Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Qupperneq 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Qupperneq 8
8 Alþýðublað Hafnarfjarðar Hafnarfjaröarbær hefur gert stór- kostlega hluti fyrir listir og menningu Erlingur Kristensson ræðir við Einar Má Guðvarðarson listamann Listaverk eftir Einar Má. Höggmyndin „Hvorki fugl né.... úr íslenskum grásteini, sem er nú í eigu Hafnarborgar. Einar Már Guðvarðarson og sam- býliskona hans Susanne Christensen dvelja nú á gestavinnustofu Hafnar- bogar. Þau munu dvelja á vinnu- stofunni fram í byrjun febrúar og starfa að list sinni, sem er aðallega fólgin í höggmyndum úr grásteini, móbergi og öðrum steintegundum. í ágúst s.l. héldu þau sýningu á verkum sínum í Hafnarborg og sýndu þar verk sem unnin voru hér í Hafnarfirði á s.l. sumri. Einar Már sem er fæddur og uppaiinn hér í Hafnarfirði hefur farið víða um heim og starfað að list sinni. Hann telst til yngri kynslóðar listamanna, er fæddur árið 1954 og er óvíst að nokkur annar listamaður hafi gerst eins víðförull og hann. Hann kann frá mörgu að segja frá ferðum sínum sem hafa opnað honum víðsýnna sjónarsvið í leitinni að tjáningar- formum listarinnar. Blaðamaður Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar heimsótti þau Einar og Susanne í Hafnarborg og ræddi við Einar um starf hans að myndlistinni og um lífið og tilveruna. Fjörðurinn, bernskan og gamlir vinir „Ég er fæddur og uppalinn hér í Hafnarfirði og ræturnar liggja hér. Reyndar held ég að fátt skýri betur stöðu mína og lífssýn í dag og líka allt heimshornaflakkið en frjáls og gjöful bernska hér í Firðinum. Ætli ævintýra- þráin hafi ekki kviknað á lærinu hans afa, Jóns Bergsteins Péturssonar skósmiðs, sem einnig var skáld, leikari og stórstúkumaður með meiru. Hann var einstakt ljúfmenni og á læri hans reið ég út í buskann yfir límbornum skósóium á verkstæðinu á Austur- götunni, á meðan hann sagði mér sögur og hvíslaði að mér ljóðum. Hann mátti ekkert aumt sjá og gerði við skó fólks með viðkvæðinu “þú borgar bara næst elskan mín.” Ég man þegar pabbi heitinn, Guðvarður Jónsson, oft kallaður Væi Bedd, skoðaði bókhaldsbækurnar hans afa eftir að hann dó, þá voru það nokkrar af best settu fjölskyldunum í bænum sem skulduðu hvað mest fyrir skóviðgerðir. En það var auðvitað aldrei rukkað. Ég var smástrákur þegar afi dó, en ég held að kynni mín af honum hafi verið helsta ástæða þess að eldra fólk heillaði mig og að ég leitaði svo mikið til þess. Ég eignaðist því marga aldna vini og var Einar hollendingur einn þeirra. Með honum sótti ég sjóinn þegar ég var níu til tíu ára gamall. Hann var frekar fámáll og dulúðugur maður, en úti á sjó þegar við vitjuðum um netin, renndum fyrir fisk eða skutum svartfugl, sagði hann mér sögur m.a. frá útlöndum. Reyndar heid ég að hann hafi aðeins leyft mér tvisvar að koma með sér á skytterí, sagði að byssur og börn færu ekki saman. Gunnlaugur Stefánsson, faðir Arna og Stefáns, var annar merkiskarlinn. A tímabili var hann með kindur uppi í hrauni á milli Hraunbyrgis og slátur- hússins. Ég aðstoðaði hann við búskapinn og hann hafði frá ýmsu að segja frá litríkri ævi. Hann gaf mér meira að segja lamb fyrir aðstoðina, reyndar sá ég það aldrei, aðeins andvirði þess á bók í Sparisjóðnum. Garðurinn hans á Austurgötunni var sérstakur draumaheimur, sem fáir nema þeir allra nánustu fengu að njóta. En honum var frekar illa við dúfur man ég og þar vorum við ósammála, því ég var með dúfnadellu á tímabili og dúfurnar mínar sóttu mikið í húsið og garðinn hans, en það breytti samt engu með vinskapinn. Óli Run var annar góðkunningi, aðaliega eftir að við strákarnir úr hverfinu stálum frá honum hana sem hlaut ill örlög. Örlög hanans fengu svo mikið á mig að ég fór og bauð honum aðstoð mína við rekstur hænsna- búsins. Hann þáði aðstoðina og toppurinn á kunningsskap okkar var þegar hann fór á hestamannamót og fól mér umsjá búsins yfir heila helgi.” Væabúð og Stjáni meinlausi „Faðir minn heitinn var verslunar- stjóri hjá stórútgerðarmanninum