágætlega. Ég hlakka til að
fylgjast með barnabörnum
mínum og eyða meiri tíma
með þeim hér eftir en ég hef
getað hingað til. Við hjónin
höfum gaman af að hlusta á
tónlist og tökum í spil af og
til, en mest er þó gaman að fá
börnin og ættingjana í heim-
sókn og sitja og spjalla um
heima og geima. Já, ég er
sáttur við lífið og held að ég
mundi ekki breyta neinu í lífs-
hlaupi mínu þó mér gæfist
tækifæri til þess.“
Við sitjum í stofunni að
Hrauntungu 16 og Ásta kallar
okkur fram í kaffi og dýrindis
meðlæti og við finnum ein-
lægnina í allri framkomu
þeirra hjóna, hann gamli sjó-
maðurinn sem hefur lifað vá-
lynd veður á sjónum og att
kappi við Ægi konung, en
æðruleysið og hógværðin
Bjarni Riddari kjaftfullur af fiski á leið heim af Grœnlandsmiðum undir
skipstjórn Júlíusar.
„Og nú ert þú orðinn sjötugur
og komið að starfslokum.
„Ertu sáttur við það?“
„Ég er sáttur við það að hætta
að vinna núna eins og ástand-
ið í þjóðfélaginu er í dag, því
að unga fólkið á ekki að ganga
atvinnulaust, það er það
versta sem hent getur
nokkurn fullhraustan mann.
skín úr hverri athöfn, hún sjó-
mannskonan sem vonaði og
beið heima með börnin með-
an bóndinn dró björg í bú.
Kannske eru þau dæmigerð-
ustu hjón Hafnarfjarðar sinnar
kynslóðar, kynslóðar sem er
að ljúka sínum starfsdegi og
við sem yngri erum eigum
svo margt að þakka.
Hjónin Asta ogJúlíus í faðmi fjölskyldunnar lieima
ra og tengdabörn.
á Hrauntungu 16. Þarna eru mœttir allir afkomendur þeir-