Jóni Gíslasyni og sá heimur var fjöl- skrúðugur og litríkur. í búðina, sem oft var kölluð Væabúð komu margir sjómenn, kokkar á flota Jóns og aðrir karlar. Þar flugu margar sögur jaínt utan sem innan við búðarborðið. Þarna í búðinni var til allt á milli himins og jarðar, sem ég auðvitað naut góðs af og stundum vinveittir jafnaldrar mínir líka. Ég á líka góðar minningar frá netaverkstæðinu við hliðina á búðinni, en þar var spennandi heimur kynlegra karla og kvenna. Oft lá ég og hlustaði á masið í þeim í iaut síldarnótar með Póló í flösku og kremkex með. Stundum sofnaði ég þar í tjöruilminum og hlýjunni uppi undir lofti á köldum vetrardögum, eða fór niður til Sigurjóns vélstjóra, þegar hann var að steypa netablý, eða þá tindáta og annað sem sköpunargleðin ieyfði. Ég var einnig tíður gestur á trésmíða-verkstæðinu hjá Sigga Brúsa sem var mikill listasmiður. Þar fékk ég alltaf spýtu að tálga og leiðsögn eftir þörfum. Einn af mínum gömlu vinum sem mér þótti hvað vænst um var Stjáni mein- lausi, sem þá var kokkur á Blíðfara. Blíðfari svo rauður og fallegur var í algjöru uppáhaldi hjá mér og það var ekki ósjaldan sem ég sat í fanginu á honum Skara á Radíóinu og fylgdist með aflafréttum og öðrum samskiptum á milli lands og báta. En það voru fréttirnar af Blíðfara sem vógu þyngst. Og svo hjólaði ég út á bryggjuenda og fylgdist með kappsiglingunni á innstíminu sem Blíðfari með þungum og traustum vélarslætti vann oftar en aðrir bátar á netavertíðinni á þessum árum. Þegar hann var lagstur í plássið sitt beið mín mjólkurkaffi og kringla eða annað til að bleyta í hjá honum Stjána. Nær undantekningar-laust hafði hann gert að og spyrt ýsu til að fara með heim í soðið. Hann Stjáni var lítillátur og hógvær maður, sérstaklega næmur og listrænn. Hann málaði margar myndir á striga, steina og spýtur og margir Hafnfirðingar eiga eitthvað eftir hann. Ég man að þegar ég kom einu sinni í heimsókn til hans í litla húsið á Suðurgötunni, sem hann keypti af henni Dóru ömmusystur minni, þá hafði hann málað gríðar- mikið málverk á strigann sem þakti stofuveggina. Ég var hreinlega dolfallinn, en pabbi dró þá ályktun að nú hefði Stjáni fengið sér aðeins of mikið neðan í því. Vissulega þótti honum vínið gott og það var ósjaldan sem hann hringdi dyrabjöllunni heima og færði mér eitt- hvað góðgæti, eins og til dæmis konfektpoka, þegar hann var í fríi í landlegum, en alltaf á svo lítillátan og ljúfan hátt. Málverk eftir Stjána hékk í öndvegi á heimili mínu öll uppvaxtarárin og ég held að fá listaverk hafi veitt mér jafn góðar stundir og sú mynd af ramm- íslensku, ljóðrænu landslagi. Hún er óaðskiljanlegur hluti af bernsku minni. Ætli við systkinin eigum þeirri mynd ekki meira að þakka í listrænni mótun, en flestum öðrum verkum og þar með Stjána meinlausi. Svo var það hún Jóna amma mín og loftið á Linnetsstígnum sem var eitt aðal “kaffihúsið” í bænum. Að liggja þar endilangur á borðinu undir stórum glugganum í eldhúsinu, hlustandi á púandi kerlingarar skiptast á nýjustu gróusögunum var hreinn unaður. Húsið hennar Ellu í Hól á bakvið heima á Austurgötunni var líka einstakur staður. Allt svo hreint og fínt, fágað og gamaldags. Ég hjó oft fyrir hana í eldinn, aðstoðaði hana í kartö- flugarðinum framan við kotið og átti margar góðar stundir með henni í hýbýlum hennar, sem geymdu svo margar sögur. Nú en auðvitað voru það foreldrar mínir jrau Þorbjörg Guðmundsdóttir og Guðvarður Jónsson heitinn sem gerðu allt þetta mögulegt. Heimilið var traust og þar nutum við systkinin þeirrar umönnunar og frelsis sem gerði mér kleyft að kynnast öllu þessu fólki og vaxa upp í þeim ævintýraheimi sem Hafnarfjörður, fólkið, bærinn, hraunið, bryggjan og fjaran var á þessum árum.” Kotið í hrauninu og sjálfsnægtarbúskapunnn „Þessi brot úr fortíðinni, umhverfið og það fólk sem ég kynntist krystallast svo á menntaskólaárunum, sem jafnframt var íslenska hippatímabilið, í einskonar afturhvarfi til fortíðarinnar og þeirra gilda sem byggja á mann- kærleika, ljóðrænni fegurð, einlægni og ákveðnum frumleika. Frá því að vera stilltur, feiminn, fyrirmyndar slaufu- strákur, þegar ég byrjaði í Mennta- skólanum í Reykjavík breyttist ég á skömmum tíma í argasta hippa með hár niður á herðar, heklaði mottur í kennslustundum og fyrirleit öll ný- borgaraleg gildi og verðmætamat. Það hlýtur að hafa verið einskonar sjokk fyrir foreldra mína, þegar ég flutti að heiman úr nýja, stóra, steinsteypta húsinu við Austurgötuna, í kot úti í hrauni, þar sem við systkinin hófum trilluútgerð og sjálfsnægtarbúskap að gamalli fyrirmynd, en með rokkuðu ívafi. Við Jóna vorum í hjólatúr vestur í bæ, ég þá átján ára en hún tuttugu og tveggja, þegar við uppgötvuðum Fagrahvamm, kot í hrauninu sem var að hruni komið. Við lögðum á ráðin og kærasti Jónu þá, Jón Þór Guðmunds- son sem hafði verið með til að stofna Kristjaníu í Kaupmannahöfn var kall- aður heim. Við gerðum samning um afnot af húsinu, keyptum Færeying og hófum trilluútgerð undir handleiðsiu nágranna okkar Hjálmars á Brúsa- stöðum. Hann kenndi okkur handtökin við netagerð, verkun og vinnslu aflans, í reyk, þurrkun og salt, allt samkvæmt gamla laginu. Að lokinni veiðiferð drógum við þunga trilluna á hval- beinum og með handspili upp á fjörukambinn. Við reyktum rauð- magann í torfkofa, söltuðum og þurrkuðum eftir kúnstarinnar reglum og fórum svo með aflann á handvagni upp á veg um helgar, þar sem við seldum hann bíltúrsfólkinu. Þeir sem keyptu kunnu vel að meta og spurðist þetta út. Sumir komu langt að til að fá fisk hjá okkur og skoða hippana, eins og við værum einhverjir hottintottar. Allavega lifðum við af jressu enda þótt við legðum okkur fátt annað til munns en fisk í sjálfsnægtinni. Þetta þótti svo merkilegt að þau komu frá ríkisútvarpinu til að taka við okkur viðtal og Þorsteinn Jónsson kvik- myndagerðarmaður og Ólafur Haukur Símonarson skáld, vildu gera kvik- mynd um okkur. Við þurftum þó nokkurn umhugsunarfrest og þeir sóttu þetta nokkuð stíft. Við systkinin höfnuðum þessu að lokum á þeim forsendum að við værum ekkert öðruvísi en hitt trillufólkið og vildum ekki skera okkur úr með því að gerð væri um okkur kvikmynd, svo trú vorum við málstaðnum. Þessi rök- semdafærsla hljómar nú svolítið loðin, en við vorum nú líka að hugsa um okkar nánustu, því útvarpsþátturinn hafði þegar hneykslað marga. Nú kitlar það lítið eitt hégómagirnd mína, hvað gaman væri að eiga þetta á filmu. Þrátt fyrir að ég mætti ekkert vera að því að lesa undir stúdentsprófið vegna anna í útgerðinni, lauk ég þó prófum með þokkalegri einkunn og áttu forn- íslensk galdratákn, sem ég beitti til að ná árangri í prófunum, ekki hvað minnstan þátt í því að ég varð stúdent. Ég neitaði auðvitað að bera húfuna og mætti í betri klæðum en trillugallanum við útskriftina, ekki síst foreldranna vegna. Þegar ég var spurður hvað nú tæki við, eins og gengur og gerist að loknu stúdentsprófi, kom yfirleitt fyrst upp í huga mér, nú fer ég í Himmalaja- háskólann og þá sá ég ekki fyrir mér háskóla í hefðbundinni merkingu, heldur gamlan síðskeggjaðan vitring sem sat á steini hátt uppi í fjöllum með mig á hnjánum. Það var óskadraumur- inn um framhaldsnám.” Með saltfiskdalli til Grikklands „Að lokinni vorvertíð og stúdentsprófi fór ég í puttaferðalag ásamt kærust- unni um Evrópu. Ég kenndi á Hellissandi um veturinn og hóf þar trilluútgerð um vorið á sex tonna báti, sem hét Felix, sem ég og tveir félagar mínir keyptum saman í Stykkishólmi. Síðan var það haustið 1975 að kærastan og ég sigldum með saltfiskskipi frá Keflavík áleiðis til Grikklands til vetrardvalar. Þannig var, að Jökull Jakobsson skáld bjó í Garðabæ, sem var í næsta ná- grenni við Fagrahvamm. Hann hafði verið á eyju í Grikklandi ásamt fjöl- skyldu sinni mörgum árum áður og skrifað bók um dvölina, sem nefndist Dagbók frá Diafani. Ég hreyfst af frá- Einar Már og Susanne. Þau eru fædd sama dag, eða Hafnarfjarðar í Danmörku. 9. febrúar og Susanne er frá Frederiksberg, vinabœ

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